Orð og tunga - 01.06.2014, Page 108
96
Orð og tunga
íslenskra háskóla beinum orðum" hljóti það þó að vera „frumskilyrði
þess að háskólar geti styrkt innviði íslensks samfélags". Þar lýsir ís-
lensk málnefnd viðhorfi sínu til stöðu íslensku í háskólastarfi þannig:
An traustrar stöðu tungumálsins stendur samfélagið völtum
fótum sem íslenskt samfélag og innviðirnir fúna. Hlutverk
háskóla samkvæmt [lögum um háskóla] er meðal annars að
stuðla að miðlun þekkingar og færni til samfélagsins alls.
Þar öðlast nemendur menntun á flestum sviðum vísinda og
tækni og dreifast að námi loknu um þjóðfélagið allt til þess
að vinna að sérgreinum sínum og miðla vitneskju sinni til
samfélagsins. En þekkingu og færni verður ekki miðlað til
íslensks samfélags á öðru máli en íslensku ef sem flestir eiga
að geta nýtt sér það sem í boði er. íslenska þarf þess vegna að
vera nothæf í vísindum og fræðum og búa yfir öllum þeim
orðaforða sem nauðsynlegur er til þess að eðlileg samskipti
geti orðið á milli þess sem þekkinguna hefur numið og þess
sem tekur við henni. (íslenska til alls 2009:42)
Eins og fram hefur komið kveður 8. gr. Laga um stöðu íslenskrar tungu og
íslcnsks táknmáls á um að íslenska sé mál „skóla á öllum skólastigum".
Það er engum vafa undirorpið að orðalagið „öll skólastig" merkir að
háskólarnir eru hér engan veginn undanskildir.
Eigi að síður hljóta háskólarnir sökum sérstöðu sinnar að hafa
ákveðið svigrúm, og þá einkum í meistara- og doktorsnámi, til að
kenna einstök námskeið eða jafnvel heilar námsbrautir á öðru tungu-
máli. I íslenskri málstefnu (íslenska til alls 2009:48) er tilgreint sem
sérstakt markmið að ,,[í]slenska sé opinbert mál allra háskóla á ís-
landi og kennsla fari þar að jafnaði fram á íslensku". Um grunnnám
segir: „Kennsla í grunnnámi ætti öll að fara fram á íslensku, nema um
sé að ræða nám í erlendum tungumálum, og lokaritgerðir í grunn-
námi ættu einnig að vera skrifaðar á íslensku" og hvað varðar fram-
haldsnám er stefnan sú að: ,,[f]ramhaldsnám í háskólum á íslandi
verði að jafnaði á íslensku".
Af framansögðu er ljóst að Alþingi hefur á allra síðustu árum,
þ.e. í þingsályktun um íslenska málstefnu 2009 og í löggjöf um stöðu
íslenskrar tungu 2011, látið í ljósi skýran vilja og fyrirmæli um for-
gang íslenskrar tungu í íslensku háskólastarfi — jafnframt því sem
viðurkenndur er sá veruleiki að íslenska er ekki eina tungumálið sem
nota þarf og nota má í vísindum og háskólakennslu á íslandi.