Orð og tunga - 01.06.2009, Page 96

Orð og tunga - 01.06.2009, Page 96
86 Orð og tunga það athæfi að hanga aftan í bílum í snjó og láta þá draga sig. Þetta orð er eftirmynd ensku sagnarinnar to take, en merkingin (ekki síður en formið) lagar sig að hinum nýju aðstæðum. Margt er á huldu um gerð orðasafnsins og skipulag og tengsl þess við aðra hluta málkerfisins (setningagerð, hljóðgerð, merkingargerð). Ef spurt væri t.d. hvernig orðunum er raðað upp þannig að grípa megi til þeirra þegar á þarf að halda, virðist harla lítil ástæða til að ætla að þau séu geymd í stafrófsröð, eins og algengt er um prentaðar orða- bækur. Kannski er það líklegri tilgáta að orðakerfi okkar taki form sem einhvers konar tesárus eða orðtengslanet. Og það virðist a.m.k. ljóst að merking einstakra orða tekur mið af merkingu annarra orða í þessu neti eða kerfi merkingartengsla. Merking einstakra litarorða ræðst t.d. af því hvaða önnur orð eru til. Og þegar nýtt orð kemur í orðaforðann hefur það áhrif á þetta kerfi. Þannig má gera ráð fyrir að með tilkomu orða eins og appelsínugult (elsta dæmi í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá 7. tug 20. aldar), sem er einhvers konar nýmyndun í anda alþjóðaorðsins orange hafi orð- ið breyting á merkingu orðanna guhir og rauður. Áður en þetta orð kom til var lengi vel notað orðið rauðgulur, en um það er fjöldi dæma í ritmálssafninu frá fyrri öldum. Það er álitamál hvort líta beri svo á sem liturinn rauðgulur hafi á þeim tíma verið „sérstakur litur" í merkingarkerfinu eða eins konar blanda af rauðum og gulum. Það er spurning að hve miklu leyti hefur orðið til „nýr litur" í íslensku merkingarkerfi þegar orð eins órans eða appelsínugult komu inn í mál- ið. Svo tekið sé annað dæmi um áhrif tökuorðs á merkingarkerfið, þá virðist merking orðsins agressífur [aikresiwr] (eða aggressífur [ak:res- ivyr]), eins og það er oft notað, ekki vera sú sama og íslenska orðs- ins árásargjarn, sem til greina kæmi að nota í stað hins (að margra mati) óæskilega tökuorðs. í íslenskri orðabók (2007) er orðið agressív- ur (merkt með tveimur spurningarmerkjum) útskýrt með orðunum 'áreitinn, frekur, ruddalegur'. Árásargjarn er hins vegar sá sem hef- ur tilhneigingu til að ráðast á menn með líkamlegu ofbeldi og 'láta hendur skipta', eins og það er orðað í skýringu íslenskrar orðabókar. Staðreyndin er þá, sé borið saman við ensku, að merking enska orðs- ins aggressive, sem tekur til líkamlegs ofbeldis ekki síður en tilfinninga eða andlegra þátta, flyst ekki óbreytt. Með öðrum orðum, þegar orðið kemur inn í íslensku, þá lagar það sig að merkingarkerfi tökumálsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.