Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 42
Náttúrufræðingurinn 114 3. mynd. Uppdráttur Eggerts og Bjarna af Surtshelli frá 1753. – Sketch of Surtshellir, Eggert Ólafsson and Bjarni Pálsson 1753. Í Hellismanna sögu, stuttri frásögn með ævintýrayfirbragði sem rituð er á 19. öld eftir munnmælum og fornum sögnum,8 segir af hópi misindismanna sem leggst út í Surtshelli á 10. öld og er þar drepinn. Í Íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar (d. 1284)9 segir frá pyndingum og limlestingum Órækju Snorrasonar Sturlusonar í Surti (Surtshelli) í kringum 1230. Könnun Surtshellis Könnun Surtshellis hefst með ferð Þorkels Arngrímssonar (1629–1677), sonar Arngríms lærða og föður Jóns biskups Vídalíns. Þorkell var einn menntaðasti Íslendingur um margra alda skeið, prestur í Görðum á Álftanesi (1629–1677).10 Hann segir í bréfi til Ole Borch (Olaus Borrichius) í Kaupmannahöfn sumarið 1675 (Björn Jónsson þýddi):11 Ég sendi yður einnig nokkra dropasteina sem finnast hangandi í helli einum þar sem ég réðst til inngöngu í fyrra. Þeir geta verið jafnt gegnheilir, holir að innan sem búnir rásum, en hver og einn hefur myndast á sinn sérstaka hátt. Hann lýsir hellinum líka: ... hann er yfir tvö hundruð og fjörutíu skrefa langur á móti þrjátíu skrefum á breiddina & hæðin samsvarar lengdinni á mjög hæfilegan hátt. Loftið, sem er úr steini, er slétt & núið og sjálf hvelfingin er hrein listasmíð. Inn í hellisveggina hafa þrýst steinar, af ýmsum litum, ekki óáþekkt því sem við þekkjum af þiljum í okkar eigin húsakynnum. Þorkell segir Ólafi í bréfinu að hellirinn sé kenndur við risa nokkurn, Surt að nafni (Surtus í franskri útgáfu textans). Þar hafi átján þjófar átt athvarf en verið handsamaðir og teknir af lífi. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson kanna og mæla upp Surtshelli árið 1753 og lýsa honum svo í Ferðabók sinni frá 1772 (bls. 131):12 Af stefnu hraunrennslisins sést að það hefir komið upp í Geitlandsjökli eða fjöllunum sem liggja að baki hans. Síðan hefir hraunflóðið runnið milli jökulsins og fjalls er Eiríksgnípa heitir. Þar hefir það klofnað í tvær álmur. Þeir verða gagnteknir af hellinum, lýsa stærð hans og segja m.a. (bls. 140): Hellisveggirnir eru þó allra einkennilegastir. Þeir eru allir þaktir glerungshúð, sem er með láréttum rákum og fellingum, sem klæddar eru fínu, en ógegnsæu glerkenndu efni. Ferðabókin var fljótlega þýdd á höfuðtungur Evrópu, þýsku, ensku og frönsku, og víðlesin. Eggert varð síðar varalögmaður sunnan og austan og Bjarni fyrsti landlæknir Íslands. Þeir voru báðir hámenntaðir náttúrufræðingar. Skilningur þeirra, túlkun og lýsing á Surtshelli er langt á undan sínum tíma: Hið bráðna hraun hefir runnið líkt og fljót eftir þessum göngum, eftir að hraunið var tekið að storkna í þeim, og til hliðanna. Hraunstraumurinn hefur lagað hellinn eftir rennsli sínu ... Þeir lýsa bælinu í Beinahelli/ Vígishelli: „Nálægt 10 skrefum frá uppgöngunni er hlaðinn spor- baugur úr ferhyrndum steinum ...“ Segja síðan: „Beinahrúga mikil rétt hjá flatsæng þessari vakti þó mesta furðu okkar ...“ og lýsa henni nákvæmlega. Síðar segja þeir um neðsta hluta hellisins, Íshellinn: Loftið tók að verða kalt og þétt … Hið allra furðulegasta sem við sáum þarna var að áðurnefndir

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.