Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 32
Náttúrufræðingurinn 104 Þegar borin er saman núverandi hæð og hæð fullvaxta kemur í ljós að um það bil helmingur birkis sem nú er undir 2 m verður hærra en 2 m fullvaxta. Gera má ráð fyrir að fimmtungur birkis sem nú er lægra en 5 m nái þeirri hæð fullvaxta. Töluverður munur var á sjónrænu aldursmati og aldri samkvæmt árhringjatalningu á sýnum. Aldurinn var bæði vanmetinn og ofmetinn en ofmat aldurs var mun algengara, og að meðaltali um 37%. Það þýðir að skóglendi sem var sjónrænt metið 40 ára var að jafnaði 15 árum yngra. Frá árinu 1989 hefur flatarmál náttúrulegs birkilendis aukist um alls 130 km2, sem er um 9% flatarmáls - aukning (3. tafla). Aukningin jafn- gildir samanlögðu flatarmáli Þing- valla vatns og Lagarfljóts. Mikill munur var á nýliðun birkis á milli landshluta. Mest var nýliðunin á Vestfjörðum, 44 km2, sem er 14% flatarmálsaukning frá árinu 1989. Á Suðurlandi var aukningin 43 km2 (13%) og 28 km2 (7%) á Vesturlandi. Minnst var nýliðunin á Norðurlandi, 8 km2, en þar hefur orðið 3% flatar- máls aukning frá árinu 1989. Á Austurlandi nam aukningin 7 km2 (4%). Á 8. mynd eru sýnd svæði á Suðurlandi þar sem mikil breyting hefur orðið á útbreiðslu birkis með landnámi þess á skóglausum svæðum. Aftur á móti má á 9. mynd sjá svæði á Norðurlandi þar sem lítil sem engin breyting hefur orðið á flatarmáli birkis. Í því tilviki hefur samt sem áður orðið töluverð breyting á staðsetningu og útlínum birkilendisins sem skýrist að hluta til með nýliðun. Töluverður munur var á sumar- hita milli landshluta. Sumarhiti var 2,1°C hærri innan birkilendis en meðaltal sumarhita fyrir landið allt. Það þýðir að birkið er að vaxa á svæðum þar sem sumar- hiti er að meðaltali hærri en á landinu öllu. Jákvætt samband, en þó ekki marktækt, var á milli hita- stigshækkunar og hlutfallslegrar aukningar á flatarmáli birkis í hverjum landshluta (aðhvarf; r2=0,68, N=5; P=0,09). Sambandið milli fækkunar sauðfjár og nýliðunar birkis var einnig jákvætt en heldur ekki marktækt (aðhvarf; r2=0,55, N=5, P=015). UMRÆÐUR Útbreiðsla náttúrulegs birkis á Íslandi hefur verið metin með ýmsum hætti frá því fyrstu tilraunir til þess voru gerðar í upphafi 20. aldar. Oft er erfitt að bera saman mismunandi niðurstöður þar sem forsendur kortlagningar 6. mynd. Mat á útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs á Íslandi miðað við fullvaxta birki samkvæmt nýrri kortlagningu frá árunum 2010–2014. – Distribution of natural birch woodland in Iceland. The distribution is classified by three height classes at maturity; shrubland (<2 m) (yellow), woodland (2–5 m) (brown) and forest (>5 m) (red). Black lines show the border of the five regions defined in this paper. Mynd/Fig.: Björn Traustason 2016. Landshluti Region Kjarrskógur <2 m Shrubland < 2 m Lágskógur 2–5 m Woodland 2–5 m Háskógur >5 m Forest >5 m Allir flokkar Sum classes km2 %* km2 %* km2 %* km2 %** Vesturland 104 27 270 69 17 4 391 26 Suðurland 99 30 210 63 23 7 332 22 Vestfirðir 229 74 80 26 0 0 309 21 Norðurland 68 24 179 62 41 14 288 19 Austurland 50 27 103 55 33 18 186 12 Allt landið 550 37 842 56 114 8 1506 100 1. tafla. Birkilendi á Íslandi flokkað eftir hæð fullvaxta og landshlutum. – Distribution of natural birch in Iceland, classified by height at maturity and by regions. * Hlutfall hæðarflokks af heildarflatarmáli í landshluta – Ratio of forest class in each region. ** Hlutfall í landshluta af heildarflatarmáli – Ratio in region of total in country.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.