Orð og tunga - 01.06.2014, Side 20
8
Orð og tungn
Færð hafa verið rök fyrir því að í nútímaíslensku sé S3 á einhvern
hátt „afbrigðileg" orðaröð og hana sé helst að finna í setningum þar sem
dregnar eru upp andstæður til áherslu, einkum í tilvísunarsetningum,
sbr. (4). Annars sé notkun S3 yfirleitt mjög takmörkuð, t.d. í skýringar-
setningum, sbr. (5) (sjá ítarlega umfjöllun hjá Ásgrími Angantýssyni
2001, 2011:64-72).
(4) Jón sagði margt áhugavert en áhugaverðast var það sem hann ekki
sagði
(5) *María hélt að hann ekki segði sannleikann
Eins og rakið er í mörgum þeim ritum sem vitnað er til hér að ofan
hefur sú tilgáta verið sett fram að „afbrigðileiki" S3 í íslensku sé engin
tilviljun og að ríkuleg sagnbeyging í íslensku, ólíkt t.d. dönsku, leiði
til þess að S3 gæti aldrei orðið hin ómarkaða orðaröð. Þetta er þó ekki
óumdeilt og samræmist fremur illa háu hlutfalli S3 í sumum textum.
Slík tengsl beygingarfræðilegra og setningafræðilegra atriða kunna
þó að skýra það að S3 hafi ekki steypt S2 af stóli (sbr. Heycock &
Wallenberg 2013) en því fer fjarri að fullreynt sé að það leiði ekki af
almennari þáttum í máltöku.
3.2 Textasöfn
Fyrri rannsóknir hafa einkum miðast við formlega texta sem margir
standa býsna fjarri daglegu máli (sjá t.d. Elspafi 2012). Nýrri athugun
á safni sendibréfa og úrvali blaða- og tímaritstexta er ætlað að bæta hér
úr að nokkru með samanburði á ólíkum textagerðum, sbr. (6) og (7).
(6) Blöð og tímarit (1800-1850,1875,1900); um 450 þúsund lesmálsorð
(7) Safn sendibréfa frá 19. öld; um 900 þúsund lesmálsorð
Vert er að hafa í huga að athugunin er enn á frumstigum, m.a. vegna
þess að textasafnið er aðeins tilbúið að hluta og enn vantar bak-
grunnsupplýsingar um marga málhafa. Blaðatextarnir eru fengnir úr
safni Landsbókasafns-Háskólabókasafns á Tímarit.is.* * * * 91 þessari fyrstu
styrkleikaskala hennar. Ætla má að þetta eigi við um mál menntamanna
á umræddu tímabili, 1600-1850, þó að máltengsl hafi e.t.v. verið minni
almennt séð. Ekki er þó hægt að útiloka sterkari áhrif máltengsla á alþýðu
í formi keðjuverkunar í gegnum menntamenn og ritað mál.
9 Eg þakka Ástu Svavarsdóttur fyrir aðgang að þessum textum á rafrænu
formi. Um er að ræða leiðréttan texta tímarita úr stafrænu safni Lands-
bókasafns Islands - Háskólabókasafns (sjá töflu 7 í viðauka). Einnig lagði