Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 27
99
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Á öldinni sem leið skapaðist lífleg
og oft hatrömm umræða um orsakir
og ástæður fyrir slæmu ástandi
skóga og annars gróðurlendis. Ábúð
og örtröð nefnist tímamótagrein
Hákonar Bjarnasonar fyrrverandi
skógræktarstjóra.21 Hákon lýsir
þar lélegu ástandi gróðurs og fer
ekki í grafgötur um að rekja
megi meginorsakir hnignunar og
eyðingar gróðurlendis til ósjálf -
bærrar nýtingar landsins í
aldanna rás. Ekki síst olli stjórnlítil
sauðfjárbeit skógareyðingu þar
sem beitin hélt niðri náttúrulegri
endurnýjun skóganna. Hákon
byggði sína grein á athugunum
sem hann gerði á nokkrum stöðum
á landinu og bendir í niðurlagi
greinarinnar á að til þess að fá
heildarmynd um stöðu gróðurfars
verði að fara fram kortlagning og
mat á ástandi þess á landinu öllu.
Um miðbik sjötta áratugarins hefjast
svo rannsóknir og síðar kortlagning
á gróðurfari landsins.22
Hæð og aldur birkis á Íslandi
Hæð, stærð og ævilengd birkis er
afar misjöfn. Hávaxna birkiskóga
er helst að finna inn til landsins
á Norðaustur- og Austurlandi. Í
Vaglaskógi í Fnjóskadal stendur
hæsta villta birkitré sem mælt hefur
verið (1. mynd). Það var 14,2 m
haustið 2016.
Til eru hávaxnir birkiskógar en
íslenska birkið telst þó hægvaxta,
er oftast lágvaxið og verður ekki
mjög gamalt. Árið 1989 var gerð
úrtaksrannsókn um hæð, vöxt og
aldur birkitrjáa og náði hún til
landsins alls. Meðalaldur í kjarri
(tré undir 2 m) reyndist 36 ár, í
lágvöxnum skógi (2–4 m) 47 ár,
og í hávöxnum skógi (tré yfir 4
metrum) 59 ár.23 Greind hafa verið
mun eldri tré. Elsta birkið sem
borkjarni hefur verið tekinn úr
til árhringjarannsókna stendur í
Hallormsstaðaskógi og reyndist 180
ára gamalt.24
Við rannsóknir á árhringjavexti
birkis á Norðurlandi (Vaglaskógi)
kom í ljós að jákvæð fylgni er
á milli árhringjabreiddar og
mánaðar meðalhita í júní og júlí.25
Í sams konar árhringjarannsókn
á Suðurlandi (Bæjarstaðarskógi)
sást að meðalhiti yfir alla sumar-
mánuðina (júní–ágúst) hafði háa
fylgni við árhringjavöxt.26
Fyrri skógarúttektir
Árið 1971 tóku Skógrækt ríkisins og
Skógræktarfélag Íslands höndum
saman við að undirbúa úttekt á
útbreiðslu og ástandi birkileifa í
landinu í tengslum við gerð lands-
áætlunar um skógrækt. Fyrsta
vettvangsúttektin fór fram sumrin
1972 til 1975 undir stjórn Hauks
Jörundarsonar búfræðings hjá
Búnaðarfélagi Íslands.27 Beitt
var nýjustu tækni þess tíma við
vettvangskortlagningu, það er loft-
ljósmyndun sem þá var að ryðja
1. mynd. Hæsta náttúrulega birkitréð sem mælt hefur verið á Íslandi stendur í Vaglaskógi
í Fnjóskadal. Haustið 2016 mældist það 14,2 m hátt. – The highest natural birch tree
measured in Iceland was 14.2 m in autumn 2016. It grows in Vaglaskógur forest in North
Iceland. Ljósm./Photo: Rúnar Ísleifsson.