Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 92

Morgunblaðið - 15.09.2016, Blaðsíða 92
Nýgift Brúðhjónin ljómuðu af hamingju og skáluðu að lokinni athöfn. Atli Vigfússon laxam@simnet.is Það var mikið um að vera hjá sauðfjárbændum í Suður-Þingeyjarsýslu um síðastliðna helgi en þá var víða réttað. Veðrið var ekki alltaf upp á það besta og það rigndi mikið á laugardeginum þeg- ar réttað var í Skógarétt í Reykjahverfi. Þetta beit þó ekki mjög á menn því veðrið var fremur hlýtt, en á þessum árstíma hafa bændur séð stórhríðar og telja allt betra en það, minnugir þess þegar fé fennti fyrir fjórum árum á þessu landsvæði. Í réttunum gerist margt skemmtilegt, enda margt fólk sem kemur til þess að hjálpa til við að draga féð, frændur og vinir. Margir voru í Skógarétt, enda hefur fé í Reykjahverfi fjölgað á síðustu árum. Í réttarhléi, þegar fólk ætlaði að fá sér kaffi, gekk séra Sólveig Halla Kristjáns- dóttir, prestur og sauðfjárbóndi á Þverá í Reykjahverfi, í fullum skrúða inn í réttina og vakti máls á því að góður dagur væri fyrir brúð- kaup. Þar gaf hún saman bændur á Litlu- Reykjum, þau Signýju Valdimarsdóttur og Val- þór Frey Þráinsson, en skrítinn svipur kom á marga réttargesti sem höfðu alls ekki átt von á brúðkaupi. Þetta þótti öllum skemmtilegt og það sem var gott var að rigningin minnkaði aðeins meðan á athöfninni stóð. Svaramenn voru þau Valdimar Gunnarsson, faðir brúðarinnar, og Est- her Björk Tryggvadóttir, móðir brúðgumans, en með foreldrum sínum voru börnin Valdimar Óli Valþórsson og Sigrún Stella Valþórsdóttir. Feður brúðhjónanna, þeir Valdimar Gunnarsson kenn- ari og Þráinn Ómar Sigtryggson bóndi á Litlu- Reykjum, voru forsöngvarar í laginu „Vel er mætt“ og sungu allir í réttinni saman. Áfram dregið að lokinni athöfn Brúðhjónunum var klappað mikið lof í lófa af réttargestum sem ekki hafði órað fyrir að þeir væru á leið í brúðkaup. Að lokinni athöfn rigndi yfir nýju hjónin árnaðaróskum og síðan var hald- ið áfram að draga. Valþór Freyr og Signý, hin nýgiftu hjón, sögðu að þetta hefði verið mjög skemmtilegur dagur í alla staði, en um kvöldið var kaffi og terta fyrir allra nánasta fólk heima á Litlu-Reykjum. Signý sagði að þetta hefði verið virkilega íslenskt og rigningin hefði bara sett góðan svip á athöfnina. Þetta er annað brúðkaupið á Litlu-Reykjum þetta sumarið, en í júní giftu sig bróðir Valþórs Freys, Hilmar Kári Þráinsson, og hans kona, Karen Ósk Halldórsdóttir, í garðinum á Litlu- Reykjum og var þar margt fólk samankomið. Hvað gerist næst í Skógarétt skal ósagt látið, en víst er að allir komu glaðir heim til þess að segja frá þessu óvanalega brúðkaupi. Brúðkaup kom öllum á óvart  Prestur í fullum skrúða birtist í Skógarétt og gaf saman bændahjón FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Konan bannaði honum að ferðast 2. Hafði verið látinn í einhverja daga 3. Fannst látinn í nágrenni Öskju 4. Jón Magnússon kvænist ástinni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Frændsystkinin Anna Gréta Sigurð- ardóttir píanóleikari og Sölvi Kol- beinsson saxófónleikari halda tón- leika í Hannesarholti í kvöld kl. 20. Þau hafa þekkst alla ævi en fóru fyrst að spila saman þegar þau byrjuðu í Tónlistarskóla FÍH fyrir fimm árum. Nú