Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 86

Náttúrufræðingurinn - 2016, Blaðsíða 86
Náttúrufræðingurinn 158 Ég þakka þeim félögum tilskrifin. Umræða sem vekur athygli á bágu ástandi íslenskra vistkerfa og afneitun vandans er afar þörf. Í grein minni er bent á löngu kunnar staðreyndir sem ræddar hafa verið ýtarlega á margvíslegum vettvangi (ýmsar heimildir tilgreindar á vefsetri mínu, www.moldin.net, m.a. undir: Landnýting / Staða sauðfjárframleiðslu). Alvaran liggur fyrst og fremst í því að samfélagið bregst ekki við þessum staðreyndum. Land er víða í slæmu ástandi og beit á auðnir landsins og rofsvæði er með öllu ósjálfbær landnýting. Gríðarlega háar stuðningsgreiðslur frá hinu opinbera taka ekki mið af ástandi landsins. Lög um lausagöngu búfjár og rétt manna til að beita á annarra land eru úrelt. Í leiðaranum er hvergi farið fram á lögbrot eins og þeir Jón og Ólafur ýja að. Hins vegar er bent á að orðið sé aðkallandi að færa lög um sauðfjárbeit til nútímahorfs. Þeir draga orð mín um kolefnisspor við sauðfjárframleiðslu í efa en ég bendi á að gnótt alþjóðlegra rannsókna liggur fyrir um kolefnisspor búfénaðar (sjá t.d. Atmospheric Environment 49, 13–23). Stór hluti framleiðslunnar er fluttur út (um 35% um þessar mundir) á sama tíma og neysla innanlands fer minnkandi. Stærstu umhverfissamtök landsins, fjöldi sérfræðinga og stofnanir á borð við Landgræðslu ríkisins hafa bent á þessar staðreyndir áratugum saman. Sjálfsagt er að styðja við íslenskan landbúnað. Það á einnig við um sauðfjárrækt þar sem hún er undirstaða byggðar og nýtir vel gróin beitilönd í góðu ástandi. Á hinn bóginn er það vitaskuld andstætt öllum skynsamlegum sjónarmiðum að samfélagið styrki beitarnýtingu þar sem hún á engan veginn heima. Enda telja þeir Jón Viðar og Ólafur það miður í athugasemd sinni að vantað hafi á „nægjanlega áherslu á sjálfbærni beitarnýtingar“ við gerða búvörusamninga og segja það „rétt að forystumenn bænda hefðu þurft að sýna þessum málum miklu betri skilning en raun ber vitni“. Síðan bæta þeir því við að ekki tjói „að svara í sömu mynt“. Ég tel þó að landverndarfólk hafi fremur sýnt dæmalaust langlundargeð en hörku, vísað til faglegra gagna og raunar rétt fram hinn vangann hverju sinni. Ég er sammála þeim Jóni Viðari og Ólafi um að „hið yfir þyrmandi vandamál dreifðrar byggðar [hafi] verið skortur á atvinnutækifærum“. Jafnframt tel ég að einhæfur stuðningur á borð við þann sem búvörusamningar fela í sér sé ekki til þess fallinn að leysa vanda hinna dreifðu byggða. Samningsgerðin endurspeglar hagsmunagæslu fyrir hönd atvinnugreinarinnar sjálfrar en ekki frjóa hugsun eða framsækna stefnu um uppbyggingu í sveitum landsins. Víða erlendis er leitast við að hverfa frá þeirri aðferðafræði sem notuð er hérlendis við stuðning við landbúnað, m.a. í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Rétt er að árétta að áratugum saman hefur verið reynt að benda á að laga þurfi beitarnýtingu í landinu að landkostum og færa umhverfi sauðfjárræktar til nútímahorfs, meðal annars að því er lýtur að ástandi vistkerfa, lausagöngu búfjár og réttinum til að beita á annarra land. Slíkum ábendingum hefur ýmist verið mætt af fálæti eða með aðdróttunum um meintar árásir á íslenskan landbúnað. Má hér benda á greinar og viðtöl í Bændablaðinu og víðar árin 2015 og 2016. Neikvæð viðbrögð við ábendingum um landnýtingu eru – vitaskuld – góðum sauðfjárbændum til ama. Afneitun umhverfisvanda er alþjóðlegt vandamál og í leiðara mínum er varpað nokkru ljósi á klassísk afneitunarfræði. Þeir Jón Viðar og Ólafur taka í aðra röndina undir þau sjónarmið sem ég set fram í leiðaranum – en annað sem þeir rita er því miður dæmi um slíka afneitun. Ólafur Arnalds Athugasemd ritstjóra Svar við athugasemd við leiðara um sauðfjárbeit og ástand landsins Ritstjórn Náttúrufræðingsins hefur ákveðið að þegar aðsendar athugsemdir berast við greinar sem birtar hafa verið í tímaritinu, verði viðkomandi höfundi boðið að bregðast við í sama hefti. Er það í samræmi við það sem almennt tíðkast þegar allt að hálft ár getur liðið milli tölublaða. Ritstjóri áréttar að leiðarar eru allajafna skrifaðir af einstaklingum utan ritstjórnar og endurspegla ekki afstöðu ritstjórnar. Leiðarahöfundur skrifar um tiltekið málefni skv. beiðni ritstjórnar, undir nafni og á eigin ábyrgð. Það er því langsótt að kalla eftir því að ritstjórn biðjist afsökunar á efni leiðarans og er þeirri ósk hafnað. Hverjum og einum er frjálst að senda athugasemd við leiðara og annað efni tímaritsins og óska eftir birtingu á henni. Athugasemdir, eins og leiðarinn, eru á ábyrgð þeirra sem þær rita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.