Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2016
✝ Elis Kristjáns-son fæddist í
Keflavík 8. ágúst
1957. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 3.
september 2016.
Foreldrar hans
voru Ásta Krist-
björg Bjarnadóttir
frá Stykkishólmi, f.
12. maí 1922, d. 3.
september 1991, og
Kristján Alexander Helgason
frá Keflavík, f. 26. júní 1921, d.
28. apríl 1965.
Systkini Elisar eru: Guðlaug
Sigríður, f. 20. ágúst 1950,
Bjarni Júlíus, f. 6. apríl 1953, d.
6. júlí 2002, Helgi f. 10. mars
1954, Michael, f. 6. júlí 1956, og
Sigurður, f. 11. febrúar 1959.
Sammæðra eru: Hilmar, f. 9.
janúar 1944, og Júlíus Hólm, f.
7. ágúst 1948. Samfeðra er
Þórður, f. 20. desember 1942.
Fyrri kona Elisar er Halldóra
Grétarsdóttir, f. 2.
júní 1957, barn
þeirra er Sigur-
bergur, f. 10. júní
1992, unnusta Íris
Ósk Guðlaugs-
dóttir, f. 7. júlí
1992. Börn Hall-
dóru eru: Svein-
björg Júlía Símon-
ardóttir, f. 9. apríl
1976, Jón Þór Elf-
arsson, f. 3. nóv-
ember 1983, unnusta Sólveig
Óskarsdóttir, f. 19. ágúst 1987,
sonur þeirra er Elfar Þór, f. 4.
febrúar 2013.
Sambýliskona Elisar er Haf-
dís Helgadóttir, f. 4. júlí 1959,
sonur hennar er Hafþór Karls-
son, f. 25. janúar 1976.
Elis var knattspyrnuþjálfari
og starfaði hjá Knattspyrnu-
félagi Keflavíkur.
Útför Elisar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 15. sept-
ember 2016, klukkan 13.
Þegar unga knattspyrnufólk-
ið í Keflavík gekk inn á völlinn
fylgdu vökul augu knattspyrnu-
þjálfarans því alla leið. Þau
gengu aldrei ein börnin og ung-
lingarnir sem Elís Kristjánsson
þjálfaði í 15-20 ár hjá Knatt-
spyrnudeild Keflavíkur. Hann
var í senn hugprýðin og góð-
mennskan uppmáluð en ákveð-
inn leiðbeinandi sem hafði aga á
sínum liðum. Það var góður tími
sem við Elli Kristjáns áttum
saman í knattspyrnunni í Kefla-
vík á meðan ég gegndi for-
mennsku í Knattspyrnudeildinni
í 10 ár. Hann var Keflvíkingur í
húð og hár, en ég Stöðfirðingur
sem var að stíga inn á stóra svið-
ið í fótboltanum á Íslandi og
naut þess að vera í sama liði og
hann.
Það var einstakt að vinna með
Ella að skipulagningu og vexti
knattspyrnunnar hjá okkur
Keflvíkingum. Hann smellpass-
aði inn í hlutverkið og hafði góð
tök á þjálfun unga fólksins okk-
ar en þar nutu stúlkurnar sér-
staklega hæfileika hans sem
frumkvöðuls í kvennaknatt-
spyrnunni. Þær báru virðingu
fyrir honum innan sem utan vall-
ar. Það var hrein unun að fylgj-
ast með honum að störfum þeg-
ar hann með lipurð sinni og
hægð kenndi ungviðinu undir-
stöðu knattspyrnunnar og hann
virtist hafa nóg af þolinmæðinni,
sem er ekki öllum gefin, þegar
leikur barnanna fór út um allan
völl.
