Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 49
121
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
er kafli út af fyrir sig29,30 og þarfnast
frekari umfjöllunar.
Dag einn sumarið 1956 gerði
Valgerður Stefáni manni sínum að
sýna okkur börnunum Stefánshelli,
mér og Ingibjörgu frænku minni,
ári eldri. Stefán kveinkaði sér og
varðist fyrirmælum Valgerðar: – Ég
get ekki hugsað mér að fara þangað
aftur, það er búið að skemma þar
allt og eyðileggja.
Nokkrum dögum síðar riðum við
þrjú, Stefán, Ingibjörg frænka mín og
ég, upp að Fiskivatni, silungsvatni
neðarlega á Arnarvatnsheiði. Á
heimleið vorum við skyndilega
komin fram hjá hellunum. Ætlaði
hann ekki að sýna okkur þá? Í
örvæntingu kom mér almáttug
Valgerður í hug, og herti upp
hugann: – Við segjum Valgerði frá
þessu! Stefán sneri hestinum við,
ekki orð um það meir. Varða er
við vesturbrún aðalops Stefánshellis,
og fór hann með okkur þangað.
Frá opinu liggja göng í allar áttir,
þrenn víð, um hin opin þarf beygja
sig töluvert eða skríða. Hann stóð
þarna í hálfrökkrinu og leiðbeindi
okkur: – Þið farið þarna og þarna,
sjáið þetta og þetta, svo komið þið
til baka. Þannig leiðbeindi hann
okkur mislangt áleiðis um öll opin.
Hann þekkti hellinn bókstaflega
eins og lófann á sér. Það undraði
mig hve áhugi okkar og spurningar
kveiktu í honum. Hann var hins
vegar með öllu ófáanlegur til að
segja okkur hve háir dropsteinarnir
höfðu verið eða dropstráin löng. –
Svona löng, svona löng? spurðum
við ítrekað. Engin viðbrögð.
Þegar rigndi áttum við börnin
til að heimsækja hellana. Ástæðan
fyrir því að við völdum Stefánshelli
voru orð Valgerðar, tiltölulega gott
aðgengi, slétt gólfin, misvíðir gangar,
stórir salir og hve flókinn hellirinn
er. Ljósabúnaður var fábrotinn,
kerti og tvö þriggja volta vasaljós.
Rafhlöður voru dýrar og okkur
gert að spara þær. Stefánshellir
varð „leikvöllur“. Við fórum niður
um eitthvert opið og „villtumst“
af ásettu ráði. Alltaf komumst við
einhvers staðar upp. Fljót að átta
okkur, jafnvel þótt þoka lægi yfir. –
Hvergi var að finna dropstein yfir
þremur cm á hæð. Brotna steina var
hvergi að finna.
Í meginrás Stefánshellis, á svæði
u.þ.b. 50–100 m frá aðalopinu,
voru á sjötta og fram á sjöunda
áratuginn allmörg og óvenju
stór hellahraundrýli. Misstórar
hraunklessur eða strýtur, nokkrir
tugir, allt að 70 cm í þvermál og
upp í 50–60 cm háar. Ekki gerðum
við okkur grein fyrir tilurð þeirra
eða myndunarferli þá. Drýlin eða
strýturnar voru „aðeins“ hluti af
hellinum. Hellahraundrýli verða
til við að froðukennt, gasríkt hraun
vellur upp um hellisgólfið. Verða
oft klessulegri en á yfirborði vegna
þess að kvika storknar hægar í
hita hellisins en á yfirborðinu.
Drýlin litlu eru nú með öllu horfin.
Brotsárin sjást, og gas- eða frauðrásin
að neðan í miðju sumra þeirra.
Löngu síðar gerði ég mér grein fyrir
að þessi hraundrýlaþyrping var
einstök í sinni röð.
