Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 59

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 59
131 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags sótt sýni til Kerlingarfjalla. Gildi Þorkels þaðan í 1. töflu skáru sig ekki sérstaklega úr og hugmyndin um leiðréttingu fyrir viðbótargasi (sbr. 2. töflu) var ekki fædd. Mælingar á virkni radons voru gerðar í jónahylki líkt og mælingar Þorkels en þó í rannsóknarstofu líkt og efnagreining á hveragasinu. Niðurstöður greiningar eru sýndar í 3. töflu. Hæstu gildin mælast á Geysis- svæðinu. Rúmmálsprósenta N2 og Ar er á bilinu 85–100% á lághita- svæðum, mun lægri, 1–10%, á virkum háhitasvæðum og 20% á Geysissvæðinu. Í 4. töflu eru sýnd sömu gögn um geislavirkni þegar miðað er við rúmmálshlut N2 og Ar í stað heildarrúmmáls gassins. Litli Strokkur á Geysissvæði hefur enn vinninginn. Lághitasvæði eru með virkni undir 500 Bq/L N2 +Ar en háhitasvæði með virkni allt að 35.000 Bq/L N2 +Ar. HVAÐAN KEMUR RADONIÐ? Radín, móðurefni radons, hefur helmingunartímann 1600 ár en radonið 3,8 daga. Radín er almennt ekki í háum styrk í íslenskum berglögum en getur þvegist með vatni úr berginu við háan hita. Það ferðast í upplausn vatnsins en getur svo fallið út úr upplausninni ef hiti lækkar. Í slíkum útfellingum getur styrkur radíns orðið miklu hærri en almennt í berginu. Radín er jarðalkalímálmur og skylt baríni efnafræðilega. Radínútfellinga væri því að vænta á svipuðum slóðum og útfellinga baríns. Heitt grunnvatn ferðast hægt og straumurinn verður ekki hraður fyrr en rétt undir útstreymisstað. Á 38 dögum fellur styrkur radons í vatninu þúsundfalt. Radínið sem gefur af sér radonið í hverum hlýtur því að vera skammt undir yfirborði. Radon sem myndast inni í bergi hefur ekki langan tíma til að sveima út í vatnið áður en það breytist í málm. Mestur hluti þess radons sem er í vatninu hlýtur að vera myndaður í veggjum vatnsrása eða í útfellingarskánum. Þegar radínið sendir frá sér geislaögn og breytist í radon spyrnist radonatómið út í vatnið. Þorkell Þorkelsson taldi sig sjá merki þess að radonstyrkur í hveragasi væri hærri í vatnsríkari og heitari hverum. Mælingar og túlkun hér að framan styrkja tilgátu hans en þó með þeirri breytingu að styrkurinn virðist hærri á háhitasvæðum þar sem vatnshita yfir 200°C er að vænta. Háhitasvæði eru oft í rótum megineldstöðva þar sem einnig er að finna súrt berg með hærri radínstyrk en almennt í basalti. Þar gætu aðstæður til úrþvottar radíns verið virkari en annars staðar, við háan hita í vatni með hærri styrk uppleystra efna og íblöndun gasa frá kviku. Í uppstreymi kólnar háhitavatnið við suðu og þar gætu skapast skilyrði til útfellingar radíns nærri yfirborði. Staður – Location Bq/L gas Vol % R-10 Reykjavík 5,6 100 R-5 Reykjavík 7,4 95,2 Hátún – Höfðatún 10,7 96,7 R-11 Reykjavík 11,5 96,9 R-4 Reykjavík 15,5 97,7 Steindórsstaðir 17,0 98,0 Reykhólar, Þjófahver 17,8 97,0 G8 Ölfusdal 20,4 5,0 Reykhólar, Berghver 20,7 98,5 Námaskarð 25,9 10,0 Varmaland 27,8 98,0 R-9 Reykjavík 37,4 98,1 Krýsuvík 52,5 1,5 Stóri Ás 56,2 96,9 H-2 Nesjavöllum 83,4 2,0 Deildartunga 130 94,9 Hurðarbak 170 94,6 Kleppjárnsreykir 200 89,3 H-1 Nesjavöllum 249 1,2 Norðurreykir 272 89,5 Skrifla 422 85,0 Hægindi 533 87,8 Geysissvæði, Sóði 1.051 20,0 Geysissvæði, Litli Strokkur 6.919 20,0 3. tafla. Niðurstöður Jarðhitadeildar um geislavirkni af völdum radons í hveragasi. Í 3. dálki er rúmmálsprósenta (Vol%) niturs og argons í hveragasinu. Upplýsingar um staði þar sem sýni voru tekin er almennt að finna í skýrslu Helga Torfasonar.5 – Results of the Geothermal Department on radioactivity due to radon in geothermal gas. Column 3 shows the volume percentage of nitrogen and argon in the geothermal gas. Locations of sampling sites are described in general by Helgi Torfason.5 Staður – Location Bq/L N2 + Ar R-10 Reykjavík 5,6 R-5 Reykjavík 7,8 Hátún Höfðatún 11,1 R-11 Reykjavík 11,9 R-4 Reykjavík 15,9 Steindórsstaðir 17,3 Þjófahver Reykhólar 18,4 Berghver Reykhólar 21,0 Varmaland 28,4 R-9 Reykjavík 38,1 Stóri Ás 58,0 Deildartunga 136 Hurðarbak 179 Kleppjárnsreykir 224 Námaskarð 259 Norðurreykir 303 G8 Ölfusdal 408 Skrifla 496 Hægindi 607 Krýsuvík 3.500 H-2 Nesjavöllum 4.170 Geysissvæði, Sóði 5.254 H-1 Nesjavöllum 20.725 Geysissvæði, Litli Strokkur 34.595 4. tafla. Niðurstöður Jarðhitadeildar um geislavirkni af völdum radons umreiknaðar í lítra af nitri og argoni í hveragasinu. Gildi frá háhitasvæðum eru með grænu letri. – Results of the Geothermal Department on radioactivity due to radon, corrected for liter of nitrogen and argon in the geothermal gas. Samples from high temperature areas are marked with green letters.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.