Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 29
101
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
var um svæði vaxin ungu birki
sem ekki voru á kortum frá fyrri
úttektum. Hluti vandans lá í að
tilfærsla þeirra frá loftmyndum
yfir á flatarmálsrétt landakort og
þaðan yfir á stafrænt form hafði
oft í för með sér hliðrunarskekkju á
birkiskógakortinu. Gerð var tilraun
til að leiðrétta þessa skekkju með því
að hliðra birkisvæðum.38 Stuðst var
við myndgrunn sem gerður var úr
nýjum SPOT 5-gervitunglamyndum.
Þrátt fyrir þessar lagfæringar
reyndust kortin sem byggðust á
gömlu birkikortlagningunni ekki
nógu nákvæm. Þau sýndu ekki
nógu vel rétta stærð, lögun og
legu alls birkilendis á Íslandi og
nýttust því ekki sem áreiðanlegt
úrtaksþýði fyrir úrtaksúttektina. Því
var ákveðið sumarið 2010 að hefjast
handa við endurkortlagningu
allra náttúrulegra birkiskóga og
birkikjarrs í landinu og ljúka því
verki á fimm árum. Markmið
hennar voru að
• útbúa nýtt og uppfært kort af
birkiskógum og birkikjarri á
Íslandi og þá í betra samræmi
en áður við alþjóðlegar skil-
greiningar á skógi og öðru viði
vöxnu landi,
• kanna hvort breytingar hefðu
orðið á flatarmáli birkiskóga og
birkikjarrs frá síðustu birki-
úttekt, árin 1987–91, og
• athuga hvort hægt væri að
tengja breytingar í flatarmáli
birkis við breytt sumarhitastig
eða breytingar á sauðfjárhaldi
síðustu áratuga.
Hér verður gerð grein fyrir
þessari úttekt.
AÐFERÐIR
Önnur kortlagning á birki sem
var nýtt við úrvinnslu
Til að koma í veg fyrir tvíverknað
var kannað áður en kortlagningin
hófst hvort aðrar stofnanir hefðu
nýlega unnið að kortlagningu
birkis með einum eða öðrum hætti.
Auk Skógræktar ríkisins hefur
Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ)
unnið að kortlagningu birkis, og
slík kortlagning var einnig hluti
doktorsverkefnis við Háskóla
Íslands. Var þessi kortlagning nýtt
í úttekt okkar.
NÍ hefur staðið að gróður kort-
lagningu um árabil og þar hafa
m.a. verið skráðar upplýsingar um
útbreiðslu birkis. Sú skráning felur
fyrst og fremst í sér að kortleggja jaðra
birkifláka en frekari upplýsingar um
eiginleika birkis eru takmarkaðar.
Það kom því í hlut starfsmanna
Skógræktar ríkisins að lýsa frekar
þessum kortlögðu svæðum og var
lögð áhersla á að skrá hæð, þekju
og aldur birkis. Birkikortlagningar
NÍ eru misgamlar og eru sumar
þeirra komnar nokkuð til ára sinna.
Það þýddi að skoða þurfti hvort
birki hefði breiðst út fyrir kortlagða
jaðra. Í ljós kom að það hafði gerst
í nokkrum tilfellum, til að mynda
á Mýrum, og var farið þangað
í sérstakar vettvangsferðir til að
greina aukna útbreiðslu. Flatarmál
kortlagðra birkireita á vegum
NÍ nam 8% af heildarflatarmáli
kortlagðra birkisvæða.
Friðþór Sófus Sigurmundsson
doktorsnemi við Háskóla Íslands
kortlagði birki í tengslum við
doktorsverkefni sitt og lét hann í té
kort af birkisvæðum með skráningu
hæðar, þekju og aldurs. Þessi gögn
nýttust beint inn í gagnagrunn
Skógræktarinnar og þurfti ekki
frekar að skoða þau svæði eða
heimsækja. Flatarmál kortlagðra
birkireita hjá Friðriki Sófusi nam
2% af heildarflatarmáli kortlagðra
birkisvæða.
Kortlagning
Fjarkönnun með hjálp gervi hnatta-
gagna er vel þekkt og viðurkennd
aðferð sem hefur rutt sér til rúms
á síðustu áratugum og hentar m.a.
vel við kortlagningu gróðurs. Þó
eru á henni nokkrir annmarkar sem
koma helst í ljós þegar trjáplöntur
eru smáar og þéttleiki þeirra lítill.
Við slíkar aðstæður er skóglendið
sem slíkt ekki fjarkannað heldur
einungis ríkjandi gróðurlendi
þar sem smáplönturnar vaxa. Því
var tekin sú ákvörðun að notast
ekki við fjarkönnun heldur kort-
leggja á vettvangi ofan á SPOT
5-gervitunglamyndir sem teknar
voru á tímabilinu 2002 til 2009.
Myndirnar voru teknar úr 832 km
hæð og nær hver mynd yfir 60×60
km sem nemur 3.600 km2. Þær eru
teknar á fjórum böndum, þremur
litböndum með 10 m greinihæfni
og einu svarthvítu bandi með 2,5
m greinihæfni. Það er notað til að
skerpa litaframsetningu myndanna.
Tilbúið blátt band er notað til að
útbúa myndir í raunlitum og er
staðsetningarnákvæmni þeirra
um 5 m.39 Upplausn og gæði
SPOT-myndanna hentuðu ágæt-
lega markmiði um nákvæmni
kortalagningar, um þann tíma sem
settur var til að ljúka kortlagningunni
og þeim mannskap og fjármunum
sem áætlaðir voru til verksins.
Vettvangsvinnuna unnu starfs-
menn með þjálfun og þekkingu á
vettvangskortagerð. Sérfræðingar
á Rannsóknastöðinni á Mógilsá
kortlögðu öll skóglendi á Vest-
fjörðum, Vesturlandi og Suður landi,
og tók sænskur skóg fræðingur
að auki þátt í vettvangsvinnu eitt
sumarið. Ráðunautar Skógræktar
ríkisins á Norðurlandi og Austur-
landi sáu um kortlagningu hver í
sínum landshluta.
ArcGIS-landupplýsinga hug-
búnaður var notaður við alla
kortlagningu og eftirvinnslu, sem
og við uppbyggingu landfræðilegs
gagnagrunns. Kortlagningin fór öll
fram í vettvangstölvum þar sem
GPS-staðsetningartæki var tengt við
tölvuna til að gefa staðsetningu
þess sem kortlagði, en einnig til að
sýna þá jaðra birkisins sem gengnir
voru. Línur voru dregnar ofan á
SPOT-myndirnar til að ákvarða
jaðra birkisvæðanna og til að skipta
svæðum upp í fláka ef mikilvægar
breytur voru ólíkar. Mest áhersla
var lögð á að flokka skógana í
hæðarflokka fullvaxta skógar til að
hægt væri að meta alþjóðleg gildi
fyrir skóglendi og annað viði vaxið
land á Íslandi.6 Þrír hæðaflokkar