Orð og tunga - 01.06.2014, Side 118
106
Orð og tunga
staðar, er lögð rík áhersla á ritrýni allra fræðilegra skrifa; skrif á öðr-
um vettvangi eru lítils metin. Auk þess eru skrif á alþjóðlegum vett-
vangi að jafnaði meira metin en önnur skrif. Verk akademískra
starfsmanna við Háskóla íslands eru metin eftir Matskerfi opinberra
háskóla. Þar eru, svo dæmi sé tekið, veitt 15-20 stig fyrir grein í tíma-
riti á alþjóðlegum lista Thomson Reuters Web of Knowledge (ISI Web of
Knowledge) eða í A- eða B-flokki á lista European Research Indexfor the
Humanities (ERIH). Ritrýndar greinar birtar annars staðar eru metn-
ar til 5-10 stiga. Hlutfall (12,5%) af launum allra akademískra starfs-
manna rennur í sérstakan sjóð (Vinnumatssjóð eða Ritlauna- og rann-
sóknasjóð prófessora) sem greitt er úr einu sinni á ári í samræmi við
rannsóknavirkni sem mæld er í rannsóknastigum. Þessar greiðslur
geta verið umtalsverðar, oft jafngildi einna til tvennra mánaðarlauna.
Tilgangur þessa fyrirkomulags er vitanlega að örva rannsóknavirkni
en um leið ræður það miklu um val birtingarvettvangs og þar með
einnig tungumáls því að afar erfitt er að fá skrif á íslensku metin í efsta
flokki. Bókaforlög í efsta matsflokknum gefa ekki út bækur á íslensku
og nauðafá tímarit í efstu matsflokkunum birta greinar á íslensku.
74,3 79,0 77,6
70 66,5 67.4 70,2
■"His
—íilenska
40 30 31,0 30.4 26,8 23,3 27,7 enska
19,6
*"*
2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011
Mynd 6. Tungumál tímaritsgreina í Háskóla íslands 2005-2011.
3.2 Doktorsritgerðir
Háskóli Islands var stofnaður árið 1911 og er elsti og jafnframt lang-
stærsti háskólinn á Islandi. Fyrsta doktorsritgerðin var varin 1919 en
doktorsvarnir voru fáar lengi framan af og þegar Háskóli íslands fagn-
aði hálfrar aldar afmæli sínu 17. júní 1961 höfðu aðeins verið varðar
þar 25 doktorsritgerðir (Guðni Jónsson 1961:129). Doktorsritgerðum
við Háskóla íslands tók þó að fjölga verulega eftir aldamótin 2000
eins og nánar verður greint frá hér á eftir.
Aðeins þrjár doktorsritgerðir voru varðar við Kennaraháskóla ís-