Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 68

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 68
Náttúrufræðingurinn 140 á reiknaðri staðsetningu 61 Cygni-tvístirnisins minni en 0,01 bogasekúnda í hverri mynd. Á einstaka myndum varð óvissa meiri, t.d. þegar stjörnur voru ekki skarpar vegna tíbrár. Þær voru ekki notaðar við meðaltalsákvörðun á stöðuhnitum stjarnanna tveggja. Að því loknu má ákvarða hnit viðfangsefnis í myndunum og meta hornbil (mælt í bogamínútum [táknað ‘] eða bogasekúndum [táknað „]) og jafnframt stöðuhorn frá 61A til 61B. Stöðuhorn er ákvarðað í gráðum, frá bjartari stjörnu til daufari, frá norðri (0°) í gegnum austur (90°). Eiginhreyfing og sólmiðjuhliðrun fæst einnig af hnitum 61A og 61B með tímanum. Áður en þau voru skráð var hnitunum til einföldunar umbreytt úr stjörnulengd og -breidd í gráður og gráðubrot. Síðan var tekið meðaltal sérhverja mælingarnótt og staðalskekkja meðaltals ákvörðuð af heildinni. Auk þeirra voru hnit stjörnunnar GSC 3168:678 ákvörðuð til að meta áreiðanleika mælinga. Mælitími miðast við heimstíma (UT) en var umbreytt í júlíanskt dagatal (e. Julian Day, JD). Það hentar betur til þess að forðast rugling við hlaupár og almanakstilfærslur. Í júlíanska dagatalinu miðast dagskipti við hádegi en ekki miðnætti þannig að mælingar frá kvöldi tiltekins dags og fram yfir miðnætti falla á sama daginn. Viðmiðstími hnitakerfisins var kl. 12:00:00, 1. janúar 2000 (nefndur J2000.0) og því þarf að framreikna eiginhreyfingu viðfangsefnis til þess tíma þegar athuganir voru gerðar. Umrita má viðmiðstíma í júlíanska dagatalið. Lengd eiginhreyfingar á ári fæst eftir reglu Pýþagórasar en taka þarf tillit til stjörnubreiddarinnar þegar eiginhreyfing stjörnulengdar er reiknuð.20 Til að ákvarða sólmiðju- hliðrun þarf að horfa til stöðu stjörnunnar í sól miðju hnitakerfi, eiginhreyfingar, hliðrunar í stjörnulengd og -breidd, geisla jarðbrautar og tíma í þessum jöfnum. Þeir útreikningar voru gerðir með forritinu TrigParallax.14 Niðurstöður Hornbilið á milli 61A til 61B og stöðuhorn mælt frá A stjörnunni í B var borið saman við reiknað brautar líkan árin 2009–2018, byggt á brautarstikum nýlegra rannsókna (5. mynd). Samkvæmt annarri þeirra (grænar brotalínur) er umferðartíminn 659 ár. Líkanið grundvallast á brautarstikum Kiselevs o.fl. frá 199721 sem er notað í reikniskjalinu „Binary Star Orbit Calculator“ eftir Workman.22 Bláar brotalínur byggjast á niðurstöðum Gorshanovs o.fl. frá árinu 2006,23 sem segja umferðartímann 678 ár. Sömuleiðis var búin til mynd, með reikniskjali Workmans, af sporbraut tvístirnisins og afstöðubreytingu í tíma samkvæmt líkani (6. mynd). Á henni vísa ártöl í afstöðu tvístirnisins á sögulegum tíma og í framtíðinni. 6. mynd. Sporbrautarganga 61B um sam- þunga miðju kerfisins en 61A höfð „föst”. Rauðar línur vísa á höfuðáttir, kvarðabilið er 5”. Enski stjörnufræðingurinn Bradley (1693–1762) skráði það fyrstur sem tvístirni, árið 1753. Þá var 61B norðaustan við 61A, og hornbilið 14”. Bilið verður víðast í kringum 2090 (~34”) en minnst nálægt 2330, ~8,5”. – The drawing reflects the orbit of 61B around the barycenter with 61A in center. Cardinal directions are denoted and each tick marks an interval of 5 arc- seconds. In 1753 the English astronomer James Bradley (1693–1762) noticed it first as double star, when 61B was northeast of 61A at distance of 14”. Its widest separation of ~34” is predicted close to 2090 but decreases to ~8.5” around 2330. 1. tafla. Stöðuhnit 61 Cygni og GSC 3168:678. Eiginhreyfing (μα og μδ) er í stjörnulengd og stjörnubreidd og lengd hennar og sólmiðjuhliðrunar (π) í bogasek (“) á ári. – Coordinates and annual proper motion (μα, μδ) and parallax (π) of 61 Cygni and GSC 3168:678. 61A (HD 201091)*1 61B (HD 201092)*1 GSC 3168:678*2 α (J2000) 21 06' 53,95249" 21 06' 55,26395" 21 06' 50,27" δ (J2000) 38° 44' 57,9854" 38° 44' 31,4032" 38° 45' 51,59" μα 4,168" 4,107" 0,035" μδ 3,269" 3,145" 0,117" π 0,287" 0,286" — *1 Gildi fyrir HD 201091 og HD 201092 sótt á CDS.15 *2 USNO_B1.0 (Aladin Sky atlas, CDS, 2014).15

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.