Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 6
Náttúrufræðingurinn 78 hafa fjölmörg hraun runnið frá gossprungum í Öskjukerfinu. Stór hluti þess svæðis sem gengur undir nafninu Ódáðahraun er þakið hraunum frá Öskjukerfinu. Norður af Dyngjufjöllum er að finna sjö skjaldlaga hraundyngjur af ýmsum aldri og misstórar. Engar dyngjur eru sunnan Dyngjufjalla en nokkru vestar, innan marka Bárðarbungu- eldstöðvakerfisins, trónar hins vegar Trölladyngja. Er hún eitt helsta kennileitið á þessum slóðum. Gossaga Öskjukerfisins – rannsóknir Gossaga Öskjukerfisins frá ís - aldar lokum er einungis þekkt í grófum dráttum. Aðeins er hægt að tímasetja með vissu þau gos sem urðu á 19. og 20. öld. Árið 1874 hófst umbrotahrina í Öskju- kerfinu með skjálftavirkni og eldgosum.11–14 Í mars árið 1875 varð plínískt sprengigos í Öskju og olli miklum búsifjum á Jökuldalsheiði og í Jökuldal þar sem gjóskufallið var mest. Fín aska frá gosinu féll í Skandinavíu rúmum sólarhring eftir að það hófst. Frá febrúar fram í október sama ár rann hraun frá gígaröð í Sveinagjá um 40–65 km norðan Öskju, nefnt Nýjahraun. Könnunarferðir voru farnar meðan á þessum umbrotum stóð og er hægt með hliðsjón af lýsingum og mælingum að draga fram allskýra mynd af framgangi þeirra og áhrifum. Síðan lá eldvirkni niðri í Öskjukerfinu þar til hún tók sig upp að nýju á þriðja áratug 20. aldar. Á árabilinu 1921–29 gaus að minnsta kosti sex sinnum á sprungum, bæði umhverfis Öskju vatn og í suðurhlíðum Öskju. Mikil skjálftavirkni fylgdi þessum atburðum. Síðasta eldgos í Öskju var árið 1961. Þá rann hraun til austurs frá stuttri gígaröð (Vikraborgum) í Öskjuopi.12 Ekki eru traustar heimildir fyrir öðrum eldgosum í Öskjukerfinu eftir landnám. Í gömlum annálum eru nefnd nokkur gos, einkum á 14.–16. öld, sem mögulega má heimfæra til Dyngjufjalla.11 Ungleg hraun í Öskjulægðinni og hraun sem runnið hafa um Öskjuop benda til verulegrar gosvirkni á sögulegum tíma. Þótt langt sé í land að gossaga Öskjukerfisins sé þekkt hefur talsverður árangur náðst við að aldursflokka hraunin sem því tilheyra. Ber þar fyrst að nefna rannsóknir Annertz og fleiri15 og Guðmundar E. Sigvaldasonar og félaga,16 en þeir skiptu hraunum á Öskjusvæðinu í aldursflokka með hjálp gjóskutímatals. Studdust þeir einkum við ljósu Heklulögin, H1, H3 og H4 (1. tafla). Í þessum rannsóknum aflaðist talsverð vitneskja um aldursdreifingu hrauna frá seinni hluta hólósen en um eldri hraun hefur ríkt óvissa. Einnig skal nefna rannsóknir Hartleys og félaga28,29 en líkt og fyrirrennararnir tímasettu þau gosmyndanir á Öskjusvæðinu með hjálp þekktra gjóskulaga. Benda rannsóknir þeirra m.a. til að megnið af þeim hraunum sem þekja Öskjulægðina séu frá 1. tafla. Helstu gjóskuleiðarlög sem við sögu koma í greininni (BP-aldur miðast við árið 1950). – The most important prehistoric tephra layers in the research area. BP, before 1950. Gjóskulag Tephra layer Aldur, ár BP Age, years BP Heimildir um útbreiðslu og aldur References Hekla-3 c. 3.000 3, 17 Hekla-4 4.200–4.300 3, 17, 18 Hekla-Ö 6.000–6.100 19 Hekla-5 c. 7.000 3 Saksunarvatnsgjóska / The Saksunarvatn tephra 10.200–10.300 20, 21, 22, 23 Askja-S (Skolli) 10.800–11.000 24, 25, 26 Vedde-gjóska / The Vedde tephra 12.100–12.200 27, 25, 22, 23 2. mynd. Gjóskulagið Askja-S suðvestan í fjallinu Kolli í Dyngjufjöllum (ljósbrúni hlutinn). Gjóskan er mest úr grófum loftbornum vikri. Dökk basísk gjóska er næst undir vikrinum. – The tephra layer Askja-S near Kollur in the Dyngjufjöll massif (the light- brownish part). The tephra, mostly composed of coarse grained pumice, overlies a thick deposit of basaltic ash. Ljósm./Photo: Magnús Á. Sigurgeirsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.