Náttúrufræðingurinn - 2016, Side 64
Náttúrufræðingurinn
136
Snævarr Guðmundsson
Ritrýnd grein
61 Cygni –
fjarlægð fastastjörnu
mæld frá Íslandi
Inngangur
Stjarnan 61 Cygni lætur lítið yfir sér
þegar horft er á hana berum augum
(1. mynd) en aðgreinist í sjónauka í
tvístirni (61A og 61B) með vítt hornbil.
Sýndarbirtustig 61A er 5,2 og 61B
6,05. Hún er rauntvístirni, myndað
af tveimur rauðum dvergstjörnum á
meginröð (K5V+K7V). Yfirborðshiti
61A er ~4400°K og 61B ~4000°K. Þær
eru smærri, kaldari og daufari en
sólin (yfirborðshiti 5600°K) og hafa
um 15% og 16% af ljósafli sólar.1
Báðar eru þær breytistjörnur, 61A
vegna sólbletta- og lithvolfsvirkni
tengdri möndulsnúningi, en 61B er
blossastjarna.2 Tvístirnið 61 Cygni
var í 27 og 28. sæti í röð nálægustu
stjarna árið 2016.3 Sjónlínuhraði er
108 km/s en það styður tilgátur
um að parið eigi ekki uppruna í
þunnkringlu vetrarbrautarinnar (e.
thin galactic disk).1 Snemma á 20.
öld kom í ljós að 61 Cygni tilheyrir
hópi stjarna sem ferðast í sömu
stefnu í geimnum.4 Nokkrir hópar
samferða stjarna eru þekktir og er
talið að þeir eigi uppruna sinn í
eldri þykkkringlu (e. thick galactic
disk) vetrarbrautarinnar.5
Stjarnan 61 Cygni í Svansmerkinu er sýnileg berum augum undir myrkum
himni en birtist sem tvær stjörnur í litlum sjónaukum. Þær deila sameiginlegri
þyngdarmiðju og eru því tvístirni. Í upphafi 19. aldar var ályktað að 61
Cygni væri nærri sólu vegna hraðrar eiginhreyfingar og að fjarlægðin til
hennar væri því mælanleg. Árið 1837 tókst þýska stjörnufræðingnum Bessel
að mæla hana. Niðurstöður hans bentu til rúmlega 10 ljósára fjarlægðar
en nýlegar gervitunglamælingar sýna að tvístirnið er 11,4 ljósár frá sólu.
Í þessari grein eru kynntar stjarnhnitamælingar á 61 Cygni frá árunum
2012–2016. Niðurstöður þeirra voru bornar saman við viðurkennd gildi á
umferðartíma tvístirnisins, eiginhreyfingu þess og sólmiðjuhliðrun, til þess
að meta fjarlægðina. Niðurstöðurnar sýna að hægt er að nota meðalstóra
stjörnusjónauka áhugamanna, myndflöguvélar og sérhæfðan tölvuhugbúnað
til að meta brautir tvístirna og áætla fjarlægðir nálægustu fastastjarna.
1. mynd. Svanurinn er áberandi merki á
haustmánuðum á norðurhveli. Rauða örin
bendir á 61 Cygni. Til að sjá báðar stjörnur-
nar þarf a.m.k. 10 x 50 handkíki. – Cygnus
is a prominent autumn constellation, seen
from the northern hemisphere. The arrow
points to 61 Cygni‘s position. To visually
separate the star into a pair an ocular of at
least 10x magnification is needed
Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 136–143, 2016