Orð og tunga - 01.06.2014, Side 19
Heimir Freyr: Afstaða sagnar til neitunar á 19. öld
7
umhverfi þar sem sú orðaröð er ráðandi í skandinavísku megin-
landsmálunum, t.d. í tilvísunarsetningum eins og í (2), en síst í setn-
ingum þar sem S2 gengur hvað best í þessum málum, t.d. í skýringar-
setningum eins og (3).6
(2) og frá þeim tíma komst eg í vinfengi hans er hann ei sleit meðan
hann lifði (18. öld, dæmigert S3-umhverfi)
(3) Ekki er það nóg, að vér ei drýgj um þá glæpi, sem vinna til útsetningar
af kirkjunni (18. öld, dæmigert S2-umhverfi)
Dreifing eftir setningafræðilegu umhverfi líkist því málkunnáttu mál-
hafa sem hefði dönsku að móðurmáli. Heycock & Wallenberg (2013)
bjóða ekki upp á neina endanlega túlkun á niðurstöðum sínum en telja
sennilegt að S3 hafi verið ritmálsfyrirbæri meðal menntamanna, e.t.v.
sniðið meðvitað að dönsku, en hafi aldrei haft áhrif í töluðu máli.7
Eftir 1850 dragi verulega úr notkun S3 og á 20. og 21. öld eru nær
engin dæmi um orðaröðina í þeim textum sem voru athugaðir. Eldri
athugun á dagblaðatextum frá lokum 20. aldar sýndi einnig að S2-
orðaröð, hliðstæð (la), væri einráð (sjá Höskuld Þráinsson 2010:1075,
nmgr. 19). Þá hefur jafnvel verið gert ráð fyrir að S3 með neitun komi
alls ekki fyrir í nútímaíslensku (t.d. Maling 1980:177, nmgr. 4).
Ekki er ljóst af fyrri umræðu hvort S3 með miðlægum atviksorðum
í aukasetningum hafi fyrst komið upp um 1600, t.d. fyrir erlend áhrif,
eða hvort sú orðaröð hafi verið möguleg þegar í fornmáli, síðar orðið
algengari um tíma - komist í tísku, ef svo má segja - þar til S3 þótti af
einhverjum ástæðum ekki lengur eftirsóknarverð eftir 1850. Athugun
Heycock & Wallenbergs (2013) gefur til kynna að í elsta máli finnist
örfá dæmi um S3 í umhverfi hliðstæðu (2) að ofan og fleiri dæmi af
sama tagi á 15. öld. S3 virðist því ekki beinlínis vera nýjung í íslensku
á 17. öld; möguleikinn hafi verið fyrir hendi í eldra máli þó að hann
hafi e.t.v. verið sjaldnar nýttur.8
6 Heycock & Wallenberg (2013) sýna ekki dæmi en (2) og (3) eru úr sömu
málheild og þau notuðu; fyrra dæmið úr ævisögu Jóns Steingrímssonar,
setn. nr. „138.1081", það síðara úr Vídalínspostillu, setn. nr. „1001" (sjá
Wallenberg o.fl. 2013 og tilv. þar).
7 1 dönsku er S3 almennt talin sjálfgefin orðaröð í aukasetningum. Sú röð
tók jafnt og þétt við af S2 en S3 varð ekki ríkjandi fyrr en undir lok 17.
aldar (sbr. Sundquist 2003:240).
8 Einmitt slík léttvæg formgerðarleg áhrif (breytingar á mynstrum/tíðni)
telur Thomason (2001:70-71) leiða af vægum erlendum áhrifum, sem fela
einnig í sér sérhæfð inntaksorð og kerfisorð, þ.e. annað stig af fjórum á