Morgunblaðið - 14.05.2016, Side 26

Morgunblaðið - 14.05.2016, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Fyrir nokkrum árumhljómaði ný orðmyndí tjáningarmáta ung-linga. Það var atviks- orðið ýkt sem nú virðist að mestu dottið úr tísku. Flest var annaðhvort ýkt leiðinlegt eða ýkt gott. Ýmsir fullyrtu að orðið væri fínt slangurorð úr ensku. Þeir urðu svolítið hissa þegar ég sýndi þeim upprunann svartan á hvítu. Ég beygði sterku sögnina að auka í kennimyndum og sýndi þeim orsakarsögnina að ýkja sem af henni var dregin með i-hljóðvarpi af annarri kennimynd. Þetta þótti flest- um forvitnilegt, ekki síst þegar þau áttuðu sig á að okkar gamla íslenska mál væri svo lifandi að það ungaði út úr sér nýyrðum sem hljómuðu eins og fínustu slettur. Nú er ekki víst að margir lesendur muni skilgreininguna á sterkum sögnum og veikum. Hún er í sjálfu sér ósköp einföld. Sterku sagnirnar eru endingarlausar í þátíð, beygjast í fjórum kennimyndum og í þeim eru hljóðbreytingar sem nefnast hljóðskipti. Óreglulegu sagnirnar í ensku og Norðurlandamálum eru angi af sama meiði, eru endingarlausar í þátíð en beygjast aðeins í þremur kennimynd- um og hljóðskiptin eru færri. Sem dæmi um sterka sögn í íslensku má taka sögn- ina að gefa sem beygist: gefa-gaf-gáfum-gefið en flestir munu kannast við frænk- ur hennar úr ensku og dönsku. Eitt af því skemmtilega við þessar sterku sagnir er að þær eru eins konar upp- sprettulindir fyrir alls konar orð, bæði fallorð, smáorð og nýjar sagnir. Svo að við höldum áfram með sögnina að gefa eru mynduð af henni nafnorðin gáfa, gæfa og gjöf og einnig orðið gifta sem er bæði nafnorð og sögn. Við getum haldið lengra og tekið dæmi um atviksorðið gefins og lýsingarorðið gæfur og ýmis önnur mætti nefna. Á bak við öll þessi orð er sú hugsun að sá sem býr yfir fyrrgreindum eiginleikum hafi þegið þá að gjöf. Ungur vinur minn sagði mér t.d. stoltur að hann hefði mælst með háa gáfnavísitölu og ég benti honum á að hann hefði fengið hana gefins. Sumar sterkar sagnir hafa þokast í átt að þeim veiku, þ.e. tekið upp þátíðar- endingu eins og þær. Sem dæmi má nefna sögnina að þiggja sem er andstæðan við að gefa þótt hún sé síður en svo með neikvæðum formerkjum. Hún beygðist áður þiggja-þá-þágum-þegið en þátíðarmyndirnar eru núna yfirleitt þáði og þáð- um þótt síðasta kennimyndin virðist hafa haldið sér. En gamla þátíðarbeygingin hefur eignast ýmiss konar afkvæmi, svo sem þægindi, þægur og þága, sbr. að gera í einhvers þágu og af síðustu kennimyndinni eru dregin hin ágætustu orð eins og þegn og -þegi, t.d. í orðunum launþegi, farþegi og lífeyrisþegi. Orsakarsögnin að ýkja sem minnst var á í upphafi merkir í rauninni að láta eitthvað aukast. Allmargar aðrar sterkar sagnir gefa af sér slík afkvæmi, svo sem sagnirnar að fljúga, brjóta og hneigja eða gera það sem sterka sögnin kveður á um. s.s. fleygja, breyta og hníga. Þannig myndar sterka sögnin að brenna alnöfnu sína, sem merkir að eitthvað sé látið brenna. Af sögninni að skjóta myndast svo orsakasögnin að skeyta og þaðan eru m.a. komin orðin skeyti, skeytingarleysi og samskeyti. Stundum liggur orsakasamhengið í augum uppi, stundum virðist það nokkuð langsótt en svonefndar orðsifjar þótti mér einatt áhugavert kennsluefni og það glæddi áhuga nemenda á því hversu frjósamt og lifandi málið okkar er. Lifandi mál Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Forsetakosningar hafa alltaf verið svolítið ófyrir-sjáanlegar á Íslandi. Þjóðin virðist frá upphafihafa litið svo á, að forsetakjör væri hennar yfir-ráðasvæði og þótt málsmetandi menn stjórnuðu landinu væri það ekki þeirra að stjórna því hverjir væru forsetar hverju sinni. Raunar stóð ekki til þegar unnið var að undirbúningi lýð- veldisstofnunar, að þjóðin kæmi nálægt forsetakjöri. Hug- myndir hinna „ráðandi afla“ voru þær, að forseti lýðveld- isins yrði kjörinn af Alþingi eins og gert var í upphafi, þ.e. á Þingvöllum 17. júní 1944. Um þetta fjallaði Finnbogi Rútur Valdemarsson, rit- stjóri Alþýðublaðsins á fjórða tug