Orð og tunga - 01.06.2014, Page 30

Orð og tunga - 01.06.2014, Page 30
18 Orð og tungn hefi eg óvíða fundið líka orðaskipun. Þó því bregði fyrir á einstöku stað, eins og jeg man eptir t. a. m. á einum stað í Eglu, þá tel eg lík- legra að ritarar hafi víxlað þar orðunum, en að þau standi svo skip- uð í frumritinu. (Sigurður Gunnarsson 1878:10) Dæmi Sigurðar eru á ýmsa lund og með þeim slæðast dæmi sem að betur athuguðu máli tilheyra ekki málbreytunni.18 Færa má sterk rök fyrir því að um þetta leyti, á síðasta fjórðungi 19. aldar, sé raunverulega fyrst „tekin ákvörðun" um að gera S3 brottræka úr staðalmálinu. Um þetta vitnar ákaflega mikilvæg en vannýtt heimild: verkefni skólapilta við Lærða skólann í Reykjavík (sjá Braga Þorgrím Ólafsson 2004). Á Þjóðskjalasafni íslands eru varð- veitt prófverkefni úr ýmsum greinum frá tímabilinu 1846-1904 með leiðréttingum þess sem fór yfir, bæði á málfari og stíl. Það er merki- legt við þessi gögn að yfirleitt kemur fram hver leiðrétti og þennan einstæða brunn mætti nýta til þess að kafa dýpra ofan í mótun mál- stefnu á síðari hluta 19. aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Eg hef kannað efni í þessu safni, m.a. verkefni frá ólíkum tímum sem nefnast íslenskur stíll, sem (yfirleitt) eru þýðingar úr dönsku á íslensku, og íslenskar ritgerðir, þ.e. frjáls ritun um ákveðið efni. Eg athugaði skipulega þessar tvær tegundir verkefna frá árunum 1847- 48, 1852,1855,1860,1875 og 1890 og skráði hjá mér allar leiðréttingar á málfræðilegum atriðum. Niðurstaða mín af þessari athugun er sú að a.m.k. fram til 1875 hafi ekki verið amast við notkun S3, enda þótt slík orðaröð væri býsna algeng frá upphafi bæði í íslenskum stílum og ritgerðum nemenda. Fyrstu merki sem ég hef fundið um að litið sé á S3-orðaröð sem málvillu eru frá 1882 og árið 1890 er orðaröðin líka leiðrétt, eins og sjá má á myndum 3 og 4. Á báðum myndum sjást leiðréttingar Halldórs Kr. Friðrikssonar. I þessu sambandi er rétt að nefna að Halldór Kr. er sagður hafa haft gríðarmikil áhrif og „brýndi svo rækilega fyrir nemendum að varast tilteknar málvillur að þær sáust vart í ritum 18 I fyrsta lagi er um að ræða stílfærslu (sjá t.d. Maling 1980) sem Jakob Jóh. Smári (1920) telur einnig til S3: (i) líka fyrir manninn, sem í raun og veru hefur unnið verkið (Jakob Jóh. Smári 1920:258) (ii) sem svo víða hefir vel vandað (Sigurður Gunnarsson 1878:10) Greiningin byggist sennilega á því að sem sé tilvísunarfornafn og gegni hlutverki frumlags í setningunni. Sigurður (1878:10) gengur lengra og gagnrýnir orðaröð þar sem atviksliðir fara á undan sögn óháð því hvort um auka- eða aðalsetningu er að ræða, sbr. og maður svo hins vegar væri viss um; en aptur var vel kunnugur þeim og hann að maklegleikum á.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.