Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 85

Náttúrufræðingurinn - 2016, Page 85
157 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Í fyrsta til öðru hefti Náttúru fræðingsins 2016 birtist leiðari sem Ólafur Arnalds skrifar. Nefnist hann „Sauðfjárbeit og íslensk vistkerfi: Afneitun vanda“. Ólafur er tvímælalaust ötulasti vísindamaður Íslands á okkar tímum á sviði jarðvegs- og jarðvegsvistfræði sem hann gefur ágætt yfirlit um í pistli sínum. Þekking hans og skilningur á sauðfjárbúskap, einkum félagslegum þáttum hans og mörgu sem snýr að meðferð beitilanda og nýtingu, virðist hins vegar stundum vægt sagt brotakenndur að okkar mati og víða mjög á skjön við það sem við teljum okkur hafa séð og reynt eftir margra áratuga starf að sauðfjárbúskap á Íslandi. Rangfærslur í stöðulýsingu sauðfjárbúskapar eru margar. Lög gjöf kann að vera rétt eða röng að mati hvers og eins en í réttar samfélagi ber okkur að hlíta gildandi lögum og vinna samkvæmt þeim. Framleiðslustefna getur líka verið rétt eða röng að mati hvers og eins. Því miður hefur það t.d. aldrei verið viðurkennd skoðun í búvörusamningum að veita bæri framleiðslu á ákveðnum svæðum stuðning umfram önnur sem einhverju næmi, eins og Ólafur gefur í skyn, því miður (það litla sem þar hefur verið gert hefur fullkomlega mistekist, eins og allir landsmenn hafa haft fyrir augum). Fullyrðingar um að stuðningur hafi virkað hamlandi á aðra uppbyggingu eru ekki studdar dæmum og teljum við að erfitt sé að benda á slík dæmi. Hið yfirþyrmandi vandamál dreifðrar byggðar hefur verið skortur á atvinnutækifærum. Það er ekki rétt að útflutningur hafi farið sívaxandi, þróun hans hefur verið sveiflukennd og t.d. ráðist miklu meir af gengismálum en skipan beitamála. Fullyrðingar um kolefnis- og vistspor dilkakjötsframleiðslunnar teljum við að skoða beri sem slíkar þar til þær eru studdar rökum. Fullyrðingar um neitun forystumanna bænda á vandanum teljum við beinlínis rangar, en þeir brugðust við með framleiðslustefnu sem hljóta að vera verulega skiptar skoðanir um. Það er rétt að forystumenn bænda hefðu þurft að sýna þessum málum miklu betri skilning en raun ber vitni. Það réttlætir hins vegar ekki að svara í sömu mynt. Með slíku fæst eða næst enginn umræðuvettvangur. Þetta er það sem því miður hefur verið eitt mesta vandamál umræðu um nýtingu landsins. Þessi grunnur verður aldrei skapaður með umræðu eins og Ólafur viðhefur. Það er aðeins nýting landsins sem líður vegna hennar. Við gerð síðasta búvörusamnings lögðu forystumenn bænda og stjórn völd því miður ekki nægjanlega áherslu á sjálfbærni beitarnýtingar. Hugmyndir um landgreiðslur í samræmi við íslenskan veruleika hefði þurft að skoða miklu betur, gripagreiðslur eru ákaflega vafasöm leið og mismunur í landgæðum eftir svæðum var að engu hafður. Staðreyndin er hins vegar sú, eins og Ólafur bendir sjálfur á í pistli sínum, að þróun í heiminum veldur sívaxandi álagi á vistkerfi jarðarinnar. Ekki síst skapast þetta álag vegna þarfar fyrir stóraukna matvælaframleiðslu. Það er eitt af stærri vandamálum framtíðarinnar að stýra matvælaframleiðslu í heiminum á þann veg að þetta álag verði eins lítið og mögulegt er. Staðreyndin er sú að víða á norðurhjara heimsins eru víðfeðm landsvæði sem ekki verða nýtt til matvælaframleiðslu á komandi árum nema með aðstoð jórturdýra. Þessi landsvæði eru næg hér á landi ef þau eru notuð á réttan hátt með þeirri kunnáttu sem þegar er fyrir hendi. Þetta þýðir hins vegar að taka verður afstöðu til þess hvaða landsvæði geta tekið við frekari framleiðsluaukningu og hvar vistsvæði þurfa verndar við og draga þarf úr nýtingu. Hlýnandi veðurfar undangenginna ára ásamt miklu minna beitarálagi á flestum beitarsvæðum landsins hafa skapað miklu meira landrými en þörf er fyrir vegna núverandi framleiðslu. Menn verða að hafa skilning á því að slíkar breytingar kalla á margvísleg félagsleg vandamál sem jafnhliða verður að finna lausn á. Þess vegna krefst slíkt augljóslega aðlögunar yfir lengri tíma. Þá er ástæða til að benda Ólafi á þá aldalöngu reynslu bænda að samkomulag er farsælli lausn en lagaboð og lagabönn, eins og grein Ólafs bendir til að hann trúi á, við að leysa viðkvæmustu mál, svo sem deilur um nytjar landsins. Síðasti sauðfjársamningur varð því miður ekki sá vegvísir að nýjum sáttmála þjóðarinnar við bændur um uppbyggingu sjálfbærrar sauðfjárbeitar í landinu, sem hann hefði átt að verða, öllum til farsældar. Nýting íslenskra vistkerfa verður áreiðanlega far- sælast unnin með aðlögun þekkingar hér á landi að aðstæðum. Hluti af þeim þekkingargrunni er reynsla vörslumanna landsins, sauðfjár bændanna, frá ellefu alda búskap í landinu. Mótun slíkrar stefnu getur aldrei orðið nema með samræðum og fræðslu á báða vegu. Að hefja málflutning á nánast margháttuðum rangfærslum um heila búgrein, eins og Ólafur gerir, er ekki farsæll grunnur að samkomulagi við þá sem hefja skal samræður við og skapar um leið oft á tíðum jafn ómálefnalega afstöðu þeirra sem orðum er beint að, og hljóta það að vera flestum skiljanleg viðbrögð. Þetta hefur verið langvarandi vandamál umræðunnar hér á landi og því kaldhæðnislegt að stinga sér beint á höfuðið í þann brunn eftir að hafa sjálfur bent á hættuna í pistlinum. Við erum fyllilega sammála því að mikil þörf er víðtækrar umræðu meðal bænda, fræðimanna og almennings um framtíðarnýtingu beitilanda hér á landi og aðgerða vegna þess. Leið sú sem Ólafur byrjar að feta í pistli sínum er aftur á móti ófæra og ekki til farsællar vegferðar. Að síðustu skal því beint til ritstjórnar Náttúrufræðingsins hvort ekki geti verið full ástæða til að biðja sauðfjárbændur landsins afsökunar á ummælum Ólafs um atvinnugreinina þar sem alhæfingar og missagnir verða mestar og bent er á hér að framan. Okkur rekur ekki minni til að þetta góða rit hafi áður birt órökstuddar fullyrðingar um nokkra atvinnugrein í líkingu við það sem þarna er gert. Jón Viðar Jónmundsson og Ólafur R. Dýrmundsson Stutt athugasemd við leiðara um sauðfjárbeit og ástand landsins

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.