fyrst eru þau með sameiginlegt dúóverkefni þar sem áhersla er á samspil og sameiginlegan spuna. Þau leika frumsamda tónlist og útsetn- ingar sem þau hafa unnið að síðasta mánuð. Þau hafa bæði hlotið titilinn „Bjartasta vonin“ á Íslensku tónlist- arverðlaununum. Verkefni þeirra verður framlag Íslands á hinni árlegu kynningarhátíð „Nordic Jazz Co- mets“ sem haldin verður á vegum Nord Jazz í Umeå í október. Anna og Sölvi leika djass í Hannesarholti  Fríspunalistamenn frá Eistlandi, Skotlandi og Íslandi, ásamt nem- endum tónlistardeildar LHÍ, koma fram á þrennum tónleikum dagana 15.-17. september. Fram koma m.a. Anto Pett píanóleikari og Anne-Liis Poll söngkona sem bæði kenna við Tónlistarháskólann í Tallinn, Alistair MacDonald, prófessor í tónsmíðum við Konunglega tónlistarháskólann í Glasgow, Marta Hrafnsdóttir söng- kona, Liis Viira hörpuleikari og Berg- lind María Tóm- asdóttir flautuleik- ari. Tónleikarnir verða í Mengi í kvöld kl. 21, að Sölvhóli á morgun kl. 17:30 og í Sel- tjarnarneskirkju á laugardag kl. 13 og 16. Þriggja daga spuna- veisla hefst í kvöld Á föstudag Sunnan og suðvestan 3-8 m/s og skúrir, en úrkomulít- ið norðaustantil. Hiti 7-13 stig. Á laugardag Suðlæg eða breytileg átt og stöku skúrir, en þurrt og bjart veður norðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s og víða rigning, hvassast við suðvesturströndina. Hægari vindur norðaustantil. Lægir síðdegis, austan og suðaustan 3-8 í kvöld. Hiti 7-14 stig. VEÐUR Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er megn óánægja meðal margra eldri og reyndari leikmanna inn- an Badmintonsambandsins hvað varðar landsliðsmál og samskiptaleysi við stjórn BSÍ. Formaður sambandsins segir að eðlilegt sé að ósætti komi upp á tímum breytinga og segir kyn- slóðaskipti vera að eiga sér stað. Hann fagnar aðhaldi á stjórn sambandsins. »2 Skiptar skoðanir um stjórn BSÍ „Ég var mjög spennt að heyra að ég fengi þetta tækifæri og ég held að ég sé tilbúin að takast á við það,“ sagði framherjinn Berglind Björg Þorvalds- dóttir sem mun fylla skarð Hörpu Þorsteinsdóttur í leik Íslands og Slóveníu í undankeppni EM annað kvöld. »3 Tilbúin að takast á við þetta tækifæri „Ég vil meina að hún sé með flott- ustu undirhandarskot sem ég hef séð lengi í deildinni,“ segir Íris Ásta Pét- ursdóttir, handknattleikskona hjá Val, um Diönu Satkauskaite, einn af nýjustu liðsfélögum sínum. Satkaus- kaite er landsliðskona frá Litháen sem hóf leiktíðina vel með Valsliðinu í Olísdeild kvenna þegar liðið lagði Fylki í 1. umferðinni. »4 Flottustu undirhand- arskot sem ég hef séð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Á Litlu-Reykjum í Reykjahverfi er blandað bú þar sem er mjólkurframleiðsla, nautaeldi, hestabúskapur og sauðfjárrækt. Litlu-Reykir ehf. heitir fyrirtækið og að því standa þeir Hilmar Kári Þráinsson og Valþór Freyr Þráins- son og þeirra konur, Signý Valdimarsdóttir og Karen Ósk Halldórsdóttir. Einnig standa að búinu foreldrar bræðranna, þau Esther Björk Tryggvadóttir og Þráinn Ómar Sigtryggsson. Blandað bú er á Litlu-Reykjum MJÓLK, NAUT, HESTAR OG SAUÐFÉ Morgunblaðið/Atli Vigfússon Réttarbrúðkaup Séra Sólveig Halla Kristjánsdóttir gaf brúðhjónin saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.