En Elli var ríkur af þolin-
mæði og þessari sérstöku natni
sem ásamt öðrum hæfileikum
hans gerði hann að úrvals barna-
og unglingaþjálfara. Brosið hans
blíða og góðlátlegt augnaráðið
var oftast nóg til að fá börnin til
að hlusta og virða fyrir sér
hverja hrukku í glaðlegu andlit-
inu þegar hann pírði augun og
kallaði leiðbeiningar til ungvið-
isins. Það þarf vandaða einstak-
linga til að umgangast börnin og
vinna sér inn virðingu þeirra og
traust. Þannig maður var Elli
Kristjáns, hvers manns hugljúfi
og Keflvíkingur fyrir allan pen-
inginn. Hann var annaðhvort í
Reykjaneshöllinni til að þjálfa
eða leysa af sem starfsmaður og
átti þá í góðu samstarfi við eldri
borgarana sem mæta á morgn-
ana til að ganga í höllinni. Hans
verður ekki síst minnst fyrir
uppbyggingarstarf sitt að
kvennaknattspyrnunni í Kefla-
vík og íþróttalífið er fátækara án
Ella Kristjáns og við munum
sakna góðs vinar sem ávann sér
virðingu og traust í störfum sín-
um. Elli var hægur maður, jafn-
an klæddur íþróttafatnaði sem
skartaði Keflavíkurmerkinu. En
hann átti sér annað uppáhaldslið
sem hann hélt ekki síður upp á
og ræddi oft um við félagana.
Liverpool var hans klúbbur og
hann var með merki félagsins og
slagorð tattúverað á handlegg-
inn, fótboltinn var honum allt.
Hann stóð með sínu liði sama
hvað gekk á, Elli var áreiðanleg-
ur maður og góður félagi. Hann
gekk aldrei einn og hann gætti
þess að unga fólkið sem hann
leiðbeindi gengi aldrei eitt. „You
never walk alone“ var hans
mottó í starfi og leik. Skarð El-
ísar Kristjánssonar í íþrótta-
hreyfingunni í Reykjanesbæ
mun standa opið til minningar
um góðan vin og þjálfara sem
vann með Keflavíkurhjartað á
réttum stað. Ég votta fjölskyldu
hans, Sigurbergi syni hans og
knattspyrnumanni okkar sam-
úð.
Rúnar V. Arnarson.
Elsku Elli.
Lífið er ekki sanngjarnt og
því miður ertu farinn frá okkur.
Ég sakna þín og í rauninni er ég
búinn að sakna þín allt síðasta
ár. Reykjaneshöllin verður
grárri án þín og fótboltinn ekki
sá sami. Allt félagið hefur fundið
fyrir því að þú ert ekki að störf-
um því Keflavíkurhjartað sló í
þér, þvílíkur félagsmaður sem
þú varst.
Ég var svo lánsamur að hafa
fengið að starfa með þér allan
minn tíma hjá Keflavík, öðru
eins ljúfmenni hef ég ekki
kynnst. Það var svo margt í fari
þínu sem ég get tileinkað mér til
að verða betri maður. Þú varst
svo ríkur af blíðu, yfirvegun og
húmor og laus við allan yfirgang
og hroka.
Ævinlega verð ég þakklátur
fyrir það hvernig þú tókst á móti
mér þegar ég hóf störf hjá
Keflavík og ég veit að þú greidd-
ir götu mína með margvíslegum
hætti. Að starfa með þér var for-
réttindi og saman mótuðum við
framtíð knattspyrnunnar í
Keflavík.
Það var sárt að sjá þig á
sjúkrahúsinu svona veikan. Ég
mun ekki minnast þín þannig,
fyrir mér verður þú alltaf
hraustur, útitekinn og skemmti-
legur með hjarta úr gulli. Minn-
ingin um þig í ljónagryfjunni þar
sem þú bókstaflega pakkaðir
mér saman í fótbolta er ljóslif-
andi í huga mér.
Samverustundirnar sem við
áttum undir restina eru mér
dýrmætar. Heimsóknin þín upp í
Þrastarskóg var skemmtileg og
vonandi snertu kærleiksböndin
sál þína. „Yoúll never walk
alone“ stóð á einu bandinu og er
ég viss um að það hafi hitt þig í
hjartastað.
