Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 64

Orð og tunga - 01.06.2009, Blaðsíða 64
54 Orð og tunga ogforstanda. Guðbrandur breytti ekki oft orðum með þessum forskeyt- um þegar hann tók Nýja testamenti Odds upp í Biblíu sína. Nefna mætti einnig forskeytin ofur- og yfir-. Orð með forskeytinu ofur- eru fengin að láni úr lágþýsku en þau með yfir- úr háþýsku. Sem dæmi mætti nefna ofurgefa (ubergeben), ofurtroða (iibertreten), yfirblífa (uberbleiben), yfirfljótanlegur (úberflussig), yfirklæða (uberkleiden), yf- irmakt (Ubermacht) og yfirskrift (ijberschrift). Þá má nefna forskeytið mis- eins og misbrúk (Missbrauch), misbrúkan (Missbrauchung) og for- liðinn niður- í niðurþrykkja (niederdrucken). Ekki eru öll þess orð notuð nú en eru eins og önnur sem nefnd hafa verið hluti sögulegs íslensks orðaforða (Guðrún Kvaran 2000:175, Guðrún Kvaran 2001a:15). Guðbrandur bætti oft málfar Odds, skipti t.d. á orðunum skurgoða- þénari og skurgoðadýrkari, bífalan og boð, thesaur og fésjóður, slekti og kynslóð og sögninni blífa og vera. En breytingarnar voru einnig á hinn veginn. Sögninni lasta breytti hann í straffa, girnd í bílífi og hegningar- manni í tyftunarmann svo fáein dæmi séu nefnd. í samvinnuverkefni okkar Stefáns Karlssonar prófessors um breytingar Guðbrands á Nýja testamenti Odds hefur komið fram að erlendu orðin hjá þeim Oddi og Guðbrandi áttu rætur að rekja til þeirra texta sem þeir þýddu úr. Guð- brandur studdist við danska Biblíu frá 1544 í endurskoðun sinni en Oddur virðist fyrst og fremst hafa notað háþýska þýðingu Lúthers frá 1530 en hann studdist einnig við lágþýska þýðingu á Lúther, Erasmus frá Rotterdam og Vúlgötu (Jón Helgason 1929:176-203). En Oddur og Guðbrandur voru ekki einir um að nota í textum sínum erlend tökuorð. Þau settu í vaxandi mæli svip sinn á mál og stíl embættismanna og því var ekki kyn þótt Arngrímur Jónsson varaði menn í Crymogæu 1609 við að apa eftir Dönum og Þjóðverjum í ræðu og riti heldur leita sér fyrirmynda í auðlegð og snilld móðurmáls síns (1985:104). A 17. öld samdi Guðmundur Andrésson orðabók vegna vaxandi þarfa erlendra fræðimanna sem áhuga höfðu á íslenskum fornritum (1999). Þrátt fyrir ýmsa galla segir hún sína sögu um orðaforðann á miðri 17. öld. Fyrir Jóni biskupi Árnasyni lá hins vegar að gera náms- mönnum kleift að þýða latneska texta gull- og silfuraldar latínu yfir á móðurmálið þegar hann samdi latnesk-íslensku orðabók sína Nucleus latinitatis eða Kleyfsa eins og bókin var gjarnan kölluð. Til þess þurfti hann að búa til talsvert af nýjum orðum og tókst það oft vel. Mörg þeirra festust ekki í málinu og eru nú stakdæmi í ritmálssafni Orða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.