Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 48
Náttúrufræðingurinn 120 13. mynd. Árnahellir fannst 1985, mynd tekin 1986. Hellinum var lokað með hliði 1995 og hann friðlýstur 2002. – Árnahellir was found in 1985, picture taken in 1986. Árnahellir was gated in 1995 and proclaimed a natural monument in 2002. Ljósm./Photo: ÁBS. Jörundi og Árnahelli og fleiri viðkvæmum hellum prýða greinina og nýlegt vefsetur.25 Höfundur sendir röng skilaboð og stefnir umfjöllunarefni sínu, friðlýstu dropsteinsmyndununum, í hættu frá ásókn sem þær ekki þola. Á það jafnt við um myndanir opnu hellanna sem myndanir hinna friðlýstu.23 Staðan í umhverfisvernd hér- lendis á sviði jarðminja er alvarleg. Lovísa Ásbjörnsdóttir, Sigmundur Einarsson og Kristján Jónasson, höfundar íslenska kaflans í Geoher- itage in Europe and its conservation, segja í lok kaflans: 26 Nauðsynlegt er að endurskoða mat á umhverfisáhrifum fram kvæmda hjá skipulags yfirvöldum. Þar er mikilvægt að styrkja lagarammann til að tryggja vandaðar og faglegar framkvæmdir. Innan stjórnsýslunnar skortir þekkingu á jarðminjum og meðal almennings vantar fræðslu um jarðminjavernd. Við Íslendingar höfum lengi vanrækt margar fegurstu og viðkvæmustu náttúrminjar landsins á ámælisverðan hátt. Ástandið fer versnandi. Tækifærismennska og gullæði svífa yfir vötnum íslenskrar ferðaþjónustu. Fátt er heilagt og flest virðist falt. Sameiginleg gæði viðkvæmrar náttúru lands- ins eru „nýtt“ til útivistar og náttúruskoðunar fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn án teljandi mótvægisaðgerða. Viðkvæm náttúra Íslands er forsendan fyrir komu fjögurra af hverjum fimm ferða- mönnum til landsins. Sára lítill hluti heildartekna ferða þjónustunnar rennur til að varð veita þessa sömu náttúru og halda við merkum minjum hennar. Skrásetning og rannsóknir á skemmdum sem unnar hafa verið á hraunhellum er töluverð áskorun, áhugaverð, dapurleg, en nauðsynleg. Vandaðar rannsóknir eru forsenda pólitískra ákvarðana, lagasetningar og aðgerða. Að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Kveikja greinarinnar, minningar annars höfunda úr Kalmanstungu Ömmusystir mín (Árna), Valgerður Einarsdóttir frá Reykholti, eiginkona Stefáns Ólafssonar, var húsfreyja í Kalmanstungu frá 1930 til 1958. Stórhellarnir, Hallmundarhraun nánast allt og Arnarvatnsheiði heyrðu til Kalmanstungu fram undir aldamótin 1900. Naut ég tengsla við Valgerði og kom til sumardvalar í Kalmanstungu árin 1954–1963, nýttur til snúninga og verka eftir því sem þroski og líkamsburðir leyfðu. Fagurt gróið nærumhverfið er girt hraunum og jöklum á áhrifamikinn hátt. Tungan, Katlarnir, litli og stóri, Skógarhlíðin, Strútur. Hellar, útilegumenn, draugar, forn eyðibýli, uppblásinn kirkjugarður. Feysknar beinflísar Surtshellis, mannabein undir steini, draugagangur. Skessukatlarnir og fínslípað og sérkennilega mótað bergið í flúðafarvegi Hvítár. „Fallegasteinagil“ með marglitum jaspisum og bergkristöllum, „hálf- eðalsteinar“, smáfuglalíf og fuglasöngur. Fegurðin, nánast annars heims, mikilfengleiki fjallahringsins, angan úr jörð, symfónía sumarsins. Töfrar náttúru og sögu skutu rótum í barnssálinni. Hellarnir, já hellarnir, biksvartur ævintýraheimur. Hellismenn, Vopna lág, Eiríksgnípa, Surtshellir, Stefánshellir, Hallmundarhellir, Kalmanshellir, Reykjavatn, Ey - vindar hola, Franzhellir, Draugagil, þar var reimt. Valgerður stjórnaði öllu, utan húss sem innan. Orð hennar vor lög. Ein lögin voru: „Það má ekki brjóta dropsteina.“ Síðar áttaði ég mig á því að auglýsingar Náttúru- verndarráðs um friðlýsingu drop- steinsmyndana í hraunhellum landsins,22,23 innihéldu einmitt orð Valgerðar. Allgóður kunningsskapur var milli Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings og Kalmanstungufólks. Sigurður hóf umræðu um náttúruvernd 195027 og kom á veigamikinn hátt að samningu fyrstu náttúruverndarlaganna 1956.28 Hann stóð einnig að baki auglýsingu Náttúruverndarráðs um friðlýsingu dropsteinsmyndana í hraunhellum landsins 1958.22 Tilefnið var fundur Gullborgarhella í Hnappadal 1957 og var auglýsing ráðsins liður í aðgerðum þeim til varnar. Sorgarsaga Gullborgarhella
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.