Orð og tunga - 01.06.2014, Síða 26
14
Orð og tunga
4.2 Sendibréf á 19. öld
Olíkt opinberu og tiltölulega formlegu máli blaða- og tímaritstexta er
þess að vænta að almennt sýni (persónuleg) sendibréf ýmis málfarsleg
einkenni sem staðlaðir og ritstýrðir textar þegja um (sbr. Elspafí 2012).
Til þess að meta áhrif málstöðlunar er því nauðsynlegt að bera slíka
texta saman við útgefin rit sem líklegri eru til að fylgja ákveðnum
viðmiðum.
Sláandi munur kemur fram á notkun S3 þegar sendibréf eru borin
saman við textana sem lýst var hér á undan. I bréfunum verður lítil
breyting á hlutfallslegri tíðni S3 alla öldina: hlutfallið er um 10%, sbr.
töflu 4.15 Mikilvægt er þó að hafa í huga að bréfasafnið inniheldur enn
sem komið er mjög fá bréf frá fyrri hluta aldarinnar.
Tímabil S2 S3 Hlutfall S3
1800-1850 199 18 8,3%
1850-1875 1118 130 10,4%
1875-1900 964 126 11,6%
Tafla 4. Breytan S2/S3 í sendibréfum á 19. öld
Dreifing eftir setningafræðilegu umhverfi, sbr. töflu 5 og mynd 2,
sýnir að skilyrði fyrir S3 eru talsvert ólík því sem gerist í nútímamáli.
Eins og í blöðum og tímaritum er S3 tíðust í tilvísunar- og spurnar-
setningum, líkt og nú er. S3 er hins vegar síst að finna í atviks- og
skýringarsetningum, þó að hlutfall S3 í skýringarsetningum sé býsna
hátt á tímabilinu 1850-1875, eða tæp 12%, í ljósi þess hve illa S3 geng-
ur þar í nútímamáli. Dæmi eru sýnd í (13)—(14).
Tegund aukasetningar 1800-1850 1850-1875 1875-1900
Atvikssetningar 6,7% (7/104) 8,0% (51/641) 13,6% (71/523)
Tilvísunarsetningar 30,8% (4/13) 16,9% (12/71) 21,5 (14/65)
Skýringarsetningar 5,3% (5/95) 11,6% (55/474) 7,3% (34/465)
Spurnarsetningar 40,0% (2/5) 19,4% (12/62) 18,9% (7/37)
Tafla 5. Hlutfall S3 af heildardæmafjölda eftir tegund aukasetningar.
15 Munurinn á tímabilunum þremur er tölfræðilega ómarktækur, þ.e. dreif-
ingin bendir ekki til þess að breyting hafi orðið; kí-kvaðratspróf Pearsons
á töflu 4 sýnir að p-gildi = 0,3238. Munur innan hvers tímabils er einnig
fjarri því að vera tölfræðilega marktækur.