Orð og tunga - 01.06.2009, Qupperneq 65
Guðrún Kvaran: Enginn lifir orðalaust
55
bókar Háskólans en samt hluti orðaforðans á ákveðnu tímaskeiði. Jón
virðist t.d. hafa búið til allmörg gerandnafnorð eins og færari (vect-
or), hnuplari (milvus), krenkjari (vitiator), skemmari (vitiator), sníkjari
(parasitaster), eikaplantari (arborator), vatnsberari (utrarius) og verkn-
aðarnafnorð eins og birking (decorticatio), bræðing (fusio), fleyging
(missus), burtsending (amandatio), afstigning (excensio) og æruveiting
(cultura) (Jón Árnason 1994:xx-xxi). Enginn vafi er á því að Jón hafði
með orðabók sinni áhrif á nemendur í prestnámi þótt mörg nýyrðanna
beri keim af stíl samtíðarinnar.
5 Frá hreintungustefnu til nútímans
Þegar líða tók á 18. öldina höfðu íslenskir menntamenn vaxandi
áhyggjur af erlendum áhrifum á orðaforðann. I anda fræðslustefnunn-
ar var unnið markvisst að því að búa til íslensk orð yfir ný hugtök á
sviðum sem lítið eða ekkert hafði verið skrifað um áður. Aðstandend-
ur Lærdómslistafélagsins höfðu þar veruleg áhrif en í stofnskrá félags-
ins frá 1779 var kveðið á um að félagið skyldi leitast við að hreinsa
tunguna af útlendum orðum og talsháttum. í ritum þess mátti ekki
nota erlend orð nema þau væru orðin gömul í málinu. I stað þess átti
að finna orð úr fornu máli eða búa til ný. Þekkt orð úr ritunum eru
botnflatarvídd, bókstafareikningur, brjóskfiskur, einbeinn, farfugl, fellibylur,
gróðurlnís, hvirfilpunktur, lóðréttur, steinolía og þvermælir. Mörg þessara
orða eru tökuþýðingar eins og lóðréttur eftir dönsku lodret og steinolía
eftir dönsku stenolie sem aftur tók orðið að láni úr þýsku Steinöl.
Það var þó ekki fyrr en með rómantísku stefnunni á 19. öld að
almennur skilningur vaknaði á málstefnu Lærdómslistafélagsins. Þar
koma ýmsir við sögu sem lögðu fram drjúgan skerf til nýmyndun-
ar orða eins og kennarar Bessastaðaskóla og Fjölnismenn. Skrifaðar
voru greinar og bækur voru þýddar til þess að kynna Islendingum
margvísleg fræði og tæknilegar nýjungar en örlög nýju orðanna réðust
af þeirri útbreiðslu sem greinarnar eða bækurnar fengu. Oft er vitn-
að til þýðingar Jónasar Hallgrímssonar á Stjörnufræði þýska stjörnu-
fræðingsins Ursins en Jónas lagði þar til fjölmörg orð sem enn eru
lifandi í málinu og hluti daglegs orðaforða. Svo oft hefur verið fjall-
að um þau að þeim verður sleppt hér en aðeins nefnd fáein sem ekki
náðu fótfestu. Þau eru augnagler fyrir 'okularglas', búrökkur fyrir 'det
borgerlige tusmorke', eldgler fyrir 'brændglas', breiðhorn (> 90°), mjó-