Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 69

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 69
141 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Mæld hnit stjarnanna tveggja á tímabilinu voru borin saman við viðurkennd gildi eiginhreyfingar og hliðrunar, sem sýnd eru í 1. töflu, eftir að þau voru framreiknuð frá upphafstíma hnitakerfisins. Niðurstöðurnar eru sýndar á 7. mynd. Skálínur lýsa ferð og stefnu 61 Cygni og GSC 3168:678 vegna eiginhreyfingar samkvæmt gögnum í SIMBAD.15 Miðlínan er framreiknuð leið kerfisins 2000– 2018 en á þeim tíma hliðruðust stjörnurnar ~15,7“. Styttri línur eru reiknuð leið 61A og 61B frá 2011 en grænir punktar niðurstöður mælinganna frá 2012–2015. Stjarnan GSC 3168:678 (efst t.h.) birtist sem stutt rák vegna lítillar eiginhreyfingar á sama tímabili, 2000–2018. Í mynd B eru mælistök borin saman við viðurkennd hnit viðmiðsstjörnu á mælitíma. Skekkja í lengd (stjörnutími) er ~0,05“ en 0,3“ í breidd (stjörnubreidd). Það skýrist af því að stjarnan hliðrast meira í breidd en lengd. Á 8. mynd eru síðan sýndar niðurstöður útreikninga á fjarlægð með forritinu TrigParallax.14 Það notar genetískt algrím (GA) til þess að finna bestu lausn í gegnum punktasafn, þ.e. á hliðrunarhorninu (π) í parsekum sem fjarlægðin er síðan ákvörðuð út frá. Það var látið reikna 15 lausnir út frá fjórum forsendum, og eru lausnirnar því samtals 60 fyrir hvora stjörnu: i) Allt punktasafnið með gildi eiginhreyfingar (μ) og π fyrir tvístirnið 61 Cygni í gagnasafni SIMBAD; ii) Allt punktasafnið með gildi μ og π fyrir hvora stjörnu, 61A og 61B (skráðar HD 201091 og HD 2010992 í gagnasafni SIMBAD) en 6–8 millibogasekúndum munar á þeim gildum og þeim sem eru skráð fyrir tvístirnið. Tilgangurinn var að fá fram hvort sá munur hreyfði eitthvað við mælingarniðurstöðum; iii) Sama og í i) en útlagar fjarlægðir úr gagnasafni; iv) Sama og í ii) en útlagar fjarlægðir úr gagnasafni. – Svokallaðir útlagar eru mæligildi sem lágu meira en 0,1“ frá spálíkani. Notaðir voru 400 bitar (e. population) og 80 kynslóðir (e. generation) í hvert sinn. Meðaltal hliðrunarhorns og fjarlægðar beggja stjarna er sýnt í 2. töflu. Umræður Meginmarkmið með þessu verkefni var að fá úr því skorið hvort aðstæður hér á landi leyfa að meta árlega hliðrun nálægrar fastastjörnu, og þá hve skýrar niðurstöður væru. Samhliða var ætlunin að sjá hversu vel tækist að nema brautarhreyfingu tvístirnisins en fyrirfram var vitað að hún er afar hæg. Niðurstöðurnar sýna að sjónauki stjörnuáhugamanna nægir til að nema þessar færslur stjörnunnar 61 Cygni með allgóðri nákvæmni á nokkrum árum. Hægt er að úrskurða að breyting á hornbili er samkvæmt líkani Gorshanovs o.fl.,23 þó að niðurstöður fyrstu árin virðast ekki skera úr um það (5. mynd). Veturinn 2015–2016 voru teknar mun fleiri myndir í hvert sinn og jók það nákvæmnina í niðurstöðum á staðsetningu stjarnanna. Stöðu- hornið virðist þó enn falla með brautarstikum Kiselevs o.fl.21 Fræðimenn við stjörnustöð Banda- ríkjaflota (USNO)24 styðjast við mælingar Gorshanovs í stjörnu- almanakinu „Sixth Catalog of Orbits of Visual Binary Stars“ vegna lengri rannsóknartíma (William I. Hartkopf, tölvuskeyti til höfundar 28. ágúst 2015). Litlu munar á niðurstöðum þeirra, einungis 18 árum eða 3%. Mismunur á hornbili milli þessara rannsókna er 0,07“, sem er afar erfitt að ákvarða með litlum sjónauka þrátt fyrir hugvitsamlegar greiningaraðferðir við að ákvarða hnit stjarna. Mæld stjarnhnit beggja stjarna lenda á reiknaðri stefnu eigin- hreyfingar, byggðri á viður kenndum gildum SIMBADs. Mjög skýr munur kemur fram á hraðri eiginhreyfingu stjörnunnar 61 Cygni samanborið við viðmiðs stjörnuna GSC 3168:678 (7. mynd, efst t.h.) á þessu tímabili. Frá 2012–2015 nam hliðrunin 15,7“ bogasekúndum en yfir sama tímabil hreyfðist viðmiðsstjarnan um 0,3“. Samanburður viðmiðsstjörnunnar við framreiknaða lengd miðlínu frá 2000–2018 sýnir þetta enn betur. 7. mynd. A) Samanburður mældra gilda (grænir punktar) og reiknaðrar eiginhreyfingar. Innskotsmynd B) sýnir mælistök við viðurkennd hnit viðmiðsstjörnu á mælitíma (ath. hnitakerfi í bogasekúndum) til að meta gæði mælinga. – A) Observations (green dots) compared to calculated proper motion of 61 Cygni. The inserted graph B) represents measurement of reference star to it coordinates to estimate quality of observations.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.