Orð og tunga - 01.06.2014, Page 129
Ari Páll og Haraldur: íslenska og enska í háskólastarfi
117
2004 og hefur síðan fjölgað verulega og voru 46 talsins haustið 2010.
Þeir leggja einkum stund á náttúruvísindi.
Erlendum skiptistúdentum í íslensku háskólunum fjölgaði um ríf-
lega 500% á tímabilinu 1996-2010, þ.e. úr 126 á ári í 656 á ári, nokkuð
jafnt og þétt allan tímann.9 Um tveir þriðju hlutar skiptistúdenta á
Islandi koma á vegum Erasmus-áætlunarinnar. Framan af tímabilinu
1996-2010 stunduðu erlendir skiptistúdentar oftast nám í Háskóla
Islands og Kennaraháskóla Islands (samtals um 83% hópsins) en á
síðustu árum hefur hlutur sumra yngri háskólanna vaxið hlutfallslega
mjög mikið. Veturinn 2010-2011 sóttu um 16% skiptistúdentanna
nám í Háskólanum í Reykjavík, um 8% í Háskólanum á Akureyri og
um 7% í Háskólanum á Bifröst. Um 62% skiptistúdentanna voru þá í
(sameinuðum) Háskóla Islands.
Mynd 16. Nýnemar á doktorsstigi með erlent ríkisfang 1997-2010. Byggt er á tölum
Hagstofu Islands (Talnaefni).
Tölur Háskóla íslands sýna að erlendir stúdentar koma frá sífellt fleiri
löndum. Arið 2001 voru upprunalöndin 53 en áratug síðar, 2011, voru
þau 86 talsins.
Staða ensku sem háskólakennslu- og vísindatungumáls á alþjóða-
vísu kemur m.a. fram í því að hún verður fyrirferðarmeiri í kennslu,
ritgerðasmíð, rannsóknum og samskiptum í íslenskum og öðrum
norrænum háskólum enda þótt erlendir stúdentar, sem þangað leita,
komi alls ekki endilega frá „hefðbundnum enskumælandi svæðum".
Mynd 17, sem sýnir upprunalönd erlendra stúdenta á Islandi, sýnir að
ýmis lönd þar sem stór hluti landsmanna hefur ensku sem móðurmál
9 Þakkir til Óskars Eggerts Óskarssonar fyrir að útvega gögnin.