Þrátt fyrir viðbrögð Stefáns, eða
réttara sagt viðbragðaleysi, við
spurningum okkar, eða ef til vill
vegna þeirra, hélt ég að Stefánshellir
hefði aldrei verið mjög skreyttur. Að
minnsta kosti ekkert í líkingu við
Víðgelmi, sem ég heimsótti fyrst
tveim-þrem árum síðar, 1959, í fylgd
Kalmans, sonar Stefáns.
Seint á tíunda áratugnum rakst ég
á lýsingu Stefánshellis hjá Matthíasi
Þórðarsyni frá 1920.18 Þar er ekkert
minnst á dropsteinsmyndanir, og
styrkti það þessa skoðun mína.
Áður hafði ég lesið lýsingu
Víðgelmis eftir Matthías frá 1910,17
þar sem myndanir hellisins
bókstaflega gagntaka hann, og þótti
mér samanburður þessara frásagna
hníga í sömu átt.
Samtölin við eldhúsborðið í
Kalmanstungu á sjötta áratugnum
eru enn fersk í minningunni. Sögur
af því hvernig fólk bar sig að
við að fjarlægja, taka, skemma og
brjóta í hellunum, af óvitahætti eða
viljandi. Þegar fréttir bárust af fundi
dropsteinshella í Gullborgarhrauni
sumarið 1957 staðhæfðu gömlu
hjónin að það myndi ekki taka „þá“
langan tíma að skemma hellana.
Hraunhellarnir vöktu hjá mér,
fimm ára gömlum, áhuga sem ekki
varð slökktur. Fréttir af skemmdum
á Gullborgarhellum tóku að berast
strax um og upp úr 1960 og áfram
fram yfir miðjan áttunda áratuginn.
Í ljósi staðhæfinga Stefáns og
Valgerðar og fréttaflutningsins dró ég
þá ályktun strax á áttunda áratugnum
að búið væri að skemma allt sem
hægt væri að skemma í Borgarhelli,
lengsta og skreyttasta hellinum.
Málið reyndist þó ekki svo einfalt.
Veturinn 1983–1984 rakst ég í gögnum
Náttúruverndarráðs á myndir
af dropsteinsmyndunum í botni
Borgarhellis frá Cork-hellafélaginu
á Írlandi, frá sumrinu áður eða
þar áður, dropsteinsmyndunum
sem ég hafði ályktað af tveggja
áratuga fréttaflutningi að væru
löngu horfnar. Ári síðar heimsóttu
höfundar Borgarhelli og ljósmynduðu
og skjalfestu það sem þá var enn
eftir af dropsteinsmyndunum. Smám
saman gerðum við okkur grein fyrir
því að Sigurður Þórarinsson31 og
finnandi hellanna, Guðmundur
Albertsson á Heggstöðum, höfðu
gert allt sem í þeirra valdi stóð til
að koma í veg fyrir skemmdir eða
draga úr þeim, Sigurður á vettvangi
Náttúruverndarráðs og Guðmundur
sem heimamaður og „hliðvörður“
hellanna. Gullborgarhellar voru
ekki: „ ... ekki lengi að skemmast.“
Þeir voru einmitt lengi að skemmast.
Aðgerðir Sigurðar og Guðmundar
hægðu á. Nú er hinsvegar búið
að brjóta og fjarlægja flest sem
hægt er í Borgarhelli. Þannig eru
nánast allir frístandandi dropsteinar
hellisins, 84 talsins, horfnir (Árni B.
Stefánsson, óbirt gögn frá 2007–2011).
Borgarhellir er enn að skemmast!
Með tímanum urðu höfundar
smám saman forvitnari að vita hve
skreyttur Stefánshellir hefði í raun
verið. Engin leið var að hafa upp á
ljósmyndum. Því lá beinast við að
athuga það nánar á staðnum.
Ótrúlega miklar skemmdir
Náttúruleg afföll á dropsteins-
myndunum, dropsteinum, drop-
stráum og öðrum viðkvæmum