Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 58
Náttúrufræðingurinn 130 jarðhitavatnsins en til þess duga sýni af gasbólum í hverum eða gasi í gufuaugum ekki. Með borholum á jarðhitasvæðum ætti nú að vera unnt að ná gögnum til þessa með töku djúpsýna af vatninu áður en afgösun hefst eða með mælingum á rennsli og gasi úr borholum þar sem innstreymið byrjar ekki að afgasast fyrr en inn í borholuna er komið. Við túlkun á niðurstöðum þarf einnig að taka tillit til mismunandi íblöndunar gasa í vatnið, sem þynna styrk radonsins. Vatnið er að uppruna kalt grunnvatn með uppleyst N2, O2 og Ar. Bergið bindur O2 úr vatninu í efnasambönd en í lághitakerfum bætist nær ekkert við af öðrum gösum í vatnið þótt það hitni. Þegar heita vatnið nálgast yfirborð í uppstreymi léttir þrýstingi og að því kemur við lægri þrýsting að vatnið mettast af uppleystum lofttegundum. Gasbólur myndast í uppstreyminu og inn í þær fer mestur hluti uppleysta gassins, þar á meðal radonið. Í vatnshverum er gasið lítið að magni og nær eingöngu N2 og Ar. Í hverum og gufuaugum á háhitasvæðum eru N2 og Ar hins vegar aðeins 5–20% af rúmmálshluta gasblöndunnar vegna þess að við hafa bæst aðrar gastegundir og þá einkum CO2. Sú íblöndun þynnir styrk radons í gasblöndunni. Þorkell reiknar virkni radons sem hlutfall af öllu rúmmáli gassins V en sennilega væri réttara að reikna hana sem hlutfall af V1 sem væri rúmmálshluti N2 og Ar. Þá er gert ráð fyrir að það N2 og Ar sem er í hverum og gufuaugum á háhitasvæðum sé hið upprunalega sem kom með köldu aðstreymi en ekkert hafi bæst við af þessum gastegundum á leið vatnsins um háhitakerfið. Þennan umreikning er hægt að gera vegna þess að Þorkell greindi rúmmálshlutföll allra gastegunda. Til að sneiða hjá áhrifum þynningar af völdum viðbótargasa í tölum Þorkels þarf aðeins að deila í tölur hans með rúmmálshlut N2 og Ar samkvæmt rúmmálsprósentu þeirra í 4. dálki 1. töflu. Í 2. töflu eru niðurstöður Þorkels umreiknaðar á þennan hátt. Þar sem rúmmálsprósenta N2 og Ar er yfirleitt 98–100% á lághitasvæðum breytast gildi þar lítið en þau breytast verulega á háhitasvæðum þar sem rúmmálsprósenta N2 og Ar er undir 20%. Í 2. töflu eru sýni frá háhitasvæðum auðkennd með grænu letri. Það er ljóst af þessari töflu að styrkur radons er hlutfallslega lítill á lághitasvæðum, undir 500 Bq/L N2+Ar, en vex verulega þegar kemur á háhitasvæði, í allt að 68.000 Bq/L N2+Ar. Hæstu gildin reiknast á Reykjanesi, í Hengli, í Litla Strokki við Geysi og í Kerlingarfjöllum. NIÐURSTÖÐUR JARÐHITADEILDAR RAFORKUMÁLASTJÓRA UM RADON Í HVERAGASI Á árunum 1965 og 1966 voru á vegum Jarðhitadeildar raforkumálastjóra tekin sýni af hveragasi víða á landinu til að greina geislavirkni radons og hlutföll gastegunda. Sýni voru tekin úr vatns- og gufuhverum líkt og sýni Þorkels hálfri öld áður, en almennt var ekki hægt að ganga að sömu stöðum til sýnatöku. Næst því varð komist á lághitasvæðum þar sem hverir breytast lítið með tíma og hafa ákveðin nöfn. Gufuaugu á háhitasvæðum eru hins vegar síbreytileg og sjaldnast rekjanleg yfir áratugi. Nýir staðir höfðu komið til með borunum eftir jarðhita í Reykjavík, Ölfusdal, Krýsuvík, Námaskarði og á Nesjavöllum en háhitaboranir á Reykja nesi, Hellisheiði og í Svartsengi og Kröflu voru ekki hafnar. Vegna hárra gilda frá Geysissvæðinu í niðurstöðum Þorkels (sbr. 1. töflu) var lögð áhersla á að ná sýnum þaðan. Ekki voru 2. tafla. Niðurstöður Þorkels Þorkelssonar um geislavirkni af völdum radons umreiknaðar fyrir lítra af nitri og argoni í hveragasinu. Sýni frá háhitasvæðum eru auðkennd með grænu letri. Hin sýnin eru frá lághitasvæðum. – Results of Thorkell Thorkelsson on radioactivity due to radon, corrected for liter of nitrogen and argon in the geothermal gas. Samples from high temperature areas are marked with green letters. The other samples are from low temperature geothermal areas. Staður – Location Bq/L N2 + Ar Hjálmstaðalaug 21,2 Breiðholtslaug 31,5 Veggjalaug 33,4 Úteyjarhverir 34,7 Selfosslaug 36,6 Suður-Reykir 38,5 Kollafjarðarlaug 39,8 Norður-Reykir 42,2 Laugalandslaug 52,2 Reykjavellir, Biskupstungum 52,9 Reykir, Skagafjörður 67,3 Reykjanes, Grímsnesi 73,1 Laugarvatnshverir 90,5 Reykjahverfi 104 Reykjanes, Ísafjarðardjúpi 130 Stóra-Kroppslaugar 134 Kleppjárnsreykjahverir 149 Laugarnes (Þvottalaugar) 158 Deildartunguhver 173 Laugarás 185 Hurðarbakslaugar 299 Grafarbakkahverir 303 Dynkur 323 Sturlu-Reykjahverir 353 Skrifla 589 Hverahlíð 2.616 Reykir, Ölfus 2.934 Hveravellir 3.094 Reykjafoss 3.964 Sogahver 4.962 Hveramóahver 5.051 Krafla 6.093 Námafjall 7.372 Geysissvæði, Fata 7.420 Geysissvæði, nr. 6, 22, 30, 57 7.946 Miðdalur 8.090 Hengill 8.140 Reykjanestá 15.663 Fremstidalur 19.636 Hveradalir, Hengill 21.488 Geysissvæði, Litli-Strokkur 45.627 Kerlingarfjöll 68.341

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.