Orð og tunga - 01.06.2014, Page 153
Jónína Hafsteinsdóttir
Þveit
Suðvestan við Ketillaugarfjall í Nesjum, A-Skaftafellssýslu, er stöðu-
vatn sem nefnt er Þveit, eitt stærsta stöðuvatn sýslunnar. Hálend eyja
er í Þveitinni, nefnd Rauðhamar (Byggðasaga 11971:239). Þetta örnefni
er hvergi til annars staðar á Islandi svo vitað sé en það er þekkt í
nágrannalöndum.
Merking orðsins tveit (þveit 'lítill landskiki' í fornu máli) er í ný-
norsku 'grasflöt í skógi eða á milli kletta' eða 'slægjustykki í skógi'.
Tveit (<Þveit) er algengt í norskum bæjanöfnum. Það kemur fyrir um
200 sinnum sem ósamsett bæjarnafn og tvöfalt fleiri dæmi eru um það
sem síðari lið í samsettum nöfnum (-tveit, -tvet o.fl.). Þá er það notað
í meira en 80 seljanöfnum svo kunnugt sé og er ósamsett í fjórðungi
þeirra. Hins vegar er þetta sjaldgæft sem fyrri liður samsettra gamalla
bæjanafna (Tveit-, Tveitar-). Flestir þessara bæja munu vera frá vík-
ingatíma, jafnvel eldri. Fyrri hluti samsettra bæjanafna er oftast
mannsnafn eða viðurnefnþ stundum guðsheiti (Frni/s-, Tors-, UU-), en
dæmi eru þó um fyrri liði af öðru tagi. Kristin mannanöfn koma ekki
fyrir. Sé útbreiðsla nafnanna í Noregi skoðuð kemur í ljós að þau eru
algengust á svæðinu frá Þelamörk til Hörðalands. I þessum tveim-
ur fylkjum er t.d. meira en helmingur ósamsettu nafnanna. Fá nöfn
eru á Vestur-Ogðum sem þó eru ekki fjarri hinum fylkjunum. Ríflega
30 ósamsett nöfn eru á Austlandi (í Akurshúsfylki, á Austfold, Heið-
mörk og Upplöndum) en athygli vekur að umræddur nafnliður er
nánast óþekktur norðan Sognsfjarðar. Annar algengur liður í norsk-
um bæjanöfnum er -rud og merkir svæði sem rutt hefur verið í skógi
til ræktunar eða byggingar, í fornu máli ruð, af so. ryðja. Nöfn með
endingunni -ruð koma ekki fyrir á Islandi. Nafnliðirnir -tveit og -rud
Orð og tunga 16 (2014), 141-147. © Stofnun Ama Magnússonar í íslenskum
fræðum, Reykjavík.