Orð og tunga - 01.06.2014, Page 21
Heimir Freyr: Afstaða sagnar til neitunar á 19. öld
9
atrennu er einungis notast við afmarkað úrval frá ólíkum tímum en
ætlunin er að síðar verði fleiri textar athugaðir yfir samfellt tímabil.
Málnotkun í blöðum og tímaritum er fremur formleg og textarnir eru
einkum skrifaðir af menntamönnum. Því er líklegt að þeir endurspegli
að verulegu leyti opinber (eða hálf-opinber) málviðmið á 19. öldinni.
Bréfin eru flest skrifuð á 19. öld af körlum og konum, yfirleitt
óskólagengnum, frá ólíkum landshlutum (sjá Harald Bernharðsson &
Jóhannes Gísla Jónsson 2012). Enn er verið að bæta við safnið en þar
eru nú alls 1639 bréf, þar af 1416 bréf frá 19. öld. Frá ofanverðri 19. öld
og upphafi þeirrar 20. er einnig að finna bréf Vestur-íslendinga.
3.3 Afmörkun málbreytunnar
Fyrri rannsóknir á S3 í íslensku hafa tekið mið af umhverfi þar sem
sýnilegt frumlag stendur fremst í aukasetningu og neitun eða miðlægt
atviksorð fer á undan persónubeygðri sögn. Til þess að einfalda sam-
anburð verður hér aðeins miðað við afstöðu persónubeygðrar sagnar
og neitunar, sbr. (8).
(8) a' ^Aðalsetn. Lkasetn. ^limlag - SÖgtl^ - neitUU ] ] S2
ÍAóalsetn. Í-Aukasetn. frumlag - neitun - sögn^ ] ] S3
Notað var forritið AntConc (Anthony 2012) til þess að sækja setningar
með neitun (ekki, ei, eigi o.s.frv.) og dæmin voru síðan greind hand-
virkt. Til þess að finna allar ritmyndir í textasöfnunum (t.d. eckji, ekge,
eii, ej) var AntConc látið útbúa vélrænan orðalista sem farið var yfir
handvirkt.
Ofangreind afmörkun er venjulega réttlætt með því að breytileiki
milli S2 og S3 komi aðeins fram ef frumlag er fremst. Nauðsynlegt er
hins vegar að réttlæta þá afmörkun á forsendum 19. aldar. Það kemur
nefnilega á daginn að afmörkun við frumlag (í aukasetningu) er e.t.v.
ekki jafn sjálfgefin og ætla mætti að óathuguðu máli. í (9)—(10) eru
sýnd frávik frá umræddri reglu en þau eru fátíð:10
ég til inngangsorð allra árganga Ármanns á Alþingi.
10 Vitnað er til sendibréfa með upplýsingum um ritunartíma, kyn og aldur
bréfritara. Við tilvitnun í tímarit er aðeins skráð útgáfuár.