Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 14
Náttúrufræðingurinn 86 í Sveinagjá, um 40–65 km norðan Öskju, og í mars sama ár varð mikið sprengigos í Öskju. Gosið í Sveinagjá hefur verið tengt kvikuhlaupum norður eftir sprungusveimi Öskju.13 Um það eru þó deildar meiningar. Talið er að öskjusigið sem fylgdi þessum atburðum, þ.e. myndun Öskjuvatns, hafi að mestu orðið á fyrsta ári umbrotanna en þó varað í nokkra áratugi.14 Óvíst er um öskjumyndun fyrir 11 þúsund árum en ekki er ólíklegt að öskjusig hafi orðið. Hefur sá möguleiki verið reifaður meðal jarðfræðinga og bæði Askja og Norðuraskja nefndar í því sambandi.9,24 Úr þessu hefur ekki fengist skorið enn sem komið er. Í 3. töflu er líkleg atburðarás goshrinunnar fyrir um 11.000 árum borin saman við Öskjueldana á 19. öld. Hraun frá 20. öld eru einnig tiltekin þótt hæpið sé að þau tilheyri sömu eldum. Samkvæmt útreikningum hefur komið upp um fimm sinnum meira af kviku í hrinunni fyrir 11 þúsund árum en í umbrotunum á 19. öld, þ.e. 3,5 km3 á móti um 0,66 km3.14 Samantekt Ein meginniðurstaða þessara athugana er sú að fengist hefur áreiðanleg tíma setning á Sveinahraun. Einnig kom í ljós að hraunið og gjóskulagið Askja-S eru samtíma myndanir, mynduð í sömu umbrotahrinunni í Öskjukerfinu fyrir um 11 þúsund árum. Út frá fyrirliggjandi gögnum er mögulegt að draga upp mynd af framvindu umbrotanna. Upphaf þeirra markast af myndun Sveina- hrauns sem rann frá 75 km langri gossprungu, kenndri við Sveina og Randarhóla, á norðurhluta Öskjukerfisins. Um svipað leyti varð basískt þeytigos í Dyngjufjöllum sem skildi eftir sig þykka öskustabba þar um slóðir. Næst gerist það að plínískt sprengigos verður í megineldstöð Öskjukerfisins og dreifir ljósum vikri til norðurs langt á haf út. Gjóskulagið er kallað Askja-S (Skolli) og lagðist m.a. yfir Sveina- og Randarhólagígaröðina. Líklegt er að öskjusig hafi orðið samfara gosinu en ekki hafi fundist þess ótvíræð merki. Eftir nokkurt hlé gaus aftur á stuttri gígaröð við Randarhóla. Í því gosi rann svolítil hrauntunga til suðurs og gjall dreifðist um næsta nágrenni. Mögulegt er að basískt þeytigos hafi orðið í Dyngjufjöllum um líkt leyti því að þar má finna basaltösku ofan á Öskju-S. Hvort Rauðhóla- og Hljóðaklettagígaröðin tilheyrir þessari sömu umbrotahrinu er ekki vitað en ýmislegt bendir þó til að svo hafi verið. Eins og ljóst má vera eru ýmsir þættir umbrotanna fyrir um 11 þúsund árum enn í móðu en þó má segja að fengist hafi sæmileg heildarmynd sem byggja má á við frekari rannsóknir. Gosvirkni, fasar Type of activity Öskjukerfi á 19. og 20. öld Activity in the 19th to 20th century Öskjukerfi fyrir 11 þúsund árum Activity 11.000 years ago Basaltgos, gjóskugos og hraungos. – Basalt eruptions, explosive and effusive activity. 1874–75, gjóskugos og einnig mögulega hraungos. – Volcanic activity in 1874–75. Gjóskugos í Öskju, gjóska undir Öskju-S. Óvíst með hraun. – Explosive activity in the Askja region. Plínísk virkni (kísilrík/súr kvika). – Plinian eruption, silicic tephra. Sprungugos á sama tíma. – Contemporaneous fissure eruption. Í mars 1875. Öskjuvikur (0,32 km3 reiknað sem berg)14 – Plinian eruption in March 1875. Gos í Sveinagjá (Nýjahraun) í febrúar 1875, 40–65 km norðan Öskju (um 0,34 km3).14 – Fissure eruption in February 1875 in Sveinagjá 40–65 km north of Askja. Gjóskulagið Askja-S myndast (um 1,5 km3 reiknað sem berg).24 – Formation of the Askja-S tephra. Sveinahraun rennur, 55–130 km norðan Öskju (um 2 km3). Rauðhólar -Hljóðaklettar? –Formation of the Sveinahraun lava 55–130 km north of Askja. Basaltgos, sprungugos (eftirhreytur). – Fissure eruptions, the waning phase. Gos í Sveinagjá (Nýjahraun) í apríl til október 1875 með hléum. Sprungugos í Öskju, 1921–29 (0,24 km3)14 og aftur 1961 (0,1 km3).12,14 – Fissure eruption in Sveinagjá in April to October 1875. Basalt eruptions in Askja and vicinity in 1921–29 and again in 1961. Seinni gosfasi í Randarhólum. Gjóskugos í Öskju, basaltaska leggst yfir Öskju-S. Óvíst um hraun. – A minor fissure eruption in the Randarhó- lar crater row and an explosive eruption in the Askja region. Öskjumyndun. – Formation of a caldera. Öskjuvatn myndast. – Formation of the Öskjuvatn caldera. Askja/Norðuraskja? – Possible formation of the Askja caldera or the Norðuraskja caldera. 3. tafla. Samanburður á umbrotahrinum í Öskjukerfi á 19. og 20. öld og fyrir um 11 þúsund árum. – Comparison of the Askja Fires in the 19th–20th century with the volcanic activity in the Askja volcanic system about 11.000 years ago.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.