síðustu aldar og síðar al- þingismaður fyrir Sameiningarflokk alþýðu – Sósíalista- flokk og í framhaldi af því Alþýðubandalags, í grein sem hann skrifaði fyrir forsetakosningarnar 1980 en sennilega var aldrei birt. Hún fannst fyrir skömmu í fórum hans og var birt um síðustu helgi á heimasíðu minni (styrmir.is) en þar segir: „Það getur ekki verið neitt leyndarmál að það var tillaga mikils meirihluta stjórnarskrárnefndar, sem skipuð var 8 mönnum, tveimur frá hverjum þingflokki, og hafði samið það frumvarp til stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland, sem lagt var fram á Alþingi 1944, að forseti Íslands skyldi vera kosinn af sameinuðu Alþingi. Í fundargerð 19. fundar nefnd- arinnar 29. marz 1944 er bókað: „samþ. með 6 gegn 2 atkv. að forseti skyldi kjörinn af Samein- uðu þingi“. En Alþingi 1944 var einstakt um margt, m.a. að það taldi stór- háskalegt að íslenzk þjóð fengi nokkurn pata af því að hinn allra minnsti ágreiningur væri á Alþingi um þau mál, sem átti að leggja fyrir þjóðina til atkvæðagreiðslu þá um vorið. Þessi mál voru: 1. Sambandsslit við Danmörku með uppsögn sam- bandslaganna frá 1918. 2. Stofnun lýðveldis á Íslandi. Deilur um það, hvernig sambandsslitin skyldu fara fram eða hvernig stjórnarskrá hið nýja lýðveldi skyldi hljóta, voru taldar stórháskalegar. Þess vegna var það að þótt yfirgnæfandi meirihluti Al- þingis kysi heldur að forseti lýðveldisins yrði kjörinn af Al- þingi, varð að samþykkja þjóðkjör hans. Menn vissu þá og sumir höfðu orð á því, að yrði forsetinn ópólitískur og valdalaus, yrði ekkert fyrir kjósendur að fara eftir og láta varða atkvæði sitt nema persónuleiki manns eða manna, sem vildu bjóða sig fram.“ Í fyrsta skipti sem þjóðkjör fór fram um forseta, urðu ótrúleg tíðindi að mati manna á þeirri tíð. Frambjóðandi tveggja stærstu flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks, séra Bjarni Jónsson, sem beinlínis var feng- inn í framboð með tilmælum forystumanna þessara tveggja flokka, náði ekki kjöri. Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn. Sumarið 1952, þegar þessi kosning fór fram, var ég í sveit í Flókadal í Borgarfirði. Heimilisfólkið hafði sínar skýringar á því, sem gerzt hafði en flest þeirra, ef ekki öll, höfðu sótt alþingishátíðina á Þingvöllum sumarið 1930. Þá var Ásgeir Ásgeirsson forseti Sameinaðs Alþingis og þau töldu að glæsileiki hans og framkoma öll í því hlutverki, m.a. í samskiptum við erlenda sendimenn, hefði verið með þeim hætti, að Ásgeir hefði öðlast fastan samastað í þjóð- arsálinni og þess vegna verið kjörinn. Aðrir skýrðu kjör Ásgeirs á þann veg að fólkið í landinu til sjávar og sveita hefði ákveðið að þessu mundi það ráða. Sextán árum seinna gerðist það sama. Þá sóttist Gunn- ar Thoroddsen, tengdasonur Ásgeirs eftir því að verða eft- irmaður tengdaföður síns. Gunnar hafði verið með ein- dæmum vinsæll sem borgarstjóri í Reykjavík og unnið stórsigur í borgarstjórnarkosningunum 1958 auk þess að ganga í berhögg við forystu Sjálfstæðisflokksins 1952 með því að styðja tengdaföður sinn gegn vilja flokksforyst- unnar. Fljótt kom í ljós að það var þungt undir fæti m.a. vegna þess að þjóðinni, sem tekið hafði valdið í sínar hendur 1952 fannst ekki við hæfi að sama fjöl- skylda sæti á Bessastöðum áratug- um saman. Kristján Eldjárn var kjörinn. Tólf árum síðar hafði tíðarand- inn breytzt á þann veg að þá var orðinn til jarðvegur fyrir því að kjósa konu á Bessastaði. Og 1996 var vinstri sinnaður stjórnmálamaður, kjörinn á ný til setu á Bessastöðum, Ólafur Ragnar Grímsson, þótt almannarómur teldi að vísu, að glæsileiki fyrri eiginkonu hans, Guðrúnar Katr- ínar Þorbergsdóttur, hefði ekki átt lítinn þátt í þeim sigri. Það sem greinir forsetakosningarnar nú frá þessum fyrri kosningum er að nú eru uppi meiri álitamál um for- setaembættið sem slíkt. Til eru þeir sem telja að leggja eigi þetta embætti niður og í þeim hópi er höfundur þess- arar greinar. En ljóst má vera að enn sem komið er eru þeir sem eru þeirrar skoðunar lítill minnihluti. En