Ég vildi óska þess að þið Haf-
dís hefðuð fengið meiri tíma
saman, þið áttuð skilið ham-
ingju. Hún hefur sýnt styrk, ást
og umhyggju í gegnum veikind-
in þín og votta ég Hafdísi og Sig-
urbergi mína dýpstu samúð
ásamt öllum þínum nánustu.
Ég kveð þig með sorg í hjarta
en jafnframt þakklátur fyrir að
hafa kynnst þér. Þú hafðir já-
kvæð áhrif á líf mitt og hjálpaðir
mér að sjá ákveðna hluti í réttu
ljósi. Þú ert fyrirmynd í lífi mínu
og þér mun ég aldrei gleyma. Ég
mun gera allt til að standa við
loforðið, kæri vinur.
Fótboltinn sameinaði okkur
og framtíðarsigrar verða tileink-
aðir minningu þinni.
Þinn vinur
Einar Lars Jónsson.
Leikurinn hefur verið flautað-
ur af og Elli gengið af velli eftir
hetjulega baráttu við óvelkom-
inn og óvæginn andstæðing. Elli
þjálfaði 0́2-strákana í Keflavík í
rúm fimm ár og eigum við um
hann margar góðar minningar.
Hann var góður þjálfari og mik-
ill áhugamaður um fótbolta.
Honum tókst að vera drengjun-
um bæði uppbyggilegur leið-
beinandi og félagi. Hann bar
virðingu fyrir hverjum og einum
og kom eins fram við alla. Elli
fór með okkur á ófá 6. og 7.
flokks mótin en eftirminnilegust
eru stóru fótboltamótin. Hann
hafði alltaf trú á drengjunum,
hvatti þá áfram og stappaði í þá
stálinu ef hlutirnir gengu ekki
upp. Eftir að hann hætti að
þjálfa þá í 5. flokki fylgdist hann
vel með þeim og þótti þeim gam-
an að hitta hann í Reykjanes-
höllinni eða úti á æfingasvæði.
Við minnumst Ella sem mikils
ljúfmennis og erum þakklát hon-
um fyrir það sem hann kenndi
drengjunum. Við trúum því að
nú sé hann laus við þjáningar
sínar og kominn á góðan stað
þar sem hann getur drukkið nóg
af rjúkandi kaffi og horft á ótak-
markað magn af fótboltaleikj-
um, helst með Keflavík og Liver-
pool.
Aðstandendum Ella vottum
við okkar dýpstu samúð.
Minning um góðan mann lifir.
Fyrir hönd 0́2-strákanna í
Keflavík og foreldra þeirra,
Bryndís Jóna.
Elsku Elli.
Ég veit eiginlega ekki hvar ég
á að byrja. Að ég sé að skrifa
þessa kveðju til þín er eitthvað
svo erfitt að meðtaka.
Að verða 7 ára gömul byrja ég
að æfa fótbolta með Keflavík.
Þar krossast okkar leiðir og
fáum við 10 skemmtileg og við-
burðarík ár saman í boltanum.
Sumarið 2010 hélt ég að yrði
síðasta tímabilið sem þú yrðir að
þjálfa okkur stelpurnar, en á
þeim tímapunkti vorum við að
fara upp í 2. flokk og þú búinn að
þjálfa okkur öll árin í yngri
flokkum. Ég tek þá ákvörðun að
hætta í boltanum eftir þetta
sumar.
Það sem mig grunaði ekki var
að þremur árum seinna tekur þú
að þér að klára tímabilið með
meistaraflokk kvenna eftir að
stelpurnar höfðu verið þjálfara-
lausar fyrr um veturinn. Þegar
ég heyri þessar fréttir fer ég allt
í einu að velta fyrir mér að byrja
aftur, sem hafði ekki verið til
umræðu síðastliðin þrjú ár. Áð-
ur en ég veit af er ég komin í
takkaskóna og mætt á æfingu
hjá þér. Enginn nema þú hefðir
fengið mig til að fá þessa flugu í
hausinn á þessum tímapunkti,
sem mér finnst segja mikið um
þinn karakter sem einstakling
og þjálfara. Þessari ákvörðun sé
ég alls ekki eftir og er ég svo
þakklát fyrir þær minningar
sem hún skapaði í kjölfarið.
Minningarnar okkar eru svo
ótal margar, öll Símamótin,
Pæjumótin, Reycup, keppnis-
ferðir út á land og síðast en ekki
síst keppnisferðirnar til Liver-
pool og Gautaborgar. Þegar ég
hugsa til þín er hlátur og þolin-
mæði efst í huga, en það var allt-
af mikið fjör í kringum þig og
þrátt fyrir að illa gengi misstir
þú aldrei trúna á okkur og gafst
aldrei upp.
Ég á þér svo margt að þakka,
elsku Elli minn, þú varst lengi
vel stór hluti af lífi mínu og tel
ég mig vera einstaklega heppna
að hafa fengið að kynnast þér og
upplifað öll þessi ár af þínum
einstaka húmor og allri gleðinni
sem fylgdi þér. Erfitt þykir mér
að þurfa að kveðja þig, en hugg-
un fæst í því að vita að þú sért
kominn á betri stað.
Elsku Sigurbergur og fjöl-
skylda, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Megi Guð vera
með ykkur.
Hvíldu í friði, elsku Elli minn,
minning þín mun lifa um ókomna
tíð. „You’ll never walk alone.“
Birna Helga Jóhannesdóttir.
Elsku besti Elli, fótboltaþjálf-
arinn okkar og vinur, hefur nú
kvatt þennan heim. Missirinn er
mikill en þakklæti situr ofarlega
í huga yfir öllum góðu minning-
unum sem við eigum með hon-
um. Við eigum Ella svo margt að
þakka og á hann stóran þátt í því
hvernig manneskjur við erum í
dag.
Það hefur ekki verið auðvelt
starf fyrir Ella að taka við 20
dramadrottningum á gelgjunni á
sínum tíma þegar hann byrjaði
að þjálfa okkur en einhvern veg-
inn tókst honum að laða fram
það besta í okkur og hefðum við
ekki getað beðið um betri þjálf-
ara. Hann var ekki einungis góð-
ur þjálfari heldur einnig skiln-
ingsríkur og hlustaði á
vandamál okkar stelpnanna eins
og besti sálfræðingur. Hann hélt
uppi góðum aga og bárum við
alla tíð mikla virðingu fyrir hon-
um en á sama tíma var aldrei
langt í grínið. Við eigum margar
skemmtilegar minningar úr ótal
æfinga- og keppnisferðum en of-
arlega í huga okkar situr minn-
ingin um þegar hann tók þátt í
karókí í Danmörku þar sem
hann söng lagið Twist and Shout
og við enduðum allar dansandi
uppi á sviði með honum. Það er
óhætt að segja að Elli hafi fórn-
að sér fyrir boltann og voru
sumrin hjá honum undirlögð af
æfingum og keppnisferðum með
stelpur út og suður. Elli var
stuðningsmaður Liverpool núm-
er eitt og þeir sem þekktu Ella
vita að ást hans á Liverpool var
einstök. Það hefur því örugglega
verið mjög erfitt að láta sjá sig á
velli erkifjendanna á Old Traf-
ford en hann lagði það til hliðar
og fylgdi okkur stelpunum þang-
að á keppnisferðalagi.
Elsku fjölskylda og vinir, við
vottum ykkur okkar dýpstu
samúð á þessum erfiðu tímum.
Elli var svo sannarlega gull af
manni og hann mun alla tíð eiga
stóran stað í hjörtum okkar
allra.
Hvíldu í friði, elsku Elli.
Fyrir hönd fótboltastelpn-
anna þinna úr árgangi 1989 og
1990,
Anna Rún Jóhannsdóttir og
Elísabet Guðrún Björns-
dóttir.
Fótboltinn tengir fólk saman
og það var einmitt þannig með
mig og Ella. Á nokkrum tíma-
skeiðum á lífsleiðinni hittumst
við og alltaf var það í gegnum
blessaðan fótboltann. Í gamla
daga var spilaður bolti víðsvegar
um bæinn, drengir á öllum aldri
öttu kappi við önnur hverfi eða
leikið var með strákunum í
hverfinu. Ég man eftir Ella sem
var töluvert eldri en ég, síð-
hærður, skæður framherji. Þeir
yngri fengu stundum að vera
með þessum eldri og þá varð
maður að standa sig, fyrir mér
var þetta ómetanlegur skóli.
Þegar ég svo varð sjálfur leik-
maður í meistaraflokki Keflavík-
ur kynntist ég stuðningsmann-
inum Ella Kristjáns, sem lét sig
sjaldan vanta á völlinn. Elli var
alvöru stuðningsmaður, hvetj-
andi og með skoðanir á málun-
um.
Ég kynntist líka þjálfaranum
Ella þar sem hann í nokkur ár
þjálfaði Evu Sif, dóttur mína.
Hann náði vel til stelpnanna og
maður sá það langar leiðir að
þær báru virðingu fyrir þjálfar-
anum sínum. Elli var ráðagóður
og sanngjarn náungi og það lík-
aði stúlkunum vel.
Í seinni tíð tilheyrðum við Elli
hópi eldri drengja sem hafa í
tæp 16 ár spilað fótbolta á
fimmtudagskvöldum klukkan
20:20 í Reykjaneshöllinni. Hann
var einn af þeim sem voru búnir
að vera með frá upphafi. Hjá
flestum okkar er þetta heilög
stund, mikilvægi þess að geta
kúplað sig út og eiga góða stund
með góðum félögum er okkur
dýrmætt. Þessi öflugi og góði
hópur hefur styrkst með tíman-
um og er í rauninni einstakur.
Ella vantaði sjaldan í fimmtu-
dagsboltann en síðasti vetur var
sérstakur hjá okkur í „old boys“,
fastan póst vantaði í félagsskap-
inn góða og við fundum fyrir því
félagarnir. „Old boys“ fór eftir-
minnilega ferð til Glasgow í vor
og var Elli með í för, hann tók
virkan þátt í dagskránni þó svo
að kvöldvökurnar væru styttri.
Ferðin var í alla staði frábær og
það var ómetanlegt fyrir hópinn
að Elli skyldi hafa komið með.
Fótboltinn er eins og lífið sjálft,
það eru sigrar og það eru ósigr-
ar. Elli vann marga sigra í lífinu
en það blés líka á móti og þá var
tekist á við þá hluti af æðruleysi.
Þó leik sé lokið að sinni mun
minning Ella Kristjáns lifa með
okkur. Guð blessi Sigurberg og
fjölskylduna alla og styrki þau í
sorginni.
Gunnar Oddsson.
Vinur minn hann Elli Krist-
jáns er fallinn frá.
Ég kynntist Ella fyrir um 35
árum þegar við vorum að vinna
hjá hernum.
Við urðum strax miklir vinir
og áttum margt sameiginlegt.
Helsta áhugamál Ella var fót-
bolti og þar voru bara tvö lið sem
komu til greina, Liverpool og
Keflavík. Við spiluðum saman
innibolta til margra ára og það
var alltaf gaman að fylgjast með
keppnisskapinu í Ella, hann
bara þoldi ekki að tapa og það
skein í gegn hjá honum í lífinu
hve mikill keppnismaður hann
var.
Hann langaði að leggja sitt af
mörkum fyrir fótboltann í Kefla-
vík og þar var hann á heimavelli.
Elli tók að sér formennsku í
unglingaráði deildarinnar 1998
og sinnti því með miklum sóma, í
framhaldi tók hann þjálfara-
námskeið og hóf þjálfun í yngri
flokkum og var vinsæll og virtur
þjálfari hjá Keflavik. Hann náði
að ég held að þjálfa alla kvenna-
flokka og nokkra yngri flokka
hjá strákunum einnig.
Elli var mikill mannvinur og
sannur félagi, það er mikill miss-
ir að horfa á eftir svona góðum
dreng og hann skilur eftir sig
stórt skarð í hugum okkar sem
hann þekktum.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Kæri Sigurbergur, fjölskylda
og vinir, ég sendi ykkur mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þorsteinn Magnússon.
Elis Kristjánsson HINSTA KVEÐJA
Við vorum vinnufélagar
og vinir. Allir sem þekktu
þig vissu hversu góður
maður þú varst. Þú varst
ekki með sterkar yfirlýs-
ingar en þú vissir að það
voru verkin sem töluðu og
húmorinn var í lagi.
Takk fyrir allt og allt.
Þín verður sárt saknað.
Bergþóra (Bebbý).
Elsku Bragi
bróðir minn.
Mig langar að
skrifa hér nokkrar
línur til þín.
Því miður lágu leiðir okkar
ekki saman lengi vel og því síð-
ur að við hittumst oft.
Mamma þín veiktist af berkl-
um og var send á Kristneshæli.
Arndís móðir mín gerðist þá
ráðskona hjá föður okkar og
Benedikt Bragi
Pálmason
✝ Benedikt BragiPálmason
fæddist 7. október
1937. Hann lést 11.
ágúst 2016.
Útför Braga fór
fram 29. ágúst
2016.
þegar mamma þín
féll frá varst þú að-
eins tveggja ára og
Hólmfríður systir
þín átta mánaða.
Þú varst mjög
hændur að pabba
þínum en Hólm-
fríður vissi ekki
annað en að Arndís
væri móðir sín og
kallaði hana alltaf
mömmu Dísu.
Mamma hélt heimilinu gang-
andi með ykkur svona lítil en
ég fæddist ekki fyrr en 1943 og
var skírð Freygerður eftir föð-
ursystur okkar sem féll frá
mjög ung.
Síðan skildu leiðir okkar
allra, sem var mjög sorglegt,
lífið hefði líklega orðið öðruvísi
ef ekki hefði til þess komið. Við
mamma fluttum til Reykjavíkur
en þið urðuð eftir hjá pabba
ykkar.
Ekkert fréttum við mamma
af ykkur fyrr en okkur barst
andlátsfregn pabba þegar ég
var sex ára.
Mörgum árum síðar var knú-
ið dyra hjá okkur mæðgum og
stendur þar myndarmaðurinn
Bragi kominn í heimsókn.
Hann hélt svo norður og hitti
sína fallegu kærustu sem varð
hans tryggi lífsförunautur.
Því miður kom ég ekki oft
norður, ég var alltaf svo feimin,
fyrst við að banka upp á en eft-
ir að ég kynntist Braga betur
hvarf sú feimni og sá allt svo
fallegt í honum og konu hans
Obbu.
Þau eignuðust fimm mynd-
arleg börn og afkomendafjöld-
inn er orðinn stór, sem Bragi
var afar stoltur af.
Það var svo fallegt þegar
hann sat dreyminn og sagði við
mig: „Finnst þér ekki hún
Obba mín falleg?“ Alltaf var
hann jafn ástfanginn af henni.
Það er búið að skrifa svo
margt fallegt um hann að ég
get litlu við bætt.
Mér fannst einstaklega fal-
lega gert af fólkinu sem ann-
aðist hann að Hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð að standa
heiðursvörð við veginn á leið-
inni í kirkjugarðinn og veifa
eins og höfðingi færi hjá enda
var hann það, heiðursmaður og
öllum vænn.
Við kvöddum þig Bragi minn
þegar við komum að Hlíð í end-
aðan júní, þú opnaðir augun og
smá bros kom á varir, þú vissir
af nærveru minni hugsaði ég.
Síðan tveimur dögum síðar
komum við aftur og varst þú þá
sofandi, ég strauk þér um kinn
og bað þér Guðs blessunar.
Hvíl þú í friði, elsku Bragi.
Þess biðjum við,
Freyja og Sigurgeir.