Orð og tunga - 01.06.2014, Page 172

Orð og tunga - 01.06.2014, Page 172
160 Orð og tunga Tólfta ráðstefna Norræna orðabókarfræðifélagsins í Osló 13.-16. ágúst 2013 Ráðstefna Norrænna orðabókarfræðifélagsins (Nordisk forening for leksiko- grafi), hin 12. í röðinni, var haldin í Osló dagana 13.-16. ágúst 2013. Fram- kvæmd ráðstefnunnar var í höndum norska málráðsins, Sprákrádet, og Institutt for lingvistiske og nordiske studier við Oslóarháskóla. Ráðstefnan var haldin í nýjum og glæsilegum húsakynnum vísindagarða háskólans, Forskningsparken. Þáttakendur voru um 90 talsins frá öllum Norðurlönd- unum. Ráðstefnan fór fram í tveimur málstofum og alls voru flutt um 40 erindi. Efni erindanna var margvíslegt og varðaði bæði fræðilega og hagnýta hlið orðabóka og orðabókargerðar, m.a. efnisafmörkun og val flettiorða, gerð og notagildi málheilda í orðabókarlegu samhengi, gagnagrunna sem greining- arumhverfi og nýjungar í gerð stafrænna orðabóka. Þá var gerð grein fyrir ýmsum verkefnum á veggspjöldum, þ. á m. var lýsing á Islex sem Hall- dóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir stóðu að. Norsk orðabókargerð var að vonum fyrirferðarmikil, en nú fer senn að ljúka hinu stóra og mikla orðabókarverki um nýnorsku og norskar mállýskur, Norsk ordbok, og verið er að móta yfirgripsmikið verk um bókmálið. Aðalfyrirlesarar voru Arleta Adamska-Salaciak frá Háskólanum í Poznan í Póllandi en erindi hennar bar yfirskriftina „Sameness of meaning in a bilingual dictionary", Lars Trap- Jensen frá Det Danske Sprog og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn en hans erindi nefndist „Leksikografisk tradition og fornyelse: digital revolution eller organisk reformisme?" og Victoria Rosén frá Háskólanum í Bergen sem nefndi erindi sitt „Samspillet mellom leksikon og syntaks". Þátttakendur frá íslandi voru venju fremur fáir að þessu sinni. Framlag til dagskrárinnar af Islands hálfu var auk kynningar Halldóru og Þórdísar erindi Jóns Hilmars Jónssonar sem hann nefndi „Semantisk nærhet og syno- nymi i parataktisk og paradigmatisk perspektiv". Þá ber að nefna að Anna Helga Hannesdóttir frá Háskólanum í Gautaborg flutti erindi um v?al og hlutverk notkunardæma í Islex. Aðalfundur orðabókarfræðifélagsins var haldinn í lok ráðstefnunnar þar sem kosin var ný stjórn félagsins. Nýkjörinn formaður, Henrik Hovmark frá Nordisk Forskningsinstih.it við Háskólann í Kaupmannahöfn, boðaði síðan til næstu ráðstefnu félagsins í Kaupmannahöfn vorið 2015. Osló skartaði sínu fegursta þessa sumardaga og skipuleggjendur lögðu sig fram um að gera ráðstefnugestum dvölina sem eftirminnilegasta. Jón Hilmar Jónsson jhj&hi.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.