Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 20
Náttúrufræðingurinn 92 oft fremur litlaus á að líta og því er leirblómið sérlega áberandi á slíkum botni. Á norsku heitir leirblómið mudderbunnsjørose eða ,leirbotns- særósʻ í beinni snörun, sem tengir tegundina við leirbotn á sama hátt og hið nýlega íslenska heiti. Í sjó er þessi tegund, eins og flestir sæfíflar, falleg á að sjá með langa arma sem sveiflast til og frá í leit að æti. Þegar upp úr sjó er komið krumpast sæfíflar iðulega saman, draga armana jafnvel inn og verða nær óþekkjanlegir. Leirblómið dregur sjaldan inn armana þegar það kemur úr sjó en verður slepjulegt á að líta (2. mynd). Það á til að kasta af sér örmunum en ekki er vitað hvaða tilgangi það þjónar. Pólrækja leBBeus polaris Rækjur tilheyra fylkingu liðdýra (Arthropoda) og undirfylkingu krabbadýra (Crustacea). Liðdýr eru fjölbreyttur hópur lífvera sem hefur aðlagast nánast öllum búsvæðum á landi, í ferskvatni og í sjó. Rækjur tilheyra ættbálki tífætlinga (Decapoda) en í þeim ættbálki eru einnig humrar og krabbar. Humrar og krabbar hafa aðlagast botnlífi en rækjurnar eiga mun auðveldara með að synda frá botninum.5 Í heiminum eru um 3.000 rækjutegundir og finnast þær bæði í ferskvatni og í sjó. Yfir 50 tegundir af Lebbeus- rækjum eru þekktar og finnast þær á ýmsu dýpi víðs vegar um heim.7 Pólrækja L. polaris (3. mynd) er ein af 25 rækjutegundum sem fundist hafa við Ísland (óbirt gögn frá Hafrannsóknastofnun). Fullvaxin pólrækja er venjulega 6–7 cm að heildarlengd en þó hafa fundist einstaklingar allt að 9 cm langir.10 Pólrækja er ljósbleik að lit með dökkar rendur á búknum en oft má einnig sjá rendur á fótum. Pólrækja er ekki nytjategund og hafa engar beinar rannsóknir verið stundaðar á henni við Ísland. Aðeins er kunnugt um fáeinar erlendar rannsóknir.11 Pólrækja hefur verið skráð í rækjuleiðöngrum Hafrannsóknastofnunar en þá veiðist hún stundum sem meðafli en hefur auk þess fundist við fæðugreiningu úr magasýnum ýmissa fiska (óbirt gögn frá Hafrannsóknastofnun). Fæðugreining hefur oft reynst nytsamleg við að athuga útbreiðslu tegunda þar sem afræninginn er yfirleitt veiddur á sömu slóð og hann étur bráðina.12 Hér við land hefur pólrækja oftast fundist út af Vestfjörðum og fyrir norðan landið (4. mynd), sem er kaldasta hafsvæðið við Ísland.13 Lebbeus- tegundir eru kaldsjávartegundir og finnast því yfirleitt í köldum (arktískum) sjó en einnig dýpra þar sem sjávarhiti er hærri. Pólrækja finnst á allt að 1.000 m dýpi en hefur oftast fundist á 30–300 m dýpi.10 Mesta dýpi sem hún hefur fundist 2. mynd. Leirblóm komið upp úr sjó. Þvermál þess er um 10 cm. – Bolocera tuediae, approximately 10 cm in diameter, on deck. Ljósm./Photo: Steinunn H. Ólafsdóttir. 1. mynd. Leirblóm á sandbotni. Sjá má litlar rækjur gægjast undan örmum þess og eina innan armanna. Hægra megin á myndinni er slöngustjarna af ætt Brisingidae. – Sea anemone Bolocera tuediae on a sand bottom. Small shrimps can be observed beneath the arms of the sea anemone and one within the arms. To the right is an asteroid belonging to the Brisingidae family. Ljósm./Photo: Hafrannsóknastofnun.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.