Orð og tunga - 01.06.2014, Blaðsíða 17
Hemiir Freyr: Afstaða sagnar til neitunar á 19. öld
5
languages, but they are also in part a result of the process by
which the language was standardized: the creators of Stan-
dard Icelandic deliberately archaized the language's structure,
making it look older so as to bring it closer to the language of
the Eddas (Thomason 2001:9)
Sú staðhæfing að stöðlun íslenskunnar hafi falið í sér meðvitaða fyrn-
ingu á formgerð málsins er fremur djörf. Þekkt íslenskt dæmi um
meinta málstýringu sem tengist setningafræðinni er t.d. að notkun
lausa greinisins hinn í stað sá sé til marks um áhrif (staðlaðs/fyrnds)
ritmáls á talmál, því að lausi greinirinn hinn muni hafa verið horfinn
úr málinu, a.m.k. með nafnorðum.3
Rétt er að hafa í huga að ekki er sjálfgefið að sögulegar breytingar
sem birtast í varðveittum textum endurspegli beinlínis málfræðilegar
breytingar innan málsamfélagsins. Þær geta einnig komið til af stíl-
fræðilegum breytingum, t.d. ef ritmálsleg viðmið færast nær mæltu
máli (sjá t.d. Mair 2009:88-89). Sumt af því sem sagt hefur verið um
íslenska málhreinsun ber einmitt frekar keim af stílfræðilegum breyt-
ingum en eiginlegum málbreytingum, sbr. orð Jakobs Jóh. Smára
(1920:14) að „endurreisn" málsins hafi byggt að verulegu leyti á al-
þýðumáli. Hér er þó að ýmsu að hyggja og ljóst að umræða um forn-
legt alþýðumál 19. aldar var hápólitísk, eins og nú verður stuttlega
vikið að.
2.2 Málhreinsun í sögulegu samhengi
Málhreinsun 19. aldar tengist svonefndum þjóðlegum þankagangi
(e. national thought), þjóðarvitund skilgreindri út frá uppruna, landa-
mærum, menningu, tungumáli o.s.frv., sem um 1800 varð að pólitískri
hugmyndafræði (sbr. Leerssen 1999:9-13). Af aukinni miðstýringu
einveldanna, þéttriðnara neti ríkja, vaxandi áhuga á hefðum og
svæðisbundnu sjálfræði leiddi sá hugsunarháttur að þjóðir hefðu
sitt eigið, einstaka eðli og ættu því tilvistarrétt sem sjálfstæð ríki (sjá
einnig t.d. Guðmund Hálfdanarson 2007:192-193, 197-198).
Eins og ítarlega er fjallað um í ofangreindum ritum léku tungumál
mikilvægt hlutverk innan þessarar hugmyndafræði því að tilkall til
sjálfstæðis byggðist m.a. á því að sýna mætti fram á tilvist tungumáls
3 Sjá t.d. Kjartan Ottosson (2003:128-130), þar sem kemur fram að hinn
taki við af sá á 19. öld beinlínis fyrir tilstilli málhreinsunar, svo að sá
einskorðast fyrst við talmálið og hörfar þar svo smám saman líka. Óljóst
er þó á hvaða vitnisburði sú staðhæfing er byggð.