Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 77

Náttúrufræðingurinn - 2016, Síða 77
149 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Náttúrufræðingurinn 86 (3–4), bls. 149–156, 2016 Ritrýni a Snorri Baldursson 2014. Lífríki Íslands Vistkerfi lands og sjávar. Bókaútgáfan Opna og Forlagið, Reykjavík. 407 bls. Skýringarmyndir: Baldur Helgi Snorrason ásamt Kötlu Maríudóttur og Snorra Þór Tryggvasyni. Kápa: Elisa Vendramin. Prentvinnsla: Oddi. Útgáfa þessarar bókar markar tímamót. Í fyrsta skipti kemur fram á sjónarsviðið stór og mikil bók þar sem gengið er út frá vistfræðilegri sýn á lífríki Íslands. Auk þess er bókin sérlega glæsileg og aðgengileg. Bókin fékk íslensku bókmenntaverðlaunin 2014. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Lífríki Íslands sé: „... einstök bók um íslenska náttúru, yfirgripsmikið og ríkulega myndskreytt rit sem fræðir lesendur um sögu og þróun lífríkisins. Þar fjallar höfundurinn, Snorri Baldursson líffræðingur, meðal annars um mismunandi búsvæði lífvera hér á landi: þurrlendið, votlendi, ferskvatn, strendur og sjó; einkenni þessara svæða, breytingar í tímans rás, áhrif búsetu og nýtingar og framtíðarhorfur í ljósi hnattrænnar þróunar. Snorri vann lengi að þessu tímamótaverki en þar dregur hann saman geysilega fjölbreyttan fróðleik um vistkerfi Íslands, bæði til lands og sjávar, og gerir grein fyrir öllum helstu rannsóknum á þessu sviði undanfarna áratugi í aðgengilegum texta sem studdur er glöggum skýringarmyndum. Að auki prýðir bókina fjöldi glæsilegra ljósmynda.“ Það er ánægjulegt fyrir ritdómara að fá að skrifa um svona verk. Bókin er upplýsandi og fræðandi fyrir alla, náttúrufræðinga sem aðra. Frásagnir af niðurstöðum nýlegra rannsókna og aðgengilegar samantektir gera bókina sérlega eigulega og gefa henni aukið gildi. Bókin er vel uppbyggð, vel skrifuð og prýdd fallegum og fagmannlega unnum ljósmyndum. Í eftirmála kemur fram að sjö góðir og gegnir líf- og vistfræðingar hafi lesið handritið yfir, og jarðfræðingur að auki. Fagleg þekking höfundar og aðstoð alls þessa fólks eiga mikinn þátt í gæðum bókarinnar. Það er ómetanlegt fyrir almenning, kennara og nemendur á öllum skólastigum að hafa aðgang að öllu þessu efni í einni bók, og ekki síður fyrir ýmsa sérfræðinga, svo sem þá sem vinna að umhverfismati. Í formála kemur fram að uppruna- lega ætlaði höfundur að skrifa bók um vistfræði Íslands og fjalla þar um tengsl á milli lífvera í samfélögum og um orkuflæði í vistkerfum. Áherslurnar breyttust þó fljótlega því að höfundur sá að upplýsingar um lífverurnar og tengsl þeirra voru of takmarkaðar til að hægt væri að lýsa vistkerfum Íslands ýtarlega. Bókin fékk því heitið Lífríki Íslands með undirtitlinum Vistkerfi lands og sjávar. Þekking á samfélögum sumra búsvæða er nokkuð góð, svo sem fjörunnar, og nokkur vistkerfi hafa verið mikið rannsökuð, sérstaklega vistkerfi Þingvallavatns, Mývatns og Laxár í Aðaldal. Alltof algengt er þó að niðurstöður rannsókna hafi ekki verið teknar saman. Þekkingin er því brotakennd og ekki aðgengileg fyrir skólafólk eða almenning. Snorri bendir á að áhrif eldgosa eru mikil á lífríki landsins, og ekki síður áhrif mannsins í ellefu aldir. Hann hvetur lesendur einnig til að gleyma því ekki að saga lífríkis Íslands er stutt á þróunarfræðilegan skala. Uppbygging ritsins er góð en ekki alveg gallalaus (sjá síðar). Ég er sérlega hrifin af því að hefja bókina á umfjöllun um aðlögun lífvera, því ég er sammála Theodosius Dobzhansky (1900–1975), einum þekktasta erfða- og þróunarlíffræðingi síðustu aldar, sem sagði að ekkert í líffræði hefði merkingu nema í ljósi þróunar.1 Það er líka kostur við bókina að höfundur segir frá nýlegum rannsóknum í sérstökum köflum (rammagreinum) sem vekja örugglega athygli. Þar hefur hann víða leitað fanga og er ánægjulegt að sjá hversu ólík viðfangsefnin eru. Oft er vitnað í frumheimildir en ekki þó alltaf sem er viss galli. Málfar er mjög gott. Gagnrýna má að á stöku stað koma fyrir óskýrð sérkennileg orð (t.d. vetrarblot, gropinn) eða of fræðileg hugtök (klasagreining, málmhúðuð fjölliða). Notkun hugtaka kom mér eðlilega fyrir sjónir nema á einum Landið er fagurt og frítt ... Um Lífríki Íslands Vistkerfi lands og sjávara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.