á að auka völd forsetans? Er Alþingi orðið svo veik- burða að nauðsynlegt sé að forsetinn hafi meiri völd til að grípa inn í en frjálsleg túlkun á ákvæðum gamallar stjórn- arskrár hefur hingað til leyft? Það er eðlilegt að þessar spurningar verði ræddar í kosningabaráttunni og frambjóðendur upplýsi, hver um sig, um afstöðu sína til þessara álitamála. Sumir telja nauðsynlegt að forseti geti gripið inn í stjórn landsins við erfiðar aðstæður. Aðrir eru hins vegar þeirrar skoðunar og þeirra á meðal er greinarhöfundur að við slíkar aðstæður eigi þjóðin sjálf að grípa inn í með þjóðaratkvæðagreiðslum. Þetta eru áhugaverðar spurningar og um þær geta þróast skemmtilegar umræður eins og vera ber í lýðræðis- ríki. Átti forseti að vera þing- kjörinn eða þjóðkjörinn? Á að auka völd forseta eða leggja embættið niður? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Einn furðulegasti kaflinn í hug-myndasögu áranna kringum aldamótin 1900 er um hina svoköll- uðu mannkynbóta- eða arfbóta- kenningu (eugenics), en samkvæmt einni útgáfu hennar varð að koma í veg fyrir, að vanhæfir einstaklingar fjölguðu sér. Einn mannkynbóta- fræðingurinn var ítalski læknirinn Cesare Lombroso, sem taldi glæp- semi arfgenga og reyndi að finna vísbendingar um, hvernig hún erfð- ist. Lærisveinn hans, ungverski læknirinn Max Nordau, sem var gyðingur eins og Lombroso (og hét upphaflega Simon Maximilian Süd- feld), gaf 1892 út bókina Entartung (Kynspillingu). Þar las hann nokkr- um kunnustu rithöfundum norður- álfunnar pistilinn, þar á meðal Hen- rik Ibsen, Oscar Wilde og Lev Tolstoj. Taldi hann þá úrkynjaða og verk þeirra sjúkleg. Var þessi bók umtöluð um skeið, þótt nú sé hún fallin í gleymsku. Ungur trúði Nordau því, að gyð- ingar gætu samlagast sambýlingum sínum, en eftir málarekstur gegn Alfred Dreyfus í Frakklandi 1894 og æsingar gegn gyðingum skipti hann um skoðun, gerðist einn helsti forystumaður síonista og gekk næstur Theodor Herzl. Kvað hann gyðinga verða að hætta við sam- lögun og stofna eigið ríki. Hann hugsaði sér það fyrst í Úganda, en síðan í Ísrael. Mælti hann fyrir „vöðvastæltum gyðingdómi“. Nor- dau fæddist í Pest (austurhluta Búdapest) 1849 og lést í París 1923. Ungur sótti Nordau þjóðhátíðina á Íslandi 1874 og skrifaði um hana nokkrar greinar í ungversk og aust- urrísk blöð, og voru þær endur- prentaðar í bókinni Vom Kreml zur Alhambra (Frá Kremlkasta til Al- hambrahallar) 1880. Nordau var lítt hrifinn af Íslandi, kvað skárra að vera hundur í Pest en ferðamaður á Íslandi. Reykvíkingar væru seinlát- ir og ógreiðviknir. „Við höfum nú fullkomlega kynnst hinni víðfrægu gestrisni Íslendinga, og ég vil ráða hverjum manni, sem ætlar að ferðast eitthvað á Íslandi, til þess að hafa með sér tjöld, rúmföt og matvæli til þess að geta verið sem óháðastur góðvild Reykjavík- urbúa.“ Nordau taldi almenna deyfð ein- kenna þjóðina: „Það er einkennilegt fyrir andlega og efnalega ves- almennsku, hjálparleysi og svefn Íslendinga, að fiskveiðar Frakka við strendurnar eru þeim þyrnir í augum og mikið reiðiefni, en þeim dettur aldrei í hug að reyna að keppa við þá. Frakkar raka saman milljónum við Ísland, en landsbúar eru örsnauðir og rétta ekki út hend- urnar eftir hinum ótæmandi auð sjávarins. Eftirkomendur hinna djörfustu og þolnustu sjófarenda allra tíma eru engir sjómenn. Þeir kunna hvorki að smíða báta, stýra né sigla.“ En lastið var á báða bóga. Matthías Jochumsson hitti Nordau og taldi hann hrokafullan og hégómagjarnan. Höfðu eflaust báð- ir eitthvað til síns máls. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Nordau á Íslandi FERÐASUMAR 2016 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikud. 23.maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur 27.maí gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um Ferðasumarið 2016. Í blaðinu verður viðburðardagatal sem ferðalangar geta flett upp í á ferðalögumum landið og séðhvað er umað vera á því svæði semverið er að ferðast um í.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.