Orð og tunga - 01.06.2014, Page 137

Orð og tunga - 01.06.2014, Page 137
Kristín Bjarnadóttir: Beygingarlýsing íslensks nútímamáls 125 sýnir hve margar beygingarmyndirnar eru. Beygingarmyndir nafn- orðs eru allt að 16, án afbrigða, beygingarmyndir lýsingarorðs eru allt að 120, og sagnorðs allt að 107, ef hvergi eru göt í beygingardæmun- um.3 Hverri einstakri beygingarmynd í BIN fylgir greiningarstrengur eða mark, t.d. NF-ET fyrir nefnifall eintölu af nafnorði og GM-NH fyrir nafnhátt sagnar í germynd. Markamengið fyrir íslensku er stórt og í því eru yfir 700 mörk (Sigrún Helgadóttir 2012), enda eru beyg- ingarmyndirnar margar. Beygingarkerfið er líka talsvert flókið, þar sem beygingarendingar eru ekki einræðar. Sama beygingarendingin getur verið birtingarvísir fyrir fleiri en eina formdeild og í fleiri en einum orðflokki, og sama formdeildin getur birst sem meira en ein beygingarending. Beyging- arendingin -a er t.d. birtingarvísir margra beygingarformdeilda í öll- um orðflokkum (Eiríkur Rögnvaldsson 1990:23) og endingin í eignar- falli eintölu af sterkum karlkynsorðum með nefnifallsendinguna -ur getur verið -s eða -ar, t.d. hundur, hunds; köttur, kattar. I umfjöllun um íslenska beygingarkerfið er almennt litið svo á að orð flakki á milli beygingarflokka þegar tilbrigði eru í beyging- armyndum. Sögnin fela er þannig ýmist veik (þt.faldi) eða sterk (þt. fól) og nafnorðið grein er ýmist greinar eða greinir (1. og 2. flokkur kvenkynsnafnorða, skv. Valtý Guðmundssyni 1922:62). Við gerð BIN var sú leið farin að setja upp beygingardæmi fyrir hvert orð fyrir sig í einu lagi, þannig að í hverju beygingardæmi birtust öll afbrigði í einu sem hluti af heildarmynstri fyrir orðið. Hvert beygingardæmi er því ein heild en ekki tilvísun í marga beygingarflokka eftir því sem afbrigði gefa tilefni til. Beygingardæmin í BIN byggjast samt á nefnimyndum (eða uppflettimyndum) þannig að afbrigði í nefnimynd skilja á milli beygingardæma. Orðin sannleikur og sannleiki eru t.d. tvö beygingardæmi, þó að málnotendur blandi beygingunum saman á mjög áhugaverðan hátt.4 I hverjum beygingarflokki í BIN eru öll afbrigði sem birtast í orði tekin með og því er beygingarflokkur einungis mengið af þeirn beygingarreglum sem þarf til þess að búa til beygingardæmi fyrir orð, eitt eða mörg, eftir því sem verkast vill. Þessi regluknippi sem standa að baki beygingarflokkunum hafa í sjálfu sér ekki fræðilegt gildi (sjá Asta Svavarsdóttir 1993) en þau eru tól til að halda utan um flókin gögn. 3 Þama vantar samt spurnarmyndir sagna, t.d.ferðu.fórslu o.s.frv. 4 Tíðnitölur benda til þess að sterka beygingin sé notuð í nefnifalli en veika beygingin í aukaföllunum: sannleikurinn er sagna bestur; í sannleika sagt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.