Orð og tunga - 01.06.2014, Page 103
Vanessa Isenmann: Computer-mediated communication
91
Urban dictionary. http://www.urbandictionary.com. (02.11.2013)
Winford, Donald. 2003. An Introduction to Contact Linguistics. Oxford: Black-
well.
Wright, Kevin & Lynn Webb. 2011. Computer-Mediated Communication in Per-
sonal Relationships. New York: Peter Lang.
Lykilorð
netsamskipti, íslenska, málbrigði, Intemet
Keywords
computer-mediated communication, Icelandic, language variety, Intemet
Útdráttur
Á undanfömum árum hefur þróast á Islandi eins og víða annars staðar sýndarveru-
leiki til hliðar við raunveruleikann og í gagnkvæmum tengslum við hann. Intemetið
hefur vaxandi áhrif á líf Islendinga með þeim samskiptamöguleikum sem það býður
upp á. Aukið mikilvægi samskipta gegnum rafræna miðla hvetur til rannsókna á
málnotkun við nýjar aðstæður. Því hefur verið haldið fram að netsamskipti (e. com-
puter-mediated communication, CMC), þ.e.a.s. (gagnvirk) samskipti með stafrænum
rafeindatækjum eins og tölvum og símum, samræmist ekki venjulegum viðmiðum
ritmálsins þar sem málnotkunin lagi sig að nýjum möguleikum og takmörkunum.
Markmið greinarinnar er að gefa innsýn í íslensk netsamskipti. Áthugunin bygg-
ist á safni færslna úr virkum Facebook-hópi og valin dæmi úr efninu varpa ljósi á
ýmis einkenni slíkra samskipta á íslensku. Meðal þeirra eru einkenni sem gjaman
eru tengd talmáli svo sem ensk lán, bæði stök orð og frasar, og upphrópanir. Einnig
birtast einkenni sem endurspegla aðferðir til þess að koma til skila í riti hljómrænum
og myndrænum þáttum munnlegra tjáskipta, t.d. tónfalli, áherslum og svipbrigðum,
auk atriða sem spretta af þörf á að einfalda og flýta fyrir ritun. Þar sem margir þess-
ara þátta víkja frá því sem hefur tíðkast í ritmáli almennt er því haldið fram að net-
samskipti leiði til nýs afbrigðis af ritaðri íslensku.
Vanessa Monika Isenmann
Islensku- og menningardeild
Háskóla íslands
Arnagarði v/Suðurgötu, 101 Reykjavtk
vmi@hi.is