Orð og tunga - 01.06.2001, Síða 19

Orð og tunga - 01.06.2001, Síða 19
Baldur Jónsson: Lítil snæfölva 9 VI Lokaorð Þegar litið er yfir dæmin í heild kemur í ljós að samsettu orðin snœfölva, snjóföl (kv.), snjófölvi og snjófölvaður koma öll af vestanverðu landinu, samkvæmt tiltækum heimildum. Eitt þeirra er einstæðingur frá miðöldum og ekki nema tvö dæmi um hvert hinna. Ekkert þeirra er eldra en frá því um miðja 19. öld. Heimildir um kvenkynsorðið föl eru einnig nokkuð bundnar við landið vestanvert. Fyrir 1900 eru engin tiltæk dæmi um það nema þau tvö sem fyrr voru nefnd í samsetningunni snjóföl. Öðru máli gegnir um hvorugkynsorðin/ö/ og snjóföl. Þau eru vel þekkt, bæði að fomu og nýju, og geta ekki kallast staðbundin. Eflaust hefir Jón Thoroddsen þekkt karlkynsorðið fölvi, en vel má vera að hann hafi búið sér til samsetninguna snjófölvi þegar hann samdi Pilt og stúlku (1848-1849). Nokkrum ámm síðar notar hann kvenkynsorðið snjóföl, fyrstur manna svo að vitað sé, í Manni og konu. Það þarf ekki annað til en að „litla snæfölvan" í Laxdœlu hafi setið í Jóni Thoroddsen með nokkrum hætti, orðið að „dálitlum snjófölva“ í penna hans og síðan haft áhrif á kynferði orðsins snjóföl. Það er a.m.k. athyglisvert að öll þessi fágætu orð koma af sömu slóðum við Breiðafjörð, en þaðan hlýtur Laxdœla líka að vera ættuð. Svo mikið er víst að Laxdœla saga var til á heimili Jóns Thoroddsens og íslenskar fomsögur mikið lesnar þar á bæ (Steingrímur J. Þorsteinsson 1943:78 og 71). Hvað sem þessu líður er það varla tilviljun að Bárðdælingurinn Valdimar Ás- mundsson, eini maðurinn sem vitað er til að hafi notað orðið fölva, fyrir utan höfund Laxdælu, var nýstaðinn upp frá því verki að gefa söguna út þegar hann setti orðið dauðafölva á prent. Það fer varla hjá því að þarna sé samband á milli, og varla er það þá tilviljun heldur að hin sviplíku samheiti dauðfölvi og dauðafölvi, og jafnvel feigðarfölvi, koma fyrst til sögunnar svo að séð verði, á næstu ámm þar á eftir. Orð kveikist af orði, eins og funi af funa. Helstu heimildarrit Alexander Jóhannesson. 1923-24. íslenzk tunga ífomöld. Bókaverzlun Ársæls Áma- sonar, Reykjavík. ÁBIM: Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Baldur Jónsson. 1994. Um orðið tölva. Sagnaþing helgað Jónasi Kristjánssyni sjötugum 10. apríl 1994. Fyrri hluti. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. Bls. 33^14. Björn Bjamason frá Viðfirði. 1918. Nýyrði. Tímarit Verkfrœðingafélags íslands. Bls. 54. Bjöm Halldórsson. 1992 (1814): Orðabók. íslensk - latnesk - dönsk. Eftir handriti í Stofnun Áma Magnússonar í Kaupmannahöfn. Fyrst gefin út árið 1814 af Rasmusi Kristjáni Rask. Ný útgáfa. Jón Aðalsteinn Jónsson sá um útgáfuna. Orðfræðirit fyrri alda II. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Cleasby-Vigfússon. 1957 (1874); An lcelandic-English Dictionary. Initiated by Richard Cleasby, subsequently revised, enlarged and completed by Gudbrand Vigfusson,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.