Orð og tunga - 01.06.2001, Side 101

Orð og tunga - 01.06.2001, Side 101
Kristín Bjarnadóttir: Um sagnlýsinguna í 3. útgáfu íslenskrar orðabókar 91 Sams konar tilhneiging veldur því að germynd sagna er höfð sem aðaluppflettimynd jafnvel þótt hún sé mjög fátíð, t.d. í sögninni drattast sem sett er upp í germynd í ÍO 1983 þótt fyrra dæmið sýni miðmyndina sem er almenn: dratta, -aði S dragnast, rölta, kjaga: hann œtlaði aldrei að drattast úr sporunum a: koma sér af stað, dratta(st) heim. Framsetning af þessu tagi er ekki vel til þess fallin að vísa notandanum veginn í málnotkun en þjónar stundum þeim tilgangi að sameina efni undir eina uppflettimynd og stytta með því textann. Dæmi um þetta er uppflettimyndin uppvaxa sem er fletta í ÍO 1983 og reyndar einnig í Blöndalsorðabók. Engin dæmi finnast um aðrar myndir en lýsingarhættina uppvaxandi og uppvaxinn í ritmálssafni Orðabókarinnar.6 2.1.3 Skýringar og dæmi Enn ein leiðin til þess að takmarka umfang orðabóka er að hafa skýringar eins knappt orðaðar og framast er unnt og takmarka notkun dæma eins og kostur er, bæði að lengd og fjölda. Hér verður ekki fjölyrt um knappar skýringar í ÍO 1983 enda er notendum bókarinnar vel kunnugt um þær.7 Þá er dæmum í bókinni þröngt skorinn stakkur og gildir þá einu þótt upplýsingar um fallstjórn og setningarstöðu sagna séu ekki settar fram með öðrum hætti. Bæði dæmaskorturinn og knappar skýringar geta komið sér illa fyrir notendur, eins og sjá má í sögnunum aftra og hindra. Skýringin við aftra er samheitið hindra en hvergi kemur fram að fallstjóm sagnanna er ekki sú sama: aftra, -aði S hindra; f a. sér að e-u hika við e-ð. hindra, -aði S 1 koma í veg fyrir, tálma; tefja, slóra. 2 f hika, fresta. 3 LH ÞT hindruð kona o: ófrísk. Þama hefði þurft að koma fram að hindra stýrir þolfalli (hindra e-ð) en aftra þágufalli (aftra e-u) og eðlilegt væri líka að sýna algengustu forsetningarliði sem fylgja sögnunum (hindra e-n í e-u og aftra e-m frá e-u). 2.1.4 Kunnátta notandans Orðabækur eru yfirleitt lagaðar að ákveðnum markhópi og öllum umfrömum upplýs- ingum er sleppt. Notandanum er þannig ætlað að fylla inn í þann ramma sem orðabókin setur með eigin kunnáttu. Þetta kemur m.a. fram í því að notandanum virðist oft vera ætlað að þekkja setningargerðina sem sagnir eru notaðar í, sbr. sagnirnar aftra og hindra hér að ofan. Þetta á líka við um ópersónulegar sagnir, eins og sögnin fatra er dæmi um. Þessi sögn er nægilega torkennileg til reyna á þolrifin í öllum notendum: fatra, -aði S ÓP fata, skjátlast; MM fatrast fara í flækju; tefjast, fara í handaskolum. 6Tvö dæmi eru undir uppflettiorðinu uppvaxa í ritmálssafni, bæði í lýsingarhætti. Lýsingarhættimir em þar einnig sjálfstæð flettiorð. 7Sjá t.d. gagnrýni Jóns Hilmars Jónssonarí fslensku máli 7 (1985).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.