Morgunblaðið - 14.05.2016, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 14.05.2016, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þið ættuð ekki að láta draga ykkur til þess að gera annað en þið viljið sjálf. Ein- hver gamall vinur hefur samband og það gleður þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki byrgja andstreymið innra með þér. Dagurinn í dag er einn af þessum dög- um þegar þú getur ekki stillt þig um að taka upp veskið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér hefur tekist vel upp við end- urskipulagningu starfs þíns. Reyndu að slaka svolítið á og sjá hlutina í víðara sam- hengi. Ekki hlæja að fólki, bara með því. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fólk hlustar þegar þú talar, en í dag læturðu meira gott af þér leiða með því að hlusta. Þú ert full/ur af bjartsýni og gleði yf- ir lífinu. Haltu því áfram. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Forðastu hvers kyns deilur í dag. Ekki reyna að sporna við ástinni. Það sem áður fór í taugarnar á þér gerir það ekki lengur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Um leið og þú lætur álit þitt í ljós máttu líka eiga von á viðbrögðum við þeim. Sumir sjá alltaf fullt glas, þú ert ein/n af þeim. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú er hissa hversu margt þú átt enn ólært í þinni atvinnugrein. Töfrar verða ekki til nema maður nái sambandi við sinn skap- andi mátt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað mál- um þínum áfram. Taktu til í ísskápnum. Reyndu að tjá þig um það sem þér liggur á hjarta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag er jafngóður fyrir fjármálaviðskipti og gærdagurinn var slæm- ur. Reyndu að leysa málin á sanngjarnan hátt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er hugsanlega rétti tíminn til þess að kynnast nýjum hlutum, fara á sýn- ingar, söfn eða listviðburði. Finndu þér eitt- hvað til að dreyma um. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki örvænta þó að þér finnist þú ekki eiga næga peninga. Þakkaðu fyrir það sem þú átt og hefur. Er heilsan ekki mikilvægust? 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að öllum orðum fylgir ábyrgð svo lofaðu engu nema að þú getir staðið við það. Ef það tekst ertu ofurhetja. Síðasta laugardag svifaði sem oft-ar gátu til Guðmundar Arn- finnssonar og hann sendi hana áfram: Lítillátur er hann eigi. Enginn sigrar kappa þann. Sleginn er á einum degi. Er í Vatnsmýrinni hann. Helgi Seljan leysir gátuna þannig: Völlur er á mörgum manni mjög er gott að halda velli. Dagslátta var sögð með sanni sáust flugtök þar í hvelli. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Það er völlur á sjálfhælnum. Sé ég líka ég sigri enga sem heldur velli. Velli í dagsláttu dugleg flíka, deili um flugvöll og yrki í hvelli. Þessi er lausn Helga R. Einars- sonar: Lögðu saman glópska og greind, gamalkunnar stöllur. Gátunnar því leystu leynd. Lausnin reyndist: völlur. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Völlur þykir Óla á. Ei hann leggja að velli má. Völl á degi vaskir slá. Í Vatnsmýri ég flugvöll sá. Og lætur limru fylgja: Þó Óla sé brigslað um elli enn mun hann sterkur á svelli og sigrað fær alla jafnt konur sem kalla sá kall heldur alltaf velli. Og loks segist Guðmundur hafa „bögglað saman einni gátu rétt í þessu“: Oft það felur í sér vald. Er á vöru lækkað gjald. Fundarkvaðning einnig er. Aðvörun svo gæt að þér. Páll Imsland heilsaði leirliði á fimmtudag og sagðist mega til að rifja upp gamla limru í tilefni um- ræðunnar: Það er merkilegt vatn þetta Mývatn sem er mestmegnis einungis slývatn. og ef túrisminn vex þar upphefst töluvert pex þar, auk þess pollurinn breytist í pí-vatn. Og bætir við „Þetta síðasta orð ætti ég kannski að rita „pee“-vatn.“ Og þann hinn sama dag sagði hann líka: „Mikið skelfing og ósköp er“ – leiðinleg öll þessi kosninga- ræða daganna. Hvers vegna er það ekki byggt inn í stjórnarskrána að hafa hér sjálfkjörið? Róshildur ráðskona’ á Bjargi var rökföst og frábitin þvargi, og guðsorðatali og trúmálahjali öllu tók hún með reiði og gargi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það heldur velli sem hæfast er Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SPURÐI LÆKNINN ÞARNA HVAÐ ÞYRFTI TIL ÞESS AÐ LAGA MAGAVERK, OG HANN SAGÐI MÉR UM 8.500 KRÓNUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar tveir heimar verða að einum. ÉG MYNDI VILJA KLÍFA FJALL, EÐA SYNDA Í HAFINU ENN BETRA! HVERSU LENGI HEFURÐU VERIÐ MEÐ SKEGG? SÍÐAN BÖRNIN MÍN VORU UNG! ÞAÐ MINNIR MIG Á ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA… …ÞEGAR ÉG GAT STOLIÐ NAMMINU ÞEIRRA OG GEYMT ÞAÐ Í SKEGGINU MÍNU! L J Ó S M Y N D A S T O F A R O B B A B R Ú Ð K A U P S - M Y N D I R 60.000 KR. S K I L N A Ð A R - M Y N D I R 90.000 KR. Að gleðjast eins og barn yfir ein-földum hlutum ætlar Víkverji að vera duglegri við að tileinka sér. Ástæðan fyrir þessu breytta við- horfi Víkverja er sú að Víkverja- barnið fékk sína fyrstu fótbolta- sokka, legghlífar, fótbolta og takkaskó á dögunum. Það er ekki frásögur færandi nema fyrir þær sakir að barnið gat varla sofnað því það var svo spennt að prufa græjurnar á næstu fót- boltaæfingu daginn eftir. Barnið ætlaði í fyrstu að sofa í fótbolta- sokkunum með legghlífarnar utan yfir. Það skal tekið fram að legg- hlífarnar eru í mjög fallegum litum. Víkverji gat þó talið barninu trú um að það dygði að vera í sokk- unum en ekki með legghlífarnar líka, það væri hreinlega óþægilegt. Eitthvað gekk brösuglega að sofna í sokkunum sem barnið dró reglu- lega upp yfir hnén og rak þau út í loftið til að dást að þessum fínu sokkum. Að lokum sættist krakk- inn á að klæða sig úr sokkunum og leyfa tásunum að leika frjálsum. x x x Um leið og barnið vaknaði daginneftir fór það í fótboltasokkana fínu og krafðist þess að fá að fara í þeim í leikskólann. Það var sam- þykkt með semingi en þeir áttu þó að vera innanundir buxunum. Í bílnum á leiðinni í leikskólann laumaðist barnið til að setja sokk- ana yfir buxurnar og spígsporaði inn í leikskólann með buxurnar pokandi, kátt og glatt með fótbolta, takkaskó og legghlífar í poka, tilbúið á æfingu seinna um daginn. Fótboltasokkana fínu þurfti nefnilega að sýna landsliðskonunni góðu í fótbolta sem gætti barnsins á leikskólanum. Sokkarnir fóru ekki fram hjá nokkrum manni og án efa ekki landsliðskonunni snjöllu. x x x Þessa gleði og eftirvæntingu ætl-ar Víkverji að tileinka sér. Leyfa sér að fá fiðrildi í magann yf- ir einhverju nýju og spennandi. Gleðjast yfir nýju flíkunum sínum og vera ánægður með sig. Kannski verður þó staðar numið við að leggjast í rekkju í flíkunum en ávinningurinn af þessu hugar- fari er augljós. víkverji@mbl.is Víkverji Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. (Mósebók 1:1)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.