Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 8
Náttúrufræðingurinn 80 lengdar sinnar og einnig vegna þess að gossprungan þveraði farveg Jökulsár á Fjöllum í Jökulsárgljúfrum, nánar tiltekið við Hafragilsfoss. Í eystri gljúfurveggnum má sjá lóðrétta bergganga liggja upp í gígana.41 Suðurmörk Sveina- og Randar- hólagígaraðarinnar markast af tveimur gjallhólum sem standa upp úr hraunum frá Fremrinámum í svokölluðum Taglabruna. Heitir sá syðri Rauðhóll. Vera má að gígaröðin hafi náð sunnar þótt þess sjáist ekki merki. Um 1,5 km norðan gjallhólanna taka við Rauðuborgir sem er nokkuð samfelld gígaröð, tæplega 8 km löng (3. og 4. mynd). Stærstu gígarnir í Rauðuborgum eru Kofaborg, sem er syðst, þá Stóra-Rauðka og síðan Langa- Rauðka nyrst. Af þessum gígum er Langa-Rauðka langsamlega stærstur. Útbreiðsla hrauns frá Rauðuborgum er óljós þar sem yngri hraun liggja víða að gígaröðinni. Næst sunnan við þjóðveginn um Mývatnsöræfi (hringveginn) eru gjall- og klepragígar sem nefnast Vegasveinar. Norðan þjóðvegar heita gígarnir Sveinar. Þar eru m.a. Stóri-Sveinn og Litli-Sveinn og enn norðar Ytrisveinar eða 4. mynd. Gígar nyrst í Rauðuborgum (sjá 3. mynd), í baksýn eru Skógamannafjöll og Búrfell (lengst til hægri). – The northernmost craters of the Rauðuborgir crater row, viewed towards the South. Ljósm./Photo: Magnús Á. Sigurgeirsson. Norðmelsborgir. Þessir gígar sitja í sigdalnum Norðmelsgjá og fylgja honum. Gígaröðin liggur síðan áfram til norðurs að Jökulsárgljúfrum. Næst sunnan gljúfursins heitir Hraundalur. Rauðhóll er myndarlegur gjallgígur á gljúfurbrúninni. Gígaröðin heldur síðan áfram austan Jökuls- ár. Sjónnípa er rofinn gígur á eystri gljúfurbarminum og er góður útsýnisstaður yfir gljúfrin (5. mynd). Þá taka við Randarhólar, Syðsti- Randarhóll og Mið- og Ystu- Randarhólar. Norðan þeirra eru stórir gjallgígar sem heita Rauðhólar og Kvensöðull. Þaðan heldur gígaröðin síðan áfram slitrótt til norðurs. Á Öxarfjarðarheiði eru allmiklir gígar sem heita Rauðhólar og er hraunið frá þeim almennt nefnt Kerlingarhraun. Hér á eftir verður það hraun talið nyrsti hluti Sveinahrauns. Stuðst er við rit þeirra Sigurvins Elíassonar,43 Theodórs Gunnlaugssonar44 og Péturs Jónssonar (örnefnaskrá).45 Að sjá er Sveinahraun heldur veðrað og máð og ber með sér að vera gamalt. Ýmsir hafa gert tilraunir til að áætla aldur hraunsins og gígaraðarinnar. Samkvæmt rannsóknum Sigurðar Þórarins- sonar41,46 er Sveina- og Randar- hólagígaröðin meira en 6.000 ára gömul. Rauðhóla- og Hljóða kletta- gígaröðina í Vesturdal, um 9 km vestar, telur hann vera meira en 8.000 ára gamla. Þeir gígar eru mjög vatnsrofnir og máðir enda í farvegi Jökulsár. Hraunið frá gígunum er jafnframt mjög rofið og sundurslitið. Þessi gígaröð hefur verið talin á líkum aldri eða lítillega eldri en Sveina- og Randarhólagígaröðin. Bendir flest til þess að hún tilheyri fremur Fremrinámakerfinu en Öskjukerfinu.7,47 Sigurvin Elías son43 telur hraunin í Randarhólum og Rauðhólum vera allt að 9.000 ára gömul með hliðsjón af gjóskulögum. Halldór G. Pétursson48 telur að á Kerlingarhrauni á Öxarfjarðarheiði sé að finna Saksunarvatnsgjóskuna, sem er um 10.300 ára gömul. Í hand- og ferðabókum frá síðustu árum er Sveina- og Randar- hólagossprungan ýmist talin um 6.000, 8.000 eða 9.000 ára gömul.49– 51 Aldur hraunsins hefur því lengi verið talsvert á reiki. Aðferðir Fyrir útgáfu nýs jarðfræðikorts hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) af Norðurgosbelti var lagt í talsverða kortlagningarvinnu og fór fyrri áfangi þess verks fram árin 2011 og 2012. Unnið var á svæði sem markast af Herðubreiðarfjöllum í suðri og Melrakkasléttu í norðri. Eitt af markmiðunum var að bæta tímasetningar á hraunum með því að nota gjóskulagatímatal. Jarðvegssnið voru grafin fram í moldarbörðum og í hraunbollum þar sem taldar voru líkur á að finna gjóskulög.30 Verkfæri við þessa iðju eru einföld að gerð, skófla og múrskeið. Í sniðunum var dýpi niður á gjóskulögin mælt og síðan lýst hverju lagi. Þau einkenni sem helst er leitað eftir eru þykkt, litur, kornastærð og kornagerð. Einnig er mikilvægt að lýsa jarðvegsgerð og hvort merki eru um rof í sniðunum. Sýni voru tekin úr helstu gjóskulögum til frekari athugunar. Snið voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.