Orð og tunga - 01.06.2014, Page 110
98
Orð og tungn
Háskólinn í Reykjavík er alþjóðlegt háskólasamfélag sem not-
ar alþjóðleg viðmið í rannsóknum, kennslu og stjórnun. HR
starfar markvisst með leiðandi erlendum háskólum og rann-
sóknastofnunum og leggur áherslu á að þjálfa nemendur í
alþjóðlegum samskiptum.
Hinir háskólarnir sex hafa, eins og fram hefur komið, samþykkt og birt
málstefnu sem er öllum aðgengileg á heimasíðu viðkomandi skóla:
Málstefna [Listaháskóla íslands], Málstefna Háskóla íslands, Málstefna
Háskólans á Akureyri, Málstefna Háskólans á Bifröst, Málstefna Hólaskóla
- Háskólans á Hólum, Málstefia Landbúnaðarháskóla íslands (Lbhí).
Við töldum áhugavert að fara í gegnum málstefnuskjölin sex og
leita eftir meginatriðum þeirra, hvar þeim bæri saman og hvar munur
væri á þeim. Helstu niðurstöður þessarar greiningar koma fram í töflu
2. Eins og fram hefur komið hefur HR ekki birt sérstaka skjalfesta
málstefnu og er skólinn því ekki með hinum sex skólunum í töflu 2.
Áhersluatriði í skráðri málstefnu HÍ HA HB HH LBHÍ LHÍ
íslenska aðaltungumál skólans X X X X X X
Erlendir starfsmenn læri íslensku X X X X X X
Greinarmunur gerður á kennslu- máli í grunn- og framhaldsnámi X X X X X
Áhersla á íslenskan íðorðaforða, íslenska málrækt X X X X X X
Kennarar og nemendur séu góðir í ensku og öðrum erl. málum X X X
Tryggja skal erlendum skipti- stúdentum næg námskeið á ensku X X
Námskeið haldin um ísl. tungu og menningu fyrir erl. skiptistúd. X
Skólinn þarf að geta boðið námskeið/námsleiðir á erl. málum X
Ætlast til að erl. nem. geti stundað nám sitt á íslensku X
Fleiri erlend mál en enska mikilvæg X
Koma skal til móts við þarfir nem. með erl. móðurmál í námsmati X
Tnfla 2. Áhersluatriði í málstefnuskjölum sex íslenskra háskóla.
Málstefnuskjöl skólanna sex tiltaka öll að íslenska sé aðaltungumálið
í viðkomandi skóla: