Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 29

Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 29
Ásta Svavarsdóttir og Veturliði Óskarsson: Annarleg sprek ... 19 sem skarar fram úr, einkum í listum eða íþróttum, og verður frægt fyrir og mús um tölvutól; hin nýja viðbótarmerking orðanna er ætt- uð frá ensku orðunum star 'stjarna' og mouse 'mús' sem áður höfðu fengið þessa afleiddu merkingu. Slík orð eru ekki viðfangsefni þess- arar greinar heldur einungis bein tökuorð — orð sem að formi ekki síður en merkingu eiga sér erlendar rætur. Orð af því tagi geta líka leynt á sér, t.d. orðin flís (um efni) og blók (um lítilsigldan eða lágt- settan mann). Þótt hvorugt þeirra hljómi framandlega og form þeirra og útlit beri það ekki með sér eiga þau rætur að rekja til ensku orð- anna fleece og bloke og eru bæði tiltölulega ung tökuorð. Önnur orð af erlendum uppruna hafa framandlegri blæ og sum hafa ekki fylli- lega aðlagast íslensku málkerfi þrátt fyrir langan aldur. Þannig er t.d. um tökuorðin barón (13. öld) og ske (14. öld) sem ekki fylgja að öllu leyti reglum tungumálsins; hið fyrra hefur -ó- í áhersluleysi sem ekki er samkvæmt íslenskum hljóðskipunarreglum, hið síðara endar á -e, og samræmist því hvorki almennum reglum um hljóðskipun né um nafnháttarmynd sagna. Jakob Benediktsson (1987:132-136 og 201-204) hefur fjallað um uppruna tveggja íslenskra orða og leiðir rök að því að þau séu bæði sprottin af hendingu í hjarðljóðum Vergils: Rusticus es, Corydon 'Þú ert sveitadurgur, Corydon'. Þetta eru orðin rusti sem í nútímamáls- orðabók er m.a. skýrt með orðunum 'durtur' og 'dóni' (íslensk orðabók 2002) og dóni sem í upphafi var notað um ómenntaðan eða óheflað- an og durgslegan mann en hefur síðar fengið merkinguna 'ókurteis maður'. Hvorugt þessara orða getur talist sérstaklega framandlegt og fáa málnotendur myndi væntanlega gruna að þau séu ættuð úr öðru máli enda saga þeirra í málinu orðin býsna löng. Jakob telur að þau eigi uppruna sinn í máli latínuskólapilta og að þau séu a.m.k. frá því á 17. öld. Þessi tvö orð, uppruni þeirra og þróun eru um margt dæmi- gerð fyrir tökuorð í íslensku. Þau eru upprunnin í óformlegu talmáli hóps sem hefur þokkalegt vald á veitimálinu og meðlimir hans eru líklegir til að henda á lofti orð úr því innan hópsins, m.a. til að marka honum ákveðna sérstöðu — þessu má líkja við slanguryrði nútímans sem gegna svipuðu hlutverki (sbr. Mörður Arnason o.fl. 1982:vii—viii) þótt slík orð séu alls ekki öll af erlendum uppruna. Ur máli skóla- pilta hafa orðin síðan breiðst út og aðlagast íslenskum framburði og ís- lensku beygingakerfi, m.a. með aðferðum sem tíðkast við orðmyndun í íslensku. Þannig minnir ferlið Corydon > dóni óneitanlega á myndun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.