Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016 Haust- blómin komin Mikið úrval af fallegum greinum, burknum og þykkblöðungum auk fallegrar gjafavöru. LISTHÚSINU Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Opið virka daga 11-18. BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Tónlistargeirinn horfist nú í augu við nýja ógn við höfundarréttarvarið efni – hugbúnað sem á ensku kallast Stream ripping, en með honum er hægt að afrita efni af löglegum streymiþjónustum eins og Spotify og Apple Music. Notkun þessa hefur aukist mik- ið og er nú al- gengari en niður- hal af ólöglegum sjóræn- ingjasíðum. Eið- ur Arnarsson, framkvæmda- stjóri Félags hljómplötufram- leiðenda, segir þessa þróun koma á óvart, þar sem löglegum leiðum til að njóta tónlist- ar á netinu hafi fjölgað. Ekki liggur fyrir hversu hátt hlutfall Íslendinga notar þennan hugbúnað en ný alþjóðleg rannsókn IFPI, alþjóðlegra samtaka hljóm- plötuframleiðenda, sýnir að um helmingur ungs fólks á aldrinum 16- 24 ára notaði hugbúnaðinn, sem oft- ast er í formi smáforrits eða apps, á fyrrihluta þessa árs. Það er mun meira en á sama tímabili í fyrra. Eins og að taka upp úr útvarpi Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðunum, sem kynntar voru í fyrradag, er að 71% netnotenda á aldrinum 16-64 ára hefur aðgang að löglegu niðurhali eða tónlistar- streymi á netinu og að 82% ung- menna á aldrinum 13-15 ára hlusta á löglegar tónlistarveitur. Þá kemur fram að 30% fólks afritar efni af streymiþjónustum með áðurnefnd- um Stream ripping-forritum og er hlutfallið enn hærra í aldurshópnum 16-24 ára, eða 49%. Í niðurstöð- unum segir einnig að Stream ripp- ing sé sú tegund ólöglegrar notk- unar á tónlist á netinu sem hraðast hafi aukist og að karlar séu líklegri en konur til að hlaða tónlist niður á ólöglegan hátt. Eiður segir að Stream ripping- tæknin sem slík sé í rauninni „eld- gömul“. Það sem sé nýtt sé hversu margir séu farnir að notfæra sér hana. „Þetta er í rauninni upptaka í rauntíma þar sem hljóðstraumurinn er tekinn upp. Svipað og þegar krakkar voru að taka upp úr útvarp- inu í gamla daga,“ segir hann. „En það kemur mér á óvart að notkun þessa hafi aukist, því að löglegum leiðum til að nálgast tónlist hefur fjölgað svo mikið.“ 44.000 Íslendingar á Spotify Spurður hvort vitað sé hversu hátt hlutfall Íslendinga hlustar á tónlist ýmist á löglegan eða ólögleg- an hátt segir Eiður að helst sé hægt að taka mið af fjölda áskrifenda Spotify, sem er sú tónlistarveita sem flestir Íslendingar nota. „Þeir eru nú 44.000 talsins og áskrif- endum hefur fjölgað gríðarlega síð- an Spotify opnaði hér á landi 2013,“ segir Eiður og bætir við að löglegar tónlistarveitur hafi þó verið í boði hér á landi allt frá 2003 þegar tón- list.is var opnaður. Eiður segir tónlistina að mörgu leyti betur setta en aðrar tegundir afþreyingar þegar komi að löglegu aðgengi á netinu. Þjónustan gagn- vart hinum almenna neytanda sé miklu meiri og heildstæðari en á efnisveitum með myndefni. „Ef við berum t.d. saman Netflix og Spo- tify, sem eru þær tvær tónlistar- og myndefnisveitur sem eru útbreidd- astar á Íslandi, sést að það er him- inn og haf á milli þess hversu stóran hluta fáanlegs efnis er þar að finna. Það má nánast segja að allt sé inni á tónlistarveitunum, en úrvalið á myndefnisveitunum er talsvert minna,“ segir Eiður. Telja ólöglegt niðurhal þjófnað Nokkra athygli vekur að yngsti aldurshópurinn í rannsókninni, krakkar á aldrinum 13-15 ára, er líklegri en ungmenni nokkrum árum eldri til að nálgast tónlist á löglegan hátt. Í rannsókninni var spurt hvort mikilvægt væri að tónlistarmenn fengju greitt fyrir það þegar tónlist þeirra er spiluð og var þessi yngsti aldurshópur sá hópur sem helst var sammála því. Þá var einnig spurt hvort fólk væri sammála þeirri full- yrðingu að ólöglegt niðurhal tónlist- ar væri þjófnaður og var yngsta fólkið mest sammála því. Eiður seg- ir það ekki koma á óvart að yngsta fólkið nálgist tónlist á löglegan hátt fremur en aðrir. „Þau sjá einfald- lega ekki ástæðu til að leita að ein- hverju á netinu sem þau geta fengið löglega með lítilli fyrirhöfn og góðu aðgengi.