Orð og tunga - 01.06.2001, Side 140
130
Orð og tunga
myndar fleirtölu með /'-hljóðvarpsvíxlum, blœkur, hliðstætt við bók. Framstöðuklasinn
bl- kemur fyrir í fjölda íslenskra orða, á eftir honum fer rótarsérhljóðið ó í algengum
orðum eins og blóð, blóm, blótcr, og nafnorð sem enda á -ók eru líka til, sbr. kvenkyns-
orðið bók og hvorugkynsorðið mók. Því er ekkert í fari þessa orðs sem bendir til erlends
uppruna - nema það sé talið að orðið á sér enga ættingja í málinu, en það á líka við um
ýmis rammíslensk orð.
Það er samt ekki nóg að líta á hljóðskipun orðs eina sér til að dæma um hvernig það
falli að íslensku máli. Einnig þarf að huga að stöðu orðsins í málkerfinu. Enska orðið
byte er gott dæmi um þetta. Það kom inn í málið fyrir 20 árum eða svo í myndinni bœt.
Ekkert í gerð þess orðs er framandi íslenskri hljóðskipun. Ýmis algeng orð hefjast á
bœ-, s.s. bœði, bœn, bœli, bœta o.s.frv. Einnig eru til orðmyndir sem enda á -œt, s.s.
grœt (af gráta), lœt (af láta), sœt (af sœtur), œt (af œtur) o.s.frv. En ekkert þessara
orða er nafnorð í hvorugkyni. Islensk hvorugkynsorð enda ekki á -œt. Þess vegna
hefur orðanefnd Skýrslutæknifélagsins þótt ástæða til að bæta -i við orðið, þannig að
í Tölvuorðasafni (1998) birtist það í myndinni bceti. Þar með fellur það algerlega að
málinu, því að ýmis hvorugkynsorð enda á -œti, s.s. sœti, lceti, œti, ágœti o.fl.
Þetta dæmi sýnir að nauðsynlegt er að líta til stærri eininga en myndana þegar metið
er hversu vel orð falli að íslensku máli. Þó að bœt sé leyfilegt myndan í íslensku er
það ekki leyfilegt hvorugkynsnafnorð (en væri hins vegar leyfileg kvenkynsmynd af
lýsingarorðinu *bœtur, ef til væri); sambandið -œt- kemur ekki fyrir í hvorugkynsorðum
af innlendum uppruna. Strengurinn *brukur sem tekinn var sem dæmi hér að framan
gæti varla verið lýsingarorð, og tæpast heldur karlkynsnafnorð; engin orð af þeim
flokkum hafa sambandið -uk-. A hinn bóginn gæti þetta hugsanlega verið nafnorð í
hvorugkyni, því að þar er þetta samband til í orðinu pukur. En að vísu er það eina
dæmið, og því spurning hvort það dygði til þess að fá málnotendur til að fella sig við
nýyrðið *brukur. Sambandið -uk- er yfir höfuð mjög sjaldgæft, og því ekki ólíklegt að
ný orð með því verki alltaf framandi á málnotendur.
Þessu tengist sú spurning hversu miklar málfræðilegar upplýsingar málnotendur
þurfi að læra sérstaklega um hvert orð, og hvað af þeim sé fyrirsegjanlegt út frá hljóð-
gerð orðanna. Bent hefur verið á að í sterkum karlkyns- og hvorugkynsorðum er það að
talsverðu leyti fyrirsegjanlegt út frá stofngerð hvaða fleirtöluendingarorðin fá (sjá Eirík
Rögnvaldsson 1990; Margréti Jónsdóttur 1988-89, 1993; sbr. líka Friðrik Magnússon
1984). En hugsanlegt er að forspárgildi hljóðgerðarinnar sé víðtækara, og nái að ein-
hverju leyti til kyns nafnorða t.d. Einnig er mögulegt að ákveðin hljóðasambönd komi
aðallega eða eingöngu fyrir í ákveðnum orðflokkum.
Þær töflur sem hér fara á eftir má nota til að átta sig betur á því að hvaða marki er um
slíkt að ræða. Efniviðurinn sem byggt er á eru um 15.500 orð, sem flest hafa einkvæða
rót. Hér eru hvorki samsett orð né forskeytt, og af viðskeyttum orðum aðeins þau
sem hafa sérhljóðslaust viðskeyti (s.s. -sl-, -sk-) eða þau þar sem viðskeytið er aðeins
eitt sérhljóð og fellur því oft brott eða saman við beygingarendingu. Orðin eru annars
vegar fengin með orðtöku á textum um margvísleg efni, og hins vegar með söfnun
úr prentuðum orðabókum, einkum Orðabók Menningarsjóðs (2. útg. 1983). í stórum
dráttum er þetta sami efniviður og í Rímorðabókinni (Eiríkur Rögnvaldsson 1989), og
þar má auðveldlega finna hvaða orð hafa hvert þeirra hljóðasambanda sem um ræðir.