Orð og tunga - 01.06.2001, Qupperneq 140

Orð og tunga - 01.06.2001, Qupperneq 140
130 Orð og tunga myndar fleirtölu með /'-hljóðvarpsvíxlum, blœkur, hliðstætt við bók. Framstöðuklasinn bl- kemur fyrir í fjölda íslenskra orða, á eftir honum fer rótarsérhljóðið ó í algengum orðum eins og blóð, blóm, blótcr, og nafnorð sem enda á -ók eru líka til, sbr. kvenkyns- orðið bók og hvorugkynsorðið mók. Því er ekkert í fari þessa orðs sem bendir til erlends uppruna - nema það sé talið að orðið á sér enga ættingja í málinu, en það á líka við um ýmis rammíslensk orð. Það er samt ekki nóg að líta á hljóðskipun orðs eina sér til að dæma um hvernig það falli að íslensku máli. Einnig þarf að huga að stöðu orðsins í málkerfinu. Enska orðið byte er gott dæmi um þetta. Það kom inn í málið fyrir 20 árum eða svo í myndinni bœt. Ekkert í gerð þess orðs er framandi íslenskri hljóðskipun. Ýmis algeng orð hefjast á bœ-, s.s. bœði, bœn, bœli, bœta o.s.frv. Einnig eru til orðmyndir sem enda á -œt, s.s. grœt (af gráta), lœt (af láta), sœt (af sœtur), œt (af œtur) o.s.frv. En ekkert þessara orða er nafnorð í hvorugkyni. Islensk hvorugkynsorð enda ekki á -œt. Þess vegna hefur orðanefnd Skýrslutæknifélagsins þótt ástæða til að bæta -i við orðið, þannig að í Tölvuorðasafni (1998) birtist það í myndinni bceti. Þar með fellur það algerlega að málinu, því að ýmis hvorugkynsorð enda á -œti, s.s. sœti, lceti, œti, ágœti o.fl. Þetta dæmi sýnir að nauðsynlegt er að líta til stærri eininga en myndana þegar metið er hversu vel orð falli að íslensku máli. Þó að bœt sé leyfilegt myndan í íslensku er það ekki leyfilegt hvorugkynsnafnorð (en væri hins vegar leyfileg kvenkynsmynd af lýsingarorðinu *bœtur, ef til væri); sambandið -œt- kemur ekki fyrir í hvorugkynsorðum af innlendum uppruna. Strengurinn *brukur sem tekinn var sem dæmi hér að framan gæti varla verið lýsingarorð, og tæpast heldur karlkynsnafnorð; engin orð af þeim flokkum hafa sambandið -uk-. A hinn bóginn gæti þetta hugsanlega verið nafnorð í hvorugkyni, því að þar er þetta samband til í orðinu pukur. En að vísu er það eina dæmið, og því spurning hvort það dygði til þess að fá málnotendur til að fella sig við nýyrðið *brukur. Sambandið -uk- er yfir höfuð mjög sjaldgæft, og því ekki ólíklegt að ný orð með því verki alltaf framandi á málnotendur. Þessu tengist sú spurning hversu miklar málfræðilegar upplýsingar málnotendur þurfi að læra sérstaklega um hvert orð, og hvað af þeim sé fyrirsegjanlegt út frá hljóð- gerð orðanna. Bent hefur verið á að í sterkum karlkyns- og hvorugkynsorðum er það að talsverðu leyti fyrirsegjanlegt út frá stofngerð hvaða fleirtöluendingarorðin fá (sjá Eirík Rögnvaldsson 1990; Margréti Jónsdóttur 1988-89, 1993; sbr. líka Friðrik Magnússon 1984). En hugsanlegt er að forspárgildi hljóðgerðarinnar sé víðtækara, og nái að ein- hverju leyti til kyns nafnorða t.d. Einnig er mögulegt að ákveðin hljóðasambönd komi aðallega eða eingöngu fyrir í ákveðnum orðflokkum. Þær töflur sem hér fara á eftir má nota til að átta sig betur á því að hvaða marki er um slíkt að ræða. Efniviðurinn sem byggt er á eru um 15.500 orð, sem flest hafa einkvæða rót. Hér eru hvorki samsett orð né forskeytt, og af viðskeyttum orðum aðeins þau sem hafa sérhljóðslaust viðskeyti (s.s. -sl-, -sk-) eða þau þar sem viðskeytið er aðeins eitt sérhljóð og fellur því oft brott eða saman við beygingarendingu. Orðin eru annars vegar fengin með orðtöku á textum um margvísleg efni, og hins vegar með söfnun úr prentuðum orðabókum, einkum Orðabók Menningarsjóðs (2. útg. 1983). í stórum dráttum er þetta sami efniviður og í Rímorðabókinni (Eiríkur Rögnvaldsson 1989), og þar má auðveldlega finna hvaða orð hafa hvert þeirra hljóðasambanda sem um ræðir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.