“ Erfitt að koma í veg fyrir Að sögn Eiðs er eldra fólk lík- legra en það yngra til að kaupa geisladiska og þá eru erlendir ferða- menn einnig nokkuð atkvæðamiklir í geisladiskakaupum. Félag hljóm- plötuframleiðenda tók nýverið sam- an tölur um tónlistarneyslu lands- manna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þar kemur m.a. fram að staf- ræn tónlist í áskrift var 63% af allri tónlistarhlustun á þessu tímabili og segir Eiður að þetta sé í fyrsta skiptið sem þetta hlutfall fari yfir 50%. „Í fyrra var hlutfallið 40% þeg- ar allt árið var skoðað og mér finnst líklegt að þegar við skoðum þetta ár í heild verði þetta hlutfall um 55%, en plötuútgáfa er oft meiri seinni hluta ársins og þess vegna mun hlutfall stafrænnar tónlistar líklega lækka eitthvað“. Spurður hvort hægt sé að koma fyllilega í veg fyrir ólöglegt niðurhal tónlistar segir Eiður það ýmsum erfiðleikum háð. „Þetta er fyrir það fyrsta ekkert nýtt, ólögleg neysla á hljóðritaðri tónlist hefur lengi verið til staðar – það var t.d. ólöglegt að taka upp úr útvarpinu í gamla daga. En það er örugglega hægt að draga úr þessu enn frekar, t.d. með því að auka enn meira framboð löglegra leiða. Til dæmis hefur torrent- eða sjóræningjasíðum fækkað undan- farin misseri. Það er einfaldlega vegna þess að löglegu leiðunum hef- ur fjölgað.“ Ný ógn við höfundarréttinn  Löglegum og ólöglegum leiðum til að njóta tónlistar fjölgar  Rannsókn sýnir að unga fólkið er löghlýðnast hvað niðurhal varðar  Meira en helmingur tónlistarneyslu Íslendinga er stafrænn Getty Images/Hemera Tónlist Stream ripping er sú tegund ólöglegrar notkunar á tónlist á netinu sem hefur aukist hraðast. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar sem kynntar voru fyrr í vikunni. Eiður Arnarsson IFPI er skammstöfun sem stendur fyrir Inter- national Federation of the Phonography Industry og voru samtökin stofnuð árið 1933. 61 ríki á aðild að IFPI, þeirra á meðal er Ísland. Tilgangur samtak- anna er að vekja athygli á tónlist, berjast fyrir höf- undarréttindum tónlistarmanna og útgefenda og stuðla að útbreiðslu tónlistar. Rannsóknin sem hér er fjallað um var gerð í 13 aðildarlöndum IFPI, m.a. Bandaríkjunum, Svíþjóð, Suður-Kóreu og Bretlandi. Margt áhugavert kemur fram í skýrslunni, til dæmis að snjallsíminn sé það tæki sem 55% þeirra sem hlusta á tónlist á netinu nota. Það er 10% aukning frá því í fyrra og Banda- ríkin eru það land þar sem aukningin að þessu leyti hefur orðið mest, eða 29%. Mexíkó er það land þar sem flestir þeirra sem hlusta á tónlist á netinu nota snjallsíma til þess, þar er hlutfallið 77%. Þá kemur fram í skýrslunni að 66% þeirra sem leita á Google undir leitarorðinu „Free music“ eða ókeypis tónlist er beint á ólög- legar síður þar sem tónlistinni er dreift án vitundar og/eða vilja rétthafa og flytjenda tónlistarinnar. Flestir hlusta í símanum IFPI STARFAR UM VÍÐA VERÖLD Sími Margir hlusta á tónlist. Fjölskylduhjálp Íslands úthlutaði 482 matargjöfum í starfsstöð sinni í Iðu- felli 14 í gær. Alls voru 23 hælisleit- endur með 22 börn sem fengu mat- argjafir, bæði þeir sem höfðu dvalarleyfi og tímabundið dvalarleyfi. Að sögn Valgerðar Flosadóttur for- manns Fjölskylduhjálparinnar eru sí- fellt fleiri hælisleitendur sem leita til þeirra á öllum þremur starfsstöðvun- um. Einu sinni í mánuði fer fram stór úthlutun og að sögn Valgerðar Jónu eru úthlutanir oft töluvert fleiri en nú. Öryrkjar og eldri borgarar eru stór hluti þeirra sem þiggja matargjafirn- ar en að sögn Valgerðar voru öryrkj- ar 107 talsins og að auki 34 öryrkjar með íslenska kennitölu en erlent rík- isfang sem þáðu mat í gær og svo 101 eldri borgari. Valgerður segir að fjölskylduhjálp- in vilji leggja áherslu á hollan mat og í gær fékk fólk nýjan fisk og bleikju. Mikil vinna liggur að baki úthlutun- um, ,,Við gætum þetta aldrei nema fyrir allt fólkið sem vinnur í sjálfboða- vinnu og styrkir okkur, segir Val- gerður. Aukning í matargjöfum  Sífellt fleiri hæl- isleitendur þurfa á aðstoð að halda Fjölskylduhjálp Starfsfólk tekur upp matargjafir fyrir úthlutunina í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.