Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 68

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 68
Náttúrufræðingurinn 140 á reiknaðri staðsetningu 61 Cygni-tvístirnisins minni en 0,01 bogasekúnda í hverri mynd. Á einstaka myndum varð óvissa meiri, t.d. þegar stjörnur voru ekki skarpar vegna tíbrár. Þær voru ekki notaðar við meðaltalsákvörðun á stöðuhnitum stjarnanna tveggja. Að því loknu má ákvarða hnit viðfangsefnis í myndunum og meta hornbil (mælt í bogamínútum [táknað ‘] eða bogasekúndum [táknað „]) og jafnframt stöðuhorn frá 61A til 61B. Stöðuhorn er ákvarðað í gráðum, frá bjartari stjörnu til daufari, frá norðri (0°) í gegnum austur (90°). Eiginhreyfing og sólmiðjuhliðrun fæst einnig af hnitum 61A og 61B með tímanum. Áður en þau voru skráð var hnitunum til einföldunar umbreytt úr stjörnulengd og -breidd í gráður og gráðubrot. Síðan var tekið meðaltal sérhverja mælingarnótt og staðalskekkja meðaltals ákvörðuð af heildinni. Auk þeirra voru hnit stjörnunnar GSC 3168:678 ákvörðuð til að meta áreiðanleika mælinga. Mælitími miðast við heimstíma (UT) en var umbreytt í júlíanskt dagatal (e. Julian Day, JD). Það hentar betur til þess að forðast rugling við hlaupár og almanakstilfærslur. Í júlíanska dagatalinu miðast dagskipti við hádegi en ekki miðnætti þannig að mælingar frá kvöldi tiltekins dags og fram yfir miðnætti falla á sama daginn. Viðmiðstími hnitakerfisins var kl. 12:00:00, 1. janúar 2000 (nefndur J2000.0) og því þarf að framreikna eiginhreyfingu viðfangsefnis til þess tíma þegar athuganir voru gerðar. Umrita má viðmiðstíma í júlíanska dagatalið. Lengd eiginhreyfingar á ári fæst eftir reglu Pýþagórasar en taka þarf tillit til stjörnubreiddarinnar þegar eiginhreyfing stjörnulengdar er reiknuð.20 Til að ákvarða sólmiðju- hliðrun þarf að horfa til stöðu stjörnunnar í sól miðju hnitakerfi, eiginhreyfingar, hliðrunar í stjörnulengd og -breidd, geisla jarðbrautar og tíma í þessum jöfnum. Þeir útreikningar voru gerðir með forritinu TrigParallax.14 Niðurstöður Hornbilið á milli 61A til 61B og stöðuhorn mælt frá A stjörnunni í B var borið saman við reiknað brautar líkan árin 2009–2018, byggt á brautarstikum nýlegra rannsókna (5. mynd). Samkvæmt annarri þeirra (grænar brotalínur) er umferðartíminn 659 ár. Líkanið grundvallast á brautarstikum Kiselevs o.fl. frá 199721 sem er notað í reikniskjalinu „Binary Star Orbit Calculator“ eftir Workman.22 Bláar brotalínur byggjast á niðurstöðum Gorshanovs o.fl. frá árinu 2006,23 sem segja umferðartímann 678 ár. Sömuleiðis var búin til mynd, með reikniskjali Workmans, af sporbraut tvístirnisins og afstöðubreytingu í tíma samkvæmt líkani (6. mynd). Á henni vísa ártöl í afstöðu tvístirnisins á sögulegum tíma og í framtíðinni. 6. mynd. Sporbrautarganga 61B um sam- þunga miðju kerfisins en 61A höfð „föst”. Rauðar línur vísa á höfuðáttir, kvarðabilið er 5”. Enski stjörnufræðingurinn Bradley (1693–1762) skráði það fyrstur sem tvístirni, árið 1753. Þá var 61B norðaustan við 61A, og hornbilið 14”. Bilið verður víðast í kringum 2090 (~34”) en minnst nálægt 2330, ~8,5”. – The drawing reflects the orbit of 61B around the barycenter with 61A in center. Cardinal directions are denoted and each tick marks an interval of 5 arc- seconds. In 1753 the English astronomer James Bradley (1693–1762) noticed it first as double star, when 61B was northeast of 61A at distance of 14”. Its widest separation of ~34” is predicted close to 2090 but decreases to ~8.5” around 2330. 1. tafla. Stöðuhnit 61 Cygni og GSC 3168:678. Eiginhreyfing (μα og μδ) er í stjörnulengd og stjörnubreidd og lengd hennar og sólmiðjuhliðrunar (π) í bogasek (“) á ári. – Coordinates and annual proper motion (μα, μδ) and parallax (π) of 61 Cygni and GSC 3168:678. 61A (HD 201091)*1 61B (HD 201092)*1 GSC 3168:678*2 α (J2000) 21 06' 53,95249" 21 06' 55,26395" 21 06' 50,27" δ (J2000) 38° 44' 57,9854" 38° 44' 31,4032" 38° 45' 51,59" μα 4,168" 4,107" 0,035" μδ 3,269" 3,145" 0,117" π 0,287" 0,286" — *1 Gildi fyrir HD 201091 og HD 201092 sótt á CDS.15 *2 USNO_B1.0 (Aladin Sky atlas, CDS, 2014).15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.