Orð og tunga - 01.06.2009, Síða 64
54
Orð og tunga
ogforstanda. Guðbrandur breytti ekki oft orðum með þessum forskeyt-
um þegar hann tók Nýja testamenti Odds upp í Biblíu sína.
Nefna mætti einnig forskeytin ofur- og yfir-. Orð með forskeytinu
ofur- eru fengin að láni úr lágþýsku en þau með yfir- úr háþýsku. Sem
dæmi mætti nefna ofurgefa (ubergeben), ofurtroða (iibertreten), yfirblífa
(uberbleiben), yfirfljótanlegur (úberflussig), yfirklæða (uberkleiden), yf-
irmakt (Ubermacht) og yfirskrift (ijberschrift). Þá má nefna forskeytið
mis- eins og misbrúk (Missbrauch), misbrúkan (Missbrauchung) og for-
liðinn niður- í niðurþrykkja (niederdrucken). Ekki eru öll þess orð notuð
nú en eru eins og önnur sem nefnd hafa verið hluti sögulegs íslensks
orðaforða (Guðrún Kvaran 2000:175, Guðrún Kvaran 2001a:15).
Guðbrandur bætti oft málfar Odds, skipti t.d. á orðunum skurgoða-
þénari og skurgoðadýrkari, bífalan og boð, thesaur og fésjóður, slekti og
kynslóð og sögninni blífa og vera. En breytingarnar voru einnig á hinn
veginn. Sögninni lasta breytti hann í straffa, girnd í bílífi og hegningar-
manni í tyftunarmann svo fáein dæmi séu nefnd. í samvinnuverkefni
okkar Stefáns Karlssonar prófessors um breytingar Guðbrands á Nýja
testamenti Odds hefur komið fram að erlendu orðin hjá þeim Oddi og
Guðbrandi áttu rætur að rekja til þeirra texta sem þeir þýddu úr. Guð-
brandur studdist við danska Biblíu frá 1544 í endurskoðun sinni en
Oddur virðist fyrst og fremst hafa notað háþýska þýðingu Lúthers frá
1530 en hann studdist einnig við lágþýska þýðingu á Lúther, Erasmus
frá Rotterdam og Vúlgötu (Jón Helgason 1929:176-203).
En Oddur og Guðbrandur voru ekki einir um að nota í textum
sínum erlend tökuorð. Þau settu í vaxandi mæli svip sinn á mál og stíl
embættismanna og því var ekki kyn þótt Arngrímur Jónsson varaði
menn í Crymogæu 1609 við að apa eftir Dönum og Þjóðverjum í ræðu
og riti heldur leita sér fyrirmynda í auðlegð og snilld móðurmáls síns
(1985:104).
A 17. öld samdi Guðmundur Andrésson orðabók vegna vaxandi
þarfa erlendra fræðimanna sem áhuga höfðu á íslenskum fornritum
(1999). Þrátt fyrir ýmsa galla segir hún sína sögu um orðaforðann á
miðri 17. öld. Fyrir Jóni biskupi Árnasyni lá hins vegar að gera náms-
mönnum kleift að þýða latneska texta gull- og silfuraldar latínu yfir á
móðurmálið þegar hann samdi latnesk-íslensku orðabók sína Nucleus
latinitatis eða Kleyfsa eins og bókin var gjarnan kölluð. Til þess þurfti
hann að búa til talsvert af nýjum orðum og tókst það oft vel. Mörg
þeirra festust ekki í málinu og eru nú stakdæmi í ritmálssafni Orða-