Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 2016, Qupperneq 12
Náttúrufræðingurinn 84 Gosið í Randarhólum hefur á sínum tíma haft mikil áhrif á rennsli Jökulsár á Fjöllum þar sem gígaröðin þveraði árfarveginn. Bergganga, aðfærsluæðar gíganna, má sjá í eystri gljúfurveggnum. Í hömrunum vestan megin í gljúfrinu sést að hraunið hefur fyllt upp í farveg sem var allt að 50 m djúpur. Áin hefur þá hrakist úr farvegi sínum og leitað annarra rennslisleiða. Sjá má í Hraundal vestan ár að hún hefur farið þar yfir hraunið og runnið um Hafragil, sem nú er þurrt. Sennilega hefur það orðið stuttu eftir að hraunið rann. Síðan gerist það, líklega í stórhlaupi, að áin færir sig aftur til austurs, á slóðir sem hún hefur haldið sig við æ síðan. Þar hefur hún skorið Randarhólagígaröðina og grafið út gljúfrið sem við þekkjum sem Jökulsárgljúfur. Svo er að sjá sem áin hafi á tímabili flæmst yfir hrauntunguna suður frá Syðsta- Randarhól en þó ekki rofið hana að neinu ráði. Vafalítið hefur myndun gljúfurs - ins við Hafragilsfoss tekið langan tíma, en vísbendingar eru þó um að gljúfursmíðin hafi verið komin vel á veg fyrir 9–10 þúsund árum. Á rofstalli í gljúfrinu um 20–25 m neðan við snið 1 er jarðvegur með gjóskulögum sem gefa dálitla innsýn í dýpkunarsögu þess (snið 5 og 6 á 9. mynd). Í sniðunum má sjá gjóskulögin Heklu-Ö (um 6.100 ára), Heklu-5 (um 7.000 ára) og að auki dökk gjóskulög þar undir. Neðst er sendinn jarðvegur. Út frá þykknunarhraða jarðvegs á milli Heklulaganna er dregin sú ályktun að rofstallurinn sé að minnsta kosti 9.000 ára gamall. Samkvæmt því hefur gljúfurmyndunin ofan við Hafragilsfoss verið komin nokkuð á veg fyrir þann tíma (þar er gljúfrið nú um 100 m djúpt). Bendir flest til að áin hafi grafið sig í gegnum Randarhólagígaröðina tiltölulega fljótlega eftir gosið. UMRÆÐA OG SAMANTEKT Framvinda umbrotahrinu í Öskju fyrir um 11 þúsund árum Eftir því sem best verður séð markar hraunrennslið frá Sveina- og Randarhólagígaröðinni upphaf hrinunnar. Ekki er þekkt hraun á Öskjusvæðinu frá þessum tíma en hins vegar er þar að finna stabba af basískri gjósku næst undir ljósum vikri úr Öskju-S og því ekki ólíklegt að eitthvert hraun hafi runnið (2. mynd). Sé það til er það væntanlega að mestu eða alveg hulið yngri hraunum og gosmyndunum. Hvort það gaus á allri gossprungunni samtímis í upphafi hrinunnar er ekki vitað en ekki er ólíklegt að hlutar hennar hafi verið virkir hverju sinni. Hugmyndir hafa verið settar fram um að gosið hafi byrjað nyrst á gígaröðinni en smám saman færst til suðurs eftir sprungusveimnum.41 Um sama leyti og sprungugosið eða skömmu síðar varð plínískt sprengigos í Öskju sem dreifði ljósri gjósku í miklu magni til norðurs. Askan lagðist m.a. yfir Sveina- og Randarhólagígana og hripaði niður í gjallið, eins og fyrr var lýst. Í Vegasveinum lagðist síðan dökk aska og gjall yfir ljósa gjóskulagið, líklega með upptök í gígnum Löngu-Rauðku nokkru sunnar. Í Randarhólum gaus aftur eftir stutt hlé og er kunnugt um bæði gjall og hraun frá þessum síðari fasa. Þykkt lag af basaltösku er að finna næst ofan á vikurlaginu Öskju-S í Dyngjufjöllum24 sem gæti samsvarað seinni gosfasanum í Randarhólum. Aldur Rauðhóla- og Hljóðakletta- gígaraðarinnar í Jökulsárgljúfrum var ekki kannaður sérstaklega en samkvæmt fyrri athugunum gæti hún verið af líkum aldri eða lítillega eldri en Sveina- og Randarhóla- gígaröðin. Ekki er hægt að útiloka að þetta gos tilheyri umbrotunum fyrir um 11 þúsund árum. Hvort það varð fyrir eða eftir gosið á Sveina- og Randarhólagossprungunni skal ósagt látið. Til að fá úr því skorið er frekari rannsókna þörf. Mat á rúmmáli gosefna Sjáanleg lengd gossprungunnar er um 75 km. Syðstu gígarnir eru um 55 km norðan Öskju en þeir nyrstu á Öxarfjarðarheiði (þ.e. Rauðhólar). Flatarmál Sveinahrauns er alls 184 km2 (að Kerlingarhrauni meðtöldu). Í rúmmál hraunsins er erfitt að ráða þar sem þykkt þess virðist vera mjög breytileg. Engin þversnið eru 10. mynd. Snið í gjallnámu í Vegasveinum (snið 4; 6. og 9. mynd). Sjá má öskulagið Askja-S næst ofan á gjallinu (merkt með rauðri pílu). Ofan á það hefur lagst fínkorna dökkgrá aska. – The tephra layer Askja-S from section no. 4 overlying scoria deposit from the Vegasveinar cones. Ljósm./Photo: Magnús Á. Sigurgeirsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.