Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 44
Náttúrufræðingurinn 116 6. mynd. Stefánshellir 1986. Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði fannst við hæfi að nefna hann eftir Stefáni Ólafssyni í Kalmanstungu sem uppgötvaði hellinn og kannaði allan sextán ára gamall árið 1917. Hæð til lofts um 130–150 cm. Nokkuð magn dropstráa skreytti loftið, en dropsteinarnir voru ekki nærri eins margir eða háir eins og á 14. mynd. – Stefánshellir 1986. Matthías Þórðarson curator of archaeological remains found it appropriate to name the cave after Stefán Ólafsson in Kalmanstunga, who discovered and was the first to explore the entire cave sixteen years of age in 1917. Height 130–150 cm. Lava straws decorated the roof, but the stalagmites were not nearly as many, or as large as in Fig. 14. Ljósm./Photo: ÁBS. dropsteinsmyndunum er lýsing þeirra allt önnur: „Þak hellanna er alsett óteljandi, en aðeins 1–3 cm löngum dropstráum.“ Dropstráin eru greinilega til muna styttri 1902 en þau voru 40 árum fyrr. Lágt er til lofts á þessum stöðum og gestir verða að ganga álútir. Sjá þeir því ekki langt fram og eru með öllu ófærir um að horfa upp fyrir sig. Þegar menn ganga með þessum hætti við slíkar aðstæður ryðja þeir brotgjörnum stráunum niður með hvirflinum eins og jarðýtur. Þegar lesnar eru ferðalýsingar fyrri tíma, frá Þorkatli Arngrímssyni 1674, Eggerti og Bjarna 1753 allt til Zugmeyer-manna 190216 og síðan Matthíasar Þórðarsonar 1903 og 190917 er raunin sú að sífellt minna er minnst á dropsteinsmyndanir eftir því sem á líður. Þær hverfa smám saman úr ferðalýsingum í takt við að þær hverfa smám saman úr hellinum. Gestir sjá það sem er, ekki það sem var, það sem horfið er. Stefánshellir fundinn Það er síðan árið 1917 að Stefán Ólafsson frá Kalmanstungu, þá 16 ára gamall, finnur framhald af Surtshelli ofar í hrauninu. Hellishlutinn var óþekktur þálifandi mönnum en tvær vörður gáfu til kynna mannaferðir á fyrri tímum. Þær standa ásamt vörðunni í neðri enda Íshellishluta Surtshellis, sem Eggert og Bjarni fundu í ferð sinni 1753, sem þögult vitni um forvitni kynslóða fyrri tíma. Matthías Þórðarson þjóðminja- vörður frétti af þessum fundi stórhellis í Hallmundarhrauni árið 1919. Matthías var kunnugur Kalmanstungufólkinu frá því hann skoðaði Surtshelli lauslega í þeirra fylgd 1903 og síðan aftur og ýtarlegar árið 1909 og rannsakaði þá einnig Víðgelmi.17 Matthías og vinafólk hans, Helgi og Rósa Hjörvar, könnuðu þennan nýfundna helli sumarið 1920 í fylgd Stefáns. Matthías hrífst af hellinum og segir m.a. í grein um þessa ferð:18 ... eru þetta hinir mestu undirheimar og undrageimar. Villugjarnt er hér mjög og ilt að átta sig á hvernig hér er háttað híbýlum, en bót er það í máli, að gólfin eru öll slétt hér, svo hlaupa má um; er hér harla vistleg og fallegt. Matthías nefnir ekki dropsteins- myndanir og verður það að teljast allmerkilegt, miðað við hve mjög hann heillaðist af dropsteins- myndunum Víðgelmis tíu árum fyrr. Hann telur að hellirinn sé „jafnmerkur sem náttúrumenjar“ og stórhellarnir þrír, Surtshellir, Víðgelmir og Raufarhólshellir, og finnst viðeigandi að nefna hann Stefánshelli (6. mynd). Matthías þekkti stórhellana vel. Hann gerði sér góða grein fyrir hættunni á skemmdum af mannavöldum og segir í lýsingu sinni á Víðgelmi17 að hellirinn verði friðaður og „má hér því ekki hagga neitt við mannaverkum“. Matthías segir að ferðamenn skuli heldur ekki hagga við hinum einkennilegu verkum náttúrunnar hér, t.d. ís strýtunum, steinstrýtunum og steinteinunum. … Verði nokkur brögð að því, að hér verði gerðar skemdir á, má auðveldlega loka hellinum með kostnaðarlitlum útbúnaði í ganginum. Í síðari greininni nefnir Matthías einnig að beinahrúga Beinahellis hafi stórlega látið á sjá frá því að Eggert og Bjarni heimsóttu hellinn 1753. Martin Mills og Chris Wood, breskir hellamenn og félagar í hellafélaginu Shepton Mallet Caving Club (SMCC), mældu Víðgelmi allnákvæmlega upp árið 1972. Þeir hrifust mjög af hellinum en fannst umgengni dapurleg. Í lok skýrslu sinnar segja þeir: Verndaraðgerða er þörf: Hraun- göng Víðgelmis bera mjög af þeim íslensku hellum sem við höfum kannað [þ.e. Raufarhólshelli, Surtshellis-Stefánshelliskerfinu, Gullborgarhellum o.fl.]. Hellirinn er á margan hátt einstakur að gerð, sérstaklega má nefna áhrifamikla stærð hans, hve ríkulega hann er skreyttur hraunmyndunum og einstakan íshluta hans.19 Loks má nefna Jay Reich, land- mælinga- og kortagerðamann sem ásamt félögum sínum mældi Stefánshelli 1973.20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.