Orð og tunga - 01.06.2001, Side 19
Baldur Jónsson: Lítil snæfölva
9
VI Lokaorð
Þegar litið er yfir dæmin í heild kemur í ljós að samsettu orðin snœfölva, snjóföl
(kv.), snjófölvi og snjófölvaður koma öll af vestanverðu landinu, samkvæmt tiltækum
heimildum. Eitt þeirra er einstæðingur frá miðöldum og ekki nema tvö dæmi um hvert
hinna. Ekkert þeirra er eldra en frá því um miðja 19. öld. Heimildir um kvenkynsorðið
föl eru einnig nokkuð bundnar við landið vestanvert. Fyrir 1900 eru engin tiltæk dæmi
um það nema þau tvö sem fyrr voru nefnd í samsetningunni snjóföl.
Öðru máli gegnir um hvorugkynsorðin/ö/ og snjóföl. Þau eru vel þekkt, bæði að
fomu og nýju, og geta ekki kallast staðbundin.
Eflaust hefir Jón Thoroddsen þekkt karlkynsorðið fölvi, en vel má vera að hann
hafi búið sér til samsetninguna snjófölvi þegar hann samdi Pilt og stúlku (1848-1849).
Nokkrum ámm síðar notar hann kvenkynsorðið snjóföl, fyrstur manna svo að vitað sé,
í Manni og konu. Það þarf ekki annað til en að „litla snæfölvan" í Laxdœlu hafi setið
í Jóni Thoroddsen með nokkrum hætti, orðið að „dálitlum snjófölva“ í penna hans og
síðan haft áhrif á kynferði orðsins snjóföl. Það er a.m.k. athyglisvert að öll þessi fágætu
orð koma af sömu slóðum við Breiðafjörð, en þaðan hlýtur Laxdœla líka að vera ættuð.
Svo mikið er víst að Laxdœla saga var til á heimili Jóns Thoroddsens og íslenskar
fomsögur mikið lesnar þar á bæ (Steingrímur J. Þorsteinsson 1943:78 og 71).
Hvað sem þessu líður er það varla tilviljun að Bárðdælingurinn Valdimar Ás-
mundsson, eini maðurinn sem vitað er til að hafi notað orðið fölva, fyrir utan höfund
Laxdælu, var nýstaðinn upp frá því verki að gefa söguna út þegar hann setti orðið
dauðafölva á prent. Það fer varla hjá því að þarna sé samband á milli, og varla er
það þá tilviljun heldur að hin sviplíku samheiti dauðfölvi og dauðafölvi, og jafnvel
feigðarfölvi, koma fyrst til sögunnar svo að séð verði, á næstu ámm þar á eftir. Orð
kveikist af orði, eins og funi af funa.
Helstu heimildarrit
Alexander Jóhannesson. 1923-24. íslenzk tunga ífomöld. Bókaverzlun Ársæls Áma-
sonar, Reykjavík.
ÁBIM: Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans,
Reykjavík.
Baldur Jónsson. 1994. Um orðið tölva. Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum
10. apríl 1994. Fyrri hluti. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. Bls. 33^14.
Björn Bjamason frá Viðfirði. 1918. Nýyrði. Tímarit Verkfrœðingafélags íslands. Bls.
54.
Bjöm Halldórsson. 1992 (1814): Orðabók. íslensk - latnesk - dönsk. Eftir handriti í
Stofnun Áma Magnússonar í Kaupmannahöfn. Fyrst gefin út árið 1814 af Rasmusi
Kristjáni Rask. Ný útgáfa. Jón Aðalsteinn Jónsson sá um útgáfuna. Orðfræðirit fyrri
alda II. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
Cleasby-Vigfússon. 1957 (1874); An lcelandic-English Dictionary. Initiated by Richard
Cleasby, subsequently revised, enlarged and completed by Gudbrand